„Beautiful“ þegar stjörnur liðsins eru duglegustu mennirnir Anton Ingi Leifsson skrifar 3. apríl 2021 08:00 Ivan í leik gegn ÍR fyrr í vetur. Leik sem Þórsarar töpuðu naumlega en þeir hafa komið öllum í opna skjöldu með frábæru gengi sínu. vísir/vilhelm Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sætum deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í fimmta og sjötta sæti. Liðin í sjötta sæti Domino´s deildarinnar, Þór, er lið sem flestir héldu að yrði að berjast mun neðar í töflunni en eru þess í stað í baráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppni. Einn þeirra sem hefur farið á kostum er Ivan Aurrecoechea Alcolado. „Ivan er búinn að vera sturlað góður. Það sem hann er að gefa til liðsins, burt séð frá tölunum, hvað varðar vinnusemi og dugnað. Þetta er þvílíkur gullmoli. Hann er einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Hann er svo ofboðslega duglegur og svoleiðis leikmenn eru gulls ígildi í okkar deild. Þegar að það blandast við einhverjir smá hæfileikar líka þá ertu kominn með frábæran leikmann. Hann er mikið í leiknum, hleypur fram og til baka og ég veit ekki hversu oft í vetur að hann sé kominn með tvöfalda tvennu í hálfleik,“ bætti Teitur Örlygsson við. Bjarki Ármann Oddsson tók við Þórsliðinu í byrjun tímabilsins og Teitur segir að orka Bjarka skili sér út í liðið. „Þetta skiptir Bjarka miklu máli og þetta smitast út í leikmenn. Hann er með þessa karakter í Ivan og Basil. Ég hef oft sagt það að þegar bestu leikmennirnir berjast mest þá er það draumur fyrir þjálfara. Því aðrir leikmenn líta út eins og bjánar á vellinum ef þú fylgir ekki með og þá finnurðu það strax.“ „Það er „beautiful“ þegar stjörnur liðsins eru duglegustu leikmennirnir,“ sagði Benedikt. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Þór Ak. og Grindavík Grindavík er í fimmta sæti deildarinnar og þetta sagði Teitur um Grindavík: „Þeir fóru algjörlega „under the radar“ með hálf lamað í byrjun og ég held að þeir hafa verið heppnir hvernig leikirnir röðuðust. Þeir unnu fullt af sigrum og unnu fjóra fyrstu leikina.“ „Þeir eru dálítið búnir að lifa á því en svo erum við búnir að sjá tvær hliðar á Grindavík. Sú versta var í fyrsta leikhluta í síðasta leik en svo hafa þeir líka leikið virkilega vel. Mér finnst þetta frábært að vera í fimmta sæti í þessari deild.“ Benedikt veit ekki hvort að þeir séu hins vegar fimmta besta lið deildarinnar, þrátt fyrir töfluna, sem er sögð aldrei ljúga. „Þetta er frábær árangur hjá þeim en eru þeir fimmta besta liðið? Ég veit það ekki. Ég held ekki.“ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Grindavík Þór Akureyri Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Liðin í sjötta sæti Domino´s deildarinnar, Þór, er lið sem flestir héldu að yrði að berjast mun neðar í töflunni en eru þess í stað í baráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppni. Einn þeirra sem hefur farið á kostum er Ivan Aurrecoechea Alcolado. „Ivan er búinn að vera sturlað góður. Það sem hann er að gefa til liðsins, burt séð frá tölunum, hvað varðar vinnusemi og dugnað. Þetta er þvílíkur gullmoli. Hann er einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Hann er svo ofboðslega duglegur og svoleiðis leikmenn eru gulls ígildi í okkar deild. Þegar að það blandast við einhverjir smá hæfileikar líka þá ertu kominn með frábæran leikmann. Hann er mikið í leiknum, hleypur fram og til baka og ég veit ekki hversu oft í vetur að hann sé kominn með tvöfalda tvennu í hálfleik,“ bætti Teitur Örlygsson við. Bjarki Ármann Oddsson tók við Þórsliðinu í byrjun tímabilsins og Teitur segir að orka Bjarka skili sér út í liðið. „Þetta skiptir Bjarka miklu máli og þetta smitast út í leikmenn. Hann er með þessa karakter í Ivan og Basil. Ég hef oft sagt það að þegar bestu leikmennirnir berjast mest þá er það draumur fyrir þjálfara. Því aðrir leikmenn líta út eins og bjánar á vellinum ef þú fylgir ekki með og þá finnurðu það strax.“ „Það er „beautiful“ þegar stjörnur liðsins eru duglegustu leikmennirnir,“ sagði Benedikt. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Þór Ak. og Grindavík Grindavík er í fimmta sæti deildarinnar og þetta sagði Teitur um Grindavík: „Þeir fóru algjörlega „under the radar“ með hálf lamað í byrjun og ég held að þeir hafa verið heppnir hvernig leikirnir röðuðust. Þeir unnu fullt af sigrum og unnu fjóra fyrstu leikina.“ „Þeir eru dálítið búnir að lifa á því en svo erum við búnir að sjá tvær hliðar á Grindavík. Sú versta var í fyrsta leikhluta í síðasta leik en svo hafa þeir líka leikið virkilega vel. Mér finnst þetta frábært að vera í fimmta sæti í þessari deild.“ Benedikt veit ekki hvort að þeir séu hins vegar fimmta besta lið deildarinnar, þrátt fyrir töfluna, sem er sögð aldrei ljúga. „Þetta er frábær árangur hjá þeim en eru þeir fimmta besta liðið? Ég veit það ekki. Ég held ekki.“ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Grindavík Þór Akureyri Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn