Hildur Björg og Daniela Wallen báðar með stórleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2021 16:01 Hildur Björg Kjartansdóttir var í stuði á móti Fjölni í gær og sést hér skora eina af körfum sínum í leiknum. Vísir/Elín Keflavík, Valur, Haukar og Skallagrímur fögnuðu öll sigri í leikjum sínum í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gær en Gaupi fór yfir leiki gærkvöldsins. Keflavíkurkonur hafa unnið alla sjö leiki sína á tímabilinu og hafa tveggja stiga forskot á næstu þrjú lið sem eru Valur, Haukar og Fjölnir. Valur og Haukar komust upp fyrir Fjölni með sigri sínum í gær. Guðjón Guðmundsson útbjó samantekt með leikjum gærkvöldsins sem sjá má hér fyrir neðan. Hildur Björg Kjartansdóttir átti frábæran leik þegar Íslandsmeistarar Vals unnu öruggan sautján stiga sigur á nýliðum Fjölnis, 74-57. Valskonur enduðu þar með þriggja leikja sigurgöngu Grafarvogsliðsins. Hildur Björg var með 28 stig og 13 fráköst í leiknum en hún hitti úr 69 prósent skota sinna. Kiana Johnson og Helena Sverrisdóttir voru báðar með tvennur, Kiana með 14 stig og 10 stoðsendingar en Helena með 10 stig og 12 fráköst. Valsliðið náði þar með að bæta fyrir tapið á móti Fjölni í haust og ná um leið betri stöðu í innbyrðis leikjum liðanna. Ariel Hearn var með 27 stig og 12 fráköst fyrir Fjölni. Klippa: 10. umferð Domino´s deildar kvenna Daniela Wallen og félagar í Keflavíkurliðinu eru áfram ósigraðar eftir 91-79 sigur Keflavíkurliðsins í Stykkishólmi. Wallen var með 37 stig, 17 fráköst og 7 stolna bolta í leiknum en Katla Rún Garðarsdóttir bætti við 16 stigum og Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 14 stig. Fimm leikmenn Keflavíkurliðsins voru með tvo þrista eða fleiri í leiknum þar á meðal systurnar Anna Ingunn og Agnes Marís Svansdætur. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 17 stig og Eva Margrét Kristjánsdóttir var með 14 stig þegar Haukar unnu tíu stiga sigur á Breiðabliki í Smáranum, 70-60. Bríet Sif Hinriksdóttir (10 stig) og Lovísa Björt Henningsdóttir (10 stig) skoruðu einnig yfir tíu stig en hin bandaríska Alyesha Lovett var með 8 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Blikar léku án bandaríska leikmannsins síns Jessicu Kay Loera í leiknum sem er meidd á ökkla en Birgit Ósk Snorradóttir var stigahæst með fimmtán stig. Sanja Orozovic var með 18 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar þegar Skallagrímur vann 67-53 sigur á KR. KR-konur hafa tapað öllum leikjum sínum á leiktíðinni. Nikita Telesford var með 16 stig fyrir Skallagrím og Embla Kristínardóttir skoraði tólf stig. Það má finna samantekt Gaupa um leiki gærkvöldsins hér fyrir ofan. Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Valur Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Sjá meira
Keflavíkurkonur hafa unnið alla sjö leiki sína á tímabilinu og hafa tveggja stiga forskot á næstu þrjú lið sem eru Valur, Haukar og Fjölnir. Valur og Haukar komust upp fyrir Fjölni með sigri sínum í gær. Guðjón Guðmundsson útbjó samantekt með leikjum gærkvöldsins sem sjá má hér fyrir neðan. Hildur Björg Kjartansdóttir átti frábæran leik þegar Íslandsmeistarar Vals unnu öruggan sautján stiga sigur á nýliðum Fjölnis, 74-57. Valskonur enduðu þar með þriggja leikja sigurgöngu Grafarvogsliðsins. Hildur Björg var með 28 stig og 13 fráköst í leiknum en hún hitti úr 69 prósent skota sinna. Kiana Johnson og Helena Sverrisdóttir voru báðar með tvennur, Kiana með 14 stig og 10 stoðsendingar en Helena með 10 stig og 12 fráköst. Valsliðið náði þar með að bæta fyrir tapið á móti Fjölni í haust og ná um leið betri stöðu í innbyrðis leikjum liðanna. Ariel Hearn var með 27 stig og 12 fráköst fyrir Fjölni. Klippa: 10. umferð Domino´s deildar kvenna Daniela Wallen og félagar í Keflavíkurliðinu eru áfram ósigraðar eftir 91-79 sigur Keflavíkurliðsins í Stykkishólmi. Wallen var með 37 stig, 17 fráköst og 7 stolna bolta í leiknum en Katla Rún Garðarsdóttir bætti við 16 stigum og Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 14 stig. Fimm leikmenn Keflavíkurliðsins voru með tvo þrista eða fleiri í leiknum þar á meðal systurnar Anna Ingunn og Agnes Marís Svansdætur. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 17 stig og Eva Margrét Kristjánsdóttir var með 14 stig þegar Haukar unnu tíu stiga sigur á Breiðabliki í Smáranum, 70-60. Bríet Sif Hinriksdóttir (10 stig) og Lovísa Björt Henningsdóttir (10 stig) skoruðu einnig yfir tíu stig en hin bandaríska Alyesha Lovett var með 8 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Blikar léku án bandaríska leikmannsins síns Jessicu Kay Loera í leiknum sem er meidd á ökkla en Birgit Ósk Snorradóttir var stigahæst með fimmtán stig. Sanja Orozovic var með 18 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar þegar Skallagrímur vann 67-53 sigur á KR. KR-konur hafa tapað öllum leikjum sínum á leiktíðinni. Nikita Telesford var með 16 stig fyrir Skallagrím og Embla Kristínardóttir skoraði tólf stig. Það má finna samantekt Gaupa um leiki gærkvöldsins hér fyrir ofan.
Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Valur Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Sjá meira