Fleiri fréttir

„Þetta er búið að vera besta liðið í vetur“

Farið var yfir efstu sex lið Dominos-deildar karla í körfubolta í síðasta þætti Dominos Körfuboltakvölds. Nú er komið að efstu tveimur liðum deildarinnar, Keflavík og Þór Þorlákshöfn.

Kjartan Henry frá næstu þrjár til fjórar vikurnar

Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður danska knattspyrnuliðsins Esbjerg, verður frá næstu 3-4 vikurnar. Það er högg fyrir liðið sem er í harðri baráttu um að komast upp í dönsku úrvalsdeildina.

Naumur sigur Bucks og fjöldi stór­sigra í nótt

Alls fóru átta leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Milwaukee Bucks vann nauman eins stigs sigur á Sacramento Kings, 129-128. Þá unnu Utah Jazz, Portland Trail Blazers, New York Knicks og Dallas Mavericks öll stórsigra.

Hópsmit hjá tyrkneska landsliðinu

Nokkrir leikmenn tyrkneska landsliðsins í knattspyrnu hafa greinst með kórónaveiruna. Þeirra á meðal er Cagl­ar Söyüncü, varnarmaður Leicester, en Brendan Rodgers, stjóri liðsins, staðfesti það í samtali við Sky Sports.

Fín veiði í Þingvallavatni

Sú breyting varð á veiðum við Þingvallavatn á þessu tímabili að heimilt er að veiða á urriðasvæðunum frá og með 1. apríl og það er greinilegt að það er bara af hinu góða.

Körfuboltakvöld: Þeir ætla sér klárlega að vinna þetta

Í nýjasta Domino's Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sæti deildarinnar nú þegar Domino's deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í þriðja og fjórða sæti.

Arteta: Þeir voru betri á öllum sviðum

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var eðlilega mjög ósáttur eftir 3-0 tap sinna manna gegn Liverpool á heimavelli. Arteta segir að hann taki ábyrgð á tapinu.

Inter með átta stiga forskot á toppnum

Bologna tók á móti Inter í Serie A á Ítalíu í kvöld. Inter er í harðri baráttu um titilinn og því kom ekkert annað til greina en sigur. Loktölur 0-1 þar sem Romelu Lukaku skoraði eina mark leiksins.

Viggó skoraði fjögur en það dugði ekki til

Viggó Kristjánsson og félagar í Stuttgart heimsóttu Kiel í þýska handboltanum í kvöld. Viggó skoraði fjögur mörk fyrir gestina, en það dugði ekki til og Kiel landaði fimm marka sigri, 33-28.

Albert skoraði sigurmark AZ Alkmaar

Albert Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar unnu í dag góðan 1-0 sigur gegn Willem II. Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar og hann skoraði eina mark leiksins.

Aron Einar lagði upp í tapi Al Arabi

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Al Arabi fengu Al Duhail í heimsókn í dag. Aron Einar var í byrjunarliðinu á miðjunni hjá Al Arabi, en þurfti að sætta sig við 2-3 tap. Aron Einar lagði upp seinna mark heimamanna.

Bayern jók forskotið á toppnum

RB Leipzig og Bayern Munich áttust við í toppslag þýsku deildarinnar í dag. Liðin í fyrsta og öðru sæti deildarinnar og Leipzig hefði getað saxað á forskot Bayern. Það voru þó þýsku meistararnir sem kláruðu mikilvægan 1-0 útisigur.

Ronaldo bjargaði stigi fyrir Juventus

Juventus heimsótti nágranna sína í Torino í ítalska boltanum í dag, en Torino hafði fyrir leikinn einungis unnið eina af seinustu 29 viðureignum liðanna. Juventus á enn smá von á að verja titilinn, en 2-2 jafntefli gegn Torino sem situr í 17. sæti setur strik í reikninginn.

Tvö rauð spjöld og PSG missti toppsætið

Lille vann í dag góðan útisigur gegn Paris Saint-Germain í toppslag frönsku úrvalsdeildarinnar. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn, en PSG með betri markatölu. Lille gerði sér lítið fyrir og vann 1-0, og hrifsaði þar með toppsætið af frönsku risunum.

Atalanta og Napoli með mikil­væga sigra

Það var mikil spenna í leikjum dagsins sem nú eru búnir í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Atalanta og Napoli unnu bæði mikilvæga sigra í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Enn tapar Le Havre

Íslendingalið Le Havre tapaði enn einum leiknum í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og fátt virðist geta komið í veg fyrir að liðið falli úr efstu deild. Í dag tapaði liðið 2-0 á heimavelli fyrir Dijon.

Verratti kominn með Co­vid í annað sinn

Það á ekki af Marco Veratti, miðjumanni Paris Saint-Germain, að ganga en hann greindist með Covid-19 í annað sinn er leikmannahópur PSG var skimaður í gær.

AC Milan tapaði ó­vænt stigum á heima­velli

Sampdoria heimsótti AC Milan í fyrsta leik Seria A-deildarinnar á Ítalíu í fyrsta leik eftir landsleikjahlé. Gestirnir voru hársbreidd frá því að vinna óvæntan 1-0 útisigur en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Inter gæti þurft að selja Luka­ku vegna bágrar fjár­hags­stöðu

Inter Milan virðist loks vera búið að stöðva einokun Juventus á ítalska meistaratitlinum. Fátt virðist geta stöðvað liðið sem trónir nú á toppi Serie A-deildarinnar en slæm fjárhagsstaða liðsins gæti þýtt að bestu menn þess séu til sölu í sumar.

Durant sektaður vegna einka­skila­boða á Twitter

Kevin Durant, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, var sektaður um 50 þúsund dollara í gær, föstudag, fyrir að urða yfir leikarann Michael Rapaport í einkaskilaboðum á Twitter.

Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár

Vorveiði við austurbakka Hólsár hefur ekki verið mikið stunduð en nú hefur nýr leigutaki tekið við svæðinu og það stendur til að koma fleirum að á þessu magnaða svæði.

Sögu­legur sigur Tor­onto Raptors

Toronto Raptors vann í nótt sinn stærsta sigur frá upphafi í NBA-deildinni í körfubolta. Liðið lagði Golden State Warriors með 53 stiga mun hvorki meira né minna, lokatölur 130-77. Golden State hefur nú tapað sjö af síðustu átta leikjum sínum.

Flott opnun í Leirá

Veiðisumarið 2021 hófst 1. apríl og eru fréttir farnar að berast af veiðisvæðum víða um land en mest er veitt af sjóbirting þessa fyrstu daga.

„Beautiful“ þegar stjörnur liðsins eru dug­legustu mennirnir

Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sætum deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í fimmta og sjötta sæti.

Dagskráin í dag: Tryggvi, Ronaldo og Zlatan

Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag en deildirnar í Evrópu fara aftur að rúlla eftir landsleikina sem fóru fram í þessari viku og þeirri síðustu.

Sjá næstu 50 fréttir