Fleiri fréttir

Arnar Hallsson: Sjáum til eftir næstu umferð en þá getum við kannski farið að hugsa um Wembley eða eitthvað stærra

Reynir Haraldsson reyndist hetja ÍR-inga í kvöld þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í Grafarvoginum fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 2-3 ÍR í vil en öll mörk ÍR komu á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks þar sem Reynir skoraði þau öll. Fjölnir var með forystu í hálfleik en detta út því leikmenn liðsins slökktu á sér á þessum kafla. Þjáflari ÍR, Arnar Hallson var að vonum í skýjunum með leik liðsins og úrslitin.

Rúnar Már og félagar úr leik í Meistaradeildinni

Rúnar Már Sigurjónsson og félagar hans í CFR Cluj frá Rúmeníu eru úr leik í Meistaradeildinni eftir 3-1 tap á útivelli gegn svissneska liðinu Young Boys. Fyrri leikurinn endaði 1-1 í Rúmeníu og samanlögð úrslit því 4-2, svissneska liðinu í vil.

John Stones framlengir við Englandsmeistarana

John Stones, varnarmaður Manchester City, framlengdi í dag samningi sínum við Englandsmeistarana. Nýji samningurinn er til fimm ára og Stones er því skuldbundinn City út sumarið 2026.

Birkir neitaði til­boði Crotone | SPAL á­huga­samt

Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason er enn samningslaus eftir að hafa spilað með Brescia í ítölsku B-deildinni á síðustu leiktíð. Hann sagði takk en nei takk við B-deildarlið Crotone um liðna helgi og því enn óvíst hvar hann mun spila á komandi leiktíð.

Valin best á Ólympíu­leikunum en hefur lagt skóna á hilluna

Anna Vyakhireva, ein skærasta stjarna rússneska landsliðsins í handbolta, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Það kemur á óvart þar sem Anna er aðeins 26 ára gömul og var valin besti leikmaðurinn á Ólympíuleikunum þar sem Rússland tapaði fyrir Frakklandi í úrslitum.

Abra­ham á leið til Rómar og kapallinn full­komnaður

Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur samþykkt 34 milljón punda tilboð ítalska liðsins Roma í hinn 23 ára gamla Tammy Abraham samkvæmt heimildum Sky Sports. Þar mun hann spila undir stjórn José Mourinho, fyrrum stjóra Chelsea.

Bætti á sig vöðvum til að bjarga ferlinum á Old Traf­ford

Hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek hefur verið orðaður frá Old Trafford nánast frá því að félagið keypti hann frá Ajax. Leikmaðurinn nýtti það litla sumarfrí sem hann fékk til að bæta á sig vöðvum og virðist ætla að láta til sín taka í vetur eftir að hafa eytt nær öllu síðasta tímabili á varamannabekknum.

PSG fékk Messi frítt en greiðir himinhá laun

Lionel Messi hefur samþykkt tveggja ára samning við franska félagið Paris Saint Germain sem fær argentínska snillinginn á frjálsri sölu. PSG þarf hins vegar að borga honum stórar upphæðir fyrir þjónustu hans inn á vellinum.

Handa­hófs­kenndar at­huganir í upp­hafi tíma­bils á Eng­landi

Enska úrvalsdeildin hefur tilkynnt að það verða gerðar handahófskenndar athuganir á leikvöllum deildarinnar í upphafi tímabils. Fólk sem ætlar sér að fara á leiki mun þurfa sýna fram á bólusetningu eða vera með neikvætt sýni sem er tekið innan við 48 tímum fyrir leik.

Eriksen sendi hjartnæma kveðju á níu ára stúlku

Danski fótboltamaðurinn Christian Eriksen sendi í gær kveðju á unga stúlku, Evie Martin, sem er á leið í samskonar hjartaaðgerð og Daninn fór í eftir að hann fékk hjartaáfall í leik Danmerkur og Finnlands á EM í sumar.

Leið eins og Messi og táraðist við brottförina

Jack Grealish var formlega kynntur til leiks hjá Englandsmeisturum Manchester City í dag og sat fyrir svörum á blaðamannafundi. Grealish yfirgaf uppeldisfélag sitt Aston Villa við skiptin og segir hafa verið erfitt að yfirgefa heimahagana.

Mætir til æfinga eftir 11 mánaða fjarveru

Bakvörðurinn Saquon Barkley sem leikur með New York Giants í bandarísku ruðningsdeildinni, NFL, er á leið til æfinga eftir tæplega árs fjarveru frá vellinum. Barkley sleit krossband í upphafi síðustu leiktíðar.

Alfreð: Hún er hérna til að skora

Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss var svekktur með úrslitin á móti Þrótti er liðin skildu jöfn, 2-2, í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Hann er þó ánægður með frammistöðuna, sérstaklega hjá hinni bandarísku Brennu Lovera.

Mikkelsen: Erfitt andlega að fara frá Breiðabliki

Daninn Thomas Mikkelsen var í kvöld að spila sinn síðasta leik í treyju Breiðabliks er liðið vann 3-1 sigur á Stjörnunni í Garðabæ. Mikkelsen hefur leikið með félaginu frá 2018.

„Ekkert of alvarlegt“ hjá Robertson

Andrew Robertson, vinstri bakvörður Liverpool og skoska landsliðsins í fótbolta, greindi frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að betur hefði farið en á horfðist þegar hann meiddist á ökkla í æfingaleik í gær.

Slæmt heimatap Norrköping í sex stiga leik

Ari Freyr Skúlason og Ísak Bergmann Jóhannesson voru báðir í byrjunarliði Norrköping sem tapaði 2-1 fyrir Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Norrköping dregst aftur úr í baráttunni um Evrópusæti með tapinu.

Sjá næstu 50 fréttir