Hildur Björg og Daniela Wallen báðar með stórleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2021 16:01 Hildur Björg Kjartansdóttir var í stuði á móti Fjölni í gær og sést hér skora eina af körfum sínum í leiknum. Vísir/Elín Keflavík, Valur, Haukar og Skallagrímur fögnuðu öll sigri í leikjum sínum í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gær en Gaupi fór yfir leiki gærkvöldsins. Keflavíkurkonur hafa unnið alla sjö leiki sína á tímabilinu og hafa tveggja stiga forskot á næstu þrjú lið sem eru Valur, Haukar og Fjölnir. Valur og Haukar komust upp fyrir Fjölni með sigri sínum í gær. Guðjón Guðmundsson útbjó samantekt með leikjum gærkvöldsins sem sjá má hér fyrir neðan. Hildur Björg Kjartansdóttir átti frábæran leik þegar Íslandsmeistarar Vals unnu öruggan sautján stiga sigur á nýliðum Fjölnis, 74-57. Valskonur enduðu þar með þriggja leikja sigurgöngu Grafarvogsliðsins. Hildur Björg var með 28 stig og 13 fráköst í leiknum en hún hitti úr 69 prósent skota sinna. Kiana Johnson og Helena Sverrisdóttir voru báðar með tvennur, Kiana með 14 stig og 10 stoðsendingar en Helena með 10 stig og 12 fráköst. Valsliðið náði þar með að bæta fyrir tapið á móti Fjölni í haust og ná um leið betri stöðu í innbyrðis leikjum liðanna. Ariel Hearn var með 27 stig og 12 fráköst fyrir Fjölni. Klippa: 10. umferð Domino´s deildar kvenna Daniela Wallen og félagar í Keflavíkurliðinu eru áfram ósigraðar eftir 91-79 sigur Keflavíkurliðsins í Stykkishólmi. Wallen var með 37 stig, 17 fráköst og 7 stolna bolta í leiknum en Katla Rún Garðarsdóttir bætti við 16 stigum og Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 14 stig. Fimm leikmenn Keflavíkurliðsins voru með tvo þrista eða fleiri í leiknum þar á meðal systurnar Anna Ingunn og Agnes Marís Svansdætur. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 17 stig og Eva Margrét Kristjánsdóttir var með 14 stig þegar Haukar unnu tíu stiga sigur á Breiðabliki í Smáranum, 70-60. Bríet Sif Hinriksdóttir (10 stig) og Lovísa Björt Henningsdóttir (10 stig) skoruðu einnig yfir tíu stig en hin bandaríska Alyesha Lovett var með 8 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Blikar léku án bandaríska leikmannsins síns Jessicu Kay Loera í leiknum sem er meidd á ökkla en Birgit Ósk Snorradóttir var stigahæst með fimmtán stig. Sanja Orozovic var með 18 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar þegar Skallagrímur vann 67-53 sigur á KR. KR-konur hafa tapað öllum leikjum sínum á leiktíðinni. Nikita Telesford var með 16 stig fyrir Skallagrím og Embla Kristínardóttir skoraði tólf stig. Það má finna samantekt Gaupa um leiki gærkvöldsins hér fyrir ofan. Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Valur Mest lesið Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Keflavíkurkonur hafa unnið alla sjö leiki sína á tímabilinu og hafa tveggja stiga forskot á næstu þrjú lið sem eru Valur, Haukar og Fjölnir. Valur og Haukar komust upp fyrir Fjölni með sigri sínum í gær. Guðjón Guðmundsson útbjó samantekt með leikjum gærkvöldsins sem sjá má hér fyrir neðan. Hildur Björg Kjartansdóttir átti frábæran leik þegar Íslandsmeistarar Vals unnu öruggan sautján stiga sigur á nýliðum Fjölnis, 74-57. Valskonur enduðu þar með þriggja leikja sigurgöngu Grafarvogsliðsins. Hildur Björg var með 28 stig og 13 fráköst í leiknum en hún hitti úr 69 prósent skota sinna. Kiana Johnson og Helena Sverrisdóttir voru báðar með tvennur, Kiana með 14 stig og 10 stoðsendingar en Helena með 10 stig og 12 fráköst. Valsliðið náði þar með að bæta fyrir tapið á móti Fjölni í haust og ná um leið betri stöðu í innbyrðis leikjum liðanna. Ariel Hearn var með 27 stig og 12 fráköst fyrir Fjölni. Klippa: 10. umferð Domino´s deildar kvenna Daniela Wallen og félagar í Keflavíkurliðinu eru áfram ósigraðar eftir 91-79 sigur Keflavíkurliðsins í Stykkishólmi. Wallen var með 37 stig, 17 fráköst og 7 stolna bolta í leiknum en Katla Rún Garðarsdóttir bætti við 16 stigum og Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 14 stig. Fimm leikmenn Keflavíkurliðsins voru með tvo þrista eða fleiri í leiknum þar á meðal systurnar Anna Ingunn og Agnes Marís Svansdætur. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 17 stig og Eva Margrét Kristjánsdóttir var með 14 stig þegar Haukar unnu tíu stiga sigur á Breiðabliki í Smáranum, 70-60. Bríet Sif Hinriksdóttir (10 stig) og Lovísa Björt Henningsdóttir (10 stig) skoruðu einnig yfir tíu stig en hin bandaríska Alyesha Lovett var með 8 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Blikar léku án bandaríska leikmannsins síns Jessicu Kay Loera í leiknum sem er meidd á ökkla en Birgit Ósk Snorradóttir var stigahæst með fimmtán stig. Sanja Orozovic var með 18 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar þegar Skallagrímur vann 67-53 sigur á KR. KR-konur hafa tapað öllum leikjum sínum á leiktíðinni. Nikita Telesford var með 16 stig fyrir Skallagrím og Embla Kristínardóttir skoraði tólf stig. Það má finna samantekt Gaupa um leiki gærkvöldsins hér fyrir ofan.
Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Valur Mest lesið Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira