Körfubolti

Nat-vélin spilar sinn fimmtugasta landsleik í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnar Ágúst Nathanaelsson í leik með íslenska körfuboltalandsliðinu á móti Dönum.
Ragnar Ágúst Nathanaelsson í leik með íslenska körfuboltalandsliðinu á móti Dönum. Vísir/Daníel

Miðherjinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson er í leikmannahóp íslenska körfuboltalandsliðsins á móti Slóvakíu í dag og þetta verður tímamótadagur á hans landsliðsferli.

Íslenska körfuboltalandsliðið spilar í dag fyrri leik sinn í febrúarglugganum í forkeppninni að undankeppni HM2023. Leikið er í Pristhina í Kosovó þar sem liðin fjögur í riðlinum, Ísland, Slóvakía, Kosovó og Lúxemborg eru öll saman komin og leika tvo leiki hvert gegn hvert öðru. Á laugardaginn leika strákarnir okkar lokaleikinn sinn gegn Lúxemborg.

Ísland er sem stendur efst í riðlinum en einn sigur myndi gulltryggja sæti í annarri umferð sem fram fer fram í ágúst.

Craig Pedersen hefur valið þá tólf leikmenn sem leika í dag gegn Slóvakíu en Ísland er með þrettán leikmenn til taks í Kosovó.

Ragnar Ágúst Nathanaelsson verður í leikmannahópnum en Hjálmar Stefánsson mun hvíla í dag. Þetta verður tímamótadagur fyrir Nat-vélina sem er á sínu áttunda ári sem landsliðsmaður.

Ragnar leikur sinn fimmtugasta landsleik í dag gegn Slóvakíu en hann er næstleikjahæsti leikmaður íslenska liðsins á eftir fyrirliðanum Herði Axeli Vilhjálmssyni.

Ragnar lék sinn fyrsta landsleik á móti San Marínó á Smáþjóðaleikum 28. maí 2013. Hann hefur leikið alla leiki íslenska liðsins í riðlinum til þessa.

Liðsskipan Íslands á móti Slóvakíu í kvöld:

  • Elvar Már Friðriksson · BC Siauliai, Litháen (48 landsleikir)
  • Gunnar Ólafsson · Stjarnan (22)
  • Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (86)
  • Jón Axel Guðmundsson · Fraport Skyliners, Þýskalandi (13)
  • Kári Jónsson · Girona Basket, Spánn (14)
  • Kristinn Pálsson · Grindavík (15)
  • Ólafur Ólafsson · Grindavík (38)
  • Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Haukar (49)
  • Sigtryggur Arnar Björnsson · Real Canoe, Spánn (12)
  • Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn (Nýliði)
  • Tómas Hilmarsson · Stjarnan (8)
  • Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (41)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×