Fleiri fréttir

„Mark­miðið mitt er að vinna titla“

Bruno Fernandes skoraði tvívegis er Manchester United vann 4-0 sigur á Real Sociedad í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Hann segir að sitt eina markmið með félaginu sé að vinna titla.

Man United í góðum málum eftir fyrri leikinn

Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær í Manchester United eru í góðum málum eftir fyrri leik liðsins gegn Real Sociedad í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Unnu þeir leikinn 4-0 og eru því í kjörstöðu fyrir síðari leik liðanna sem fram fer á Old Trafford eftir viku.

Ljónin ó­sigruð í Evrópu

Rhein-Neckar Löwen hefur ekki enn tapað leik í Evrópudeildinni í handbolta. Liðið vann Trimo Trebnje frá Slóveníu í kvöld, lokatölur 31-28.

Átta ofurglímur í beinni annað kvöld

Á morgun, 19. febrúar, verður Collab glíman haldin í Mjölni. Um er að ræða átta skemmtilegar ofurglímur sem sýndar verða í beinni útsendingu á YouTube og á Vísi.

Heimir með kórónuveiruna

Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, hefur greinst með kórónuveiruna.

Vall kominn í Val

Knattspyrnudeild Vals staðfesti í dag að félagið hefði samið við Svíann Johannes Vall um að spila með liðinu. Vall er 28 ára gamall, örvfættur varnarmaður sem síðast lék í næstefstu deild Svíþjóðar með Ljungskile.

Fá táningarnir tveir að spila fyrir Man. Utd í kvöld?

Ole Gunnar Solskjær hefur gefið í skyn að tveir táningar gætu þreytt frumraun sína fyrir Manchester United í dag þegar liðið mætir Adnan Januzaj og félögum í Real Sociedad, í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Geta komið sér á næsta stig í Kósovó í dag

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta má ekki misstíga sig illa í leikjunum við Slóvakíu í dag og við Lúxemborg á laugardag. Annars tekur við lengra frí en menn kæra sig um.

Hitti ekkert fyrr en allt var undir

Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors unnu silfurlið síðasta tímabils, 120-112, eftir framlengdan leik í NBA-deildinni í nótt.

Khabib skoraði á Dana í beinni frá Camp Nou

Þrátt fyrir að halda með erkifjendum Barcelona í Real Madrid þá hefur UFC-bardagakappinn skorað á forseta UFC, Dana White, að fá að berjast fyrir framan hundrað þúsund manns á Nou Camp, heimavelli Börsunga.

Fyrsta skipti í fjórtán ár hjá Ancelotti

Everton hefur tapað þremur heimaleikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist síðan 2016 en liðið tapaði í kvöld 3-1 fyrir Manchester City.

Tólfti deildar­sigur City í röð kom á Goodi­son

Það er fátt sem virðist ætla að stöðva Manchester City í átt að enska meistaratitlinum í ár. Liðið van sitt tólfta deildarsigur í röð í kvöld er þeir unnu 3-1 sigur á Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Everton.

Magnaður Håland sá um Sevilla

Erling Braut Håland heldur áfram að fara á kostum í Meistaradeild Evrópu. Hann skoraði tvö af mörkum Dortmund sem vann 3-2 sigur á Sevilla á útivelli í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir