Handbolti

Öruggt hjá Ís­lendinga­liðunum í Meistara­deildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm mörk í öruggum sigri Kielce í kvöld.
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm mörk í öruggum sigri Kielce í kvöld. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat

Íslendingalið Álaborgar og Vive Kielce unnu örugga sigra í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld.

Álaborg lagði Zagreb á heimavelli með níu marka mun, lokatölur 38-29. Þá vann Kielce góðan tíu marka heimasigur á Elverum frá Noregi, lokatölur 39-29. 

Álaborg er með tólf stig að loknum 11 leikjum í B-riðli. Fimm stigum minna en Veszprém sem er í öðru sætinu og tólf stigum á eftir Barcelona sem er á toppnum með fullt hús stiga. Arnór Atlason er sem fyrr aðstoðarþjálfari Álaborgar.

Sigvaldi Björn Guðjónsson átti mjög góðan leik í liði Kielce í kvöld en hann skoraði alls fimm mörk í leiknum. Aðeins tveir leikmenn liðsins skoruðu fleiri mörk en Sigvaldi Björn í kvöld. Arkadiusz Moryto skoraði sex mörk og Artsem Karalek gerði sjö.

Kielce er nú með tveggja stiga forystu á Flensburg á toppi A-riðils Meistaradeildarinnar. Kielce með 17 stig að loknum 11 leikjum en Flensburg með 15 stig eftir að hafa leikið níu leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×