Fleiri fréttir

Í­huga að fá Håland til að leysa Lewandowski af hólmi

Þýskalandsmeistarar Bayern München íhuga nú kaup á Erling Braut Håland, framherja Borussia Dortmund, til að leysa hinn margreynda Robert Lewandowski af hólmi. Sá síðarnefndi kom einnig frá Dortmund á sínum tíma.

Nat-vélin samdi við Stjörnuna

Íslenski landsliðsmiðherjinn Ragnar Nathanaelsson mun spila áfram í úrvalsdeild karla í körfubolta á komandi tímabili.

Meistarar Manchester City mæta laskaðir til leiks

Phil Foden verður frá í mánuð vegna meiðslanna sem héldu honum á hliðarlínunni er England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í síðasta mánuði. Manchester City mætir með laskað til leiks er enska úrvalsdeildin fer af stað um næstu helgi.

Nýtt Sportveiðiblað er komið út

Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu er komið út og eins og venjulega er blaðið stútfullt af skemmtilegum greinum og öðru efni tengdu sportveiði á Íslandi.

Guð­björg leggur hanskana á hilluna

Hin margreynda Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur ákveðið að leggja markmannshanskana á hilluna. Hún mun þó vera áfram tengd fótbolta en vill ekki gefa upp hvað framtíðin ber í skauti sér.

Hefði ekki mátt spila launa­laust með Barcelona

Lionel Messi hefur yfirgefið spænska stórveldið Barcelona og mun að öllum líkindum semja við franska knattspyrnufélagið París-Saint Germain síðar í dag. Vegna regluverks La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, gátu Börsungar ekki samið við Argentínumanninn á nýjan leik þar sem hann hefði ekki mátt spila launalaust með félaginu.

Stuðnings­fólk Totten­ham klappaði Saka lof í lófa

Erkifjendurnir Tottenham Hotspur og Arsenal mættust í vináttuleik í gær. Stuðningsfólk beggja liða klappaði Bukayo Saka lof í lófa er hann kom inn af varamannabekk Arsenal eftir rúmlega klukkutíma leik.

Viðar Ari á skotskónum í Noregi

Viðar Ari Jónsson skoraði eina mark Sandefjord þegar liðið mætti Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Markalaust í Íslendingaslag

Tveir íslenskir knattspyrnumenn voru í eldlínunni í sænska boltanum í dag þegar Gautaborg fékk Hammarby í heimsókn.

Aron á leið til Danmerkur

Aron Sigurðarson er á leið frá belgíska liðinu Union SG til Horsens í Danmörku. Aron hefur verið í eitt og hálft ár hjá belgíska liðinu.

Júlían hlaut brons á EM

Júlían J.K. Jóhannsson varð í dag Evrópumeistari í réttstöðulyftu í 120kg+ flokki á Evrópumótinu í kraftlyftingum í Plzen í Tékklandi. Júlían hlaut brons í samanlagðri keppni allra greina.

Guðlaugur og félagar áfram í bikarnum

Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði Schalke er liðið vann 4-1 sigur á 5. deildarliði FC 08 Villingen í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar í fótbolta í dag.

„Barça verður aldrei samt án þín“

Spánverjinn Cesc Fabregas, sem leikur með Mónakó í Frakklandi, sendi Lionel Messi hjartnæma kveðju á samfélagsmiðlinum Twitter. Fabregas er jafnaldri Messi og æfði með honum sem unglingur áður en þeir spiluðu saman fyrir aðallið Barcelona síðar.

Tottenham sagt vera að kaupa Martínez - Inter fær Dzeko

Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur hefur náð samkomulagi við Internazionale frá Ítalíu um kaup á argentínska framherjanum Lautaro Martínez. Inter mun fá Edin Dzeko frá Roma til að fylla í skarð hans.

Sjá næstu 50 fréttir