Fleiri fréttir

Dagskráin í dag: Stórleikur á Old Trafford, undanúrslit í NFL-deildinni og fjöldi leikja hér heima
Það er nóg um að vera í dag. Stórveldaslagur í enska FA-bikarnum, undanúrslit NFL-deildarinnar ásamt fjöldi leikja í hand- og körfubolta. Alls eru 16 beinar útsendingar á dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag.

Segir skrokkinn í góðum málum og leikina gegn Njarðvík alltaf með þeim erfiðari
Dominykas Milka fór mikinn er Keflavík vann nágranna sína í Njarðvík í Dominos-deild karla í körfubolta á föstudagskvöld, lokatölur 90-77. Milka skoraði 32 stig og tók 17 fráköst. Hann var því eðlilega kampakátur er hann ræddi við Dominos Körfuboltakvöld að leik loknum.

Newcastle sogast nær fallsætunum eftir tap á Villa Park
Aston Villa vann 2-0 sigur á Newcastle United í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Hazard og Benzema frábærir í auðveldum sigri Real
Eden Hazard og Karim Benzema áttu góðan leik er Spánarmeistarar Real Madrid unnu góðan 4-1 útisigur á Alavés í spænsku úrvalsdeildinni. Real er nú fjórum stigum á eftir nágrönnum sínum í Atlético sem tróna á toppi deildarinnar. Atlético á þó leik til góða.

Tryggvi spilaði vel í stórsigri | Elvar og Jón Axel áttu góða leiki þrátt fyrir töp
Þrír íslenskir landsliðsmenn í körfubolta voru í eldlínunni í dag. Tryggvi Snær Hlinason lék vel í sigri Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni. Elvar Már Friðriksson skoraði 16 stig og Jón Axel Guðmundsson gerði 15 stig en báðir máttu þola tap.

Danir bókuðu sæti í 8-liða úrslitum og Þýskaland vann Brasilíu
Tveir íslenskir þjálfarar voru í eldlínunni í síðustu tveimur leikjum dagsins á HM í handbolta. Dagur Sigurðsson horfði á Dani tryggja sér sæti í átta liða úrslitum mótsins á meðan Alfreð Gíslason stýrði Þjóðverjum til sigurs.

Sagði upp í beinni útsendingu
Lino Cervar, þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta, sagði af sér í beinni útsendingu eftir óvænt fjögurra marka tap gegn Argentínu í dag.

Keflavík með fullt hús stiga eftir sigur á Val
Keflavík vann fjögurra stiga sigur á Val í Dominos-deild kvenna í kvöld, 87-83. Keflavík er á toppi deildarinnar með fimm sigra í fimm leikjum.

Man City áfram eftir torsóttan sigur á Celtenham Town
Manchester City vann 3-1 sigur á Cheltenham Town í enska FA-bikarnum í síðasta leik dagsins. Öll mörk City komu á síðustu níu mínútum leiksins.

Góður síðari hálfleikur tryggði Haukum sigur
Haukar unnu HK með sex marka mun í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Lokatölur að Ásvöllum 27-21.

Atalanta skellti toppliði Milan, markalaust hjá Inter og Roma vann í markaleik
Þremur leikjum er lokið í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. AC Milan tapaði 0-3 á heimavelli fyrir Atalanta, Inter gerði markalaust jafntefli við Udinese á útivelli og Roma vann 4-3 sigur á Spezia.

Ungverjaland og Spánn komin í átta lið úrslit | Argentína í góðum málum
Ungverjaland og Spánn unnu góða sigra í milliriðli eitt á HM í handbolta nú rétt í þessu. Eru bæði lið komin áfram í 8-liða úrslit. Argentína er í góðum málum í milliriðli tvö eftir fjögurra marka sigur á Króatíu.

Enn tapar KR, ótrúleg endurkoma Fjölnis og Snæfell lagði Breiðablik
Þremur leikjum í Dominos-deild kvenna í körfubolta er nú lokið. Ekkert gengur hjá KR sem hefur tapað sex leikjum í röð. Fjölnir lagði bikarmeistara Skallagríms í Borgarnesi og Snæfell vann mikilvægan sigur á heimavelli gegn Breiðabliki

Valur og Víkingur með stórsigra
Pepsi Max-deildarlið Vals og Víkings unnu stórsigra á Reykjavíkurmótinu í dag. Valur vann 5-0 sigur á Þrótti Reykjavík á meðan Víkingur vann 6-2 sigur á ÍR.

Elías Már áfram á skotskónum
Elías Már Ómarsson skoraði eitt af þremur mörkum Excelsior í 1-3 útisigri liðsins á Top Oss í hollensku B-deildinni.

Stórsigur hjá lærisveinum Gerrard og Rooney með mikilvægan sigur
Tveir af dáðustu sonum enskrar knattspyrnu – Steven Gerrard og Wayne Rooney – stýrðu liðum sínum til sigurs í dag. Rangers lagði Ross County 5-0 í Skotlandi og Derby County vann QPR 0-1 á útivelli.

Enski bikarinn: Öll úrvalsdeildarliðin áfram
Sex leikjum er lokið í ensku bikarkeppninni á Englandi.

Stjarnan og Fram með sigra
Tveimur leikjum er lokið í Olís-deild kvenna í dag.

Markalaust hjá Berglindi, Önnu og Andreu
Le Havre gerði markalaust jafntefli við Issy í efstu deild kvenna í Frakklandi.

Breiðablik valtaði yfir Keflavík
Þremur leikjum er lokið í Fótbolti.net mótinu í fótbolta í dag. Breiðablik, FH og HK unnu stórsigra

Bikarmeistararnir dottnir úr leik
Southampton og ríkjandi bikarmeistarar Arsenal mættust í fyrsta leik dagsins í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta.

Handboltalandsliðið í lögreglufylgd
Íslenska handboltalandsliðið fór í dag að skoða pýramídana í Egyptalandi.

Barcelona hefur áhuga á Aguero og Alaba
Spænska stórveldið Barcelona hefur áhuga á að semja við Sergio Aguero og David Alaba sem verða báðir samningslausir í sumar.

Wolves fær Willian Jose á láni
Wolves er sagt hafa gengið frá því að fá sóknarmanninn Willian Jose á láni frá Real Sociedad út tímabilið.

Meistararnir ríða á vaðið um mikla bikarhelgi
Þó að risaleikur Manchester United og Liverpool á morgun standi upp úr er fullt af öðrum athyglisverðum leikjum í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta nú um helgina.

NBA: Brooklyn tapaði fyrir Cleveland annan leikinn í röð | Denver vann í framlengingu
Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í nótt, alls voru spilaðir ellefu leikir.

„Lið eru að undirbúa sig undir færslu kvennaboltans nær karla umhverfinu“
Mikil eftirspurn er eftir ungum íslenskum landsliðskonum í knattspyrnu þessa dagana og fjöldi þeirra haldið í atvinnumennsku nýverið. Daði Rafnsson, yfirmaður knattspyrnuþróunar hjá HK, segir atvinnumennsku kvenna vera að breytast og færast nær því sem þekksit karla megin.

Sjö leikmenn eftir í leikmannahópi Liverpool síðan liðið tapaði síðast deildarleik á Anfield
Tapleikur Liverpool gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni á fimmtudaginn var fyrsti tapleikur Englandsmeistaranna á Anfield – heimavelli sínum – frá því liðið tapaði 2-1 gegn Crystal Palace þann 23. apríl 2017. Alls lék liðið 69 leiki án taps á Anfield.

Dagskráin í dag: Kevin Durant, Zlatan, Olís og Dominos-deildir kvenna og FA-ikarinn
Við sýnum beint frá Evrópumótaröðinni og PGA-mótaröðinni í golfi, enska FA-bikarnum, ítölsku og spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, Olís-deild kvenna í handbolta, Dominos-deild kvenna sem og NBA-deildinni í körfubolta.

Valur og Fylkir unnu slagina um borgina
Tveir leikir fóru fram í Reykjavíkurmóti kvenna í knattspyrnu í kvöld. Valur vann 6-1 sigur á nágrönnum sínum í KR á meðan Fylkir vann Þrótt Reykjavík 3-0.

Hörður Axel: Það skiptir öllu máli í Reykjanesbæ að vinna þessa leiki
Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði Keflavíkur átti fínan leik í kvöld þegar Keflvíkingar unnu baráttuna um Reykjanesbæ gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni er liðin mættust í Dominos-deildinni, lokatölur 77-90.

Varnarmaður sem Chelsea hafði ekki not fyrir farinn á láni til toppliðs Ítalíu
Oluwafikayomi Oluwadamilola - eða einfaldlega Fikayo - Tomori er genginn í raðir AC Milan á láni frá Chelsea út tímabilið. Að láninu loknu getur Mílanó-liðið fest kaup á varnarmanninum fyrir 25 milljónir punda.

Andrea Mist til liðs við Íslandsmeistara Breiðabliks
Andrea Mist Pálsdóttir mun leika með Íslandsmeisturum Breiðabliks næsta sumar. Kemur hún á láni frá FH.

Sjáðu markið sem tryggði Wolves sigur á utandeildarliði Chorley
Enska úrvalsdeildarliðið Wolves marði utandeildarlið Chorley í enska FA-bikarnum í kvöld. Chorley gerði sér lítið fyrir og vann B-deildarlið Derby County 2-0 í síðustu umferð.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 77-90 | Keflavík vann slaginn um Reykjanesbæ
Keflavík vann erkifjendur og nágranna sína í Njarðvík er liðin mættust í Ljónagryfjunni í kvöld. Lokatölur 90-77 sem þýðir að Keflavík er komið á topp Dominos-deildar karla.

Håland skoraði tvívegis er Dortmund tapaði gegn Gladbach
Borussia Dortmund tapaði 4-2 gegn Borussia Mönchengladbach í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Fyrir leikinn hafði Dortmund unnið ellefu leiki í röð gegn Gladbach. Þar með fer Gladbach upp fyrir Dortmund í töflunni en liðin eru nú í 4. og 5. sæti.

Öruggt hjá Norðmönnum á meðan Svíþjóð og Slóvenía gerðu jafntefli
Síðustu leikjum dagsins í milliriðlum á HM í handbolta er nú lokið. Norðmenn unnu 13 marka stórsigur á Alsír í milliriðli þrjú á sama tíma og Svíþjóð og Slóvenía gerðu jafntefli í milliriðli fjögur.

Ragnar Örn: Vinnur engan leik á hálfum hraða
Ragnar Örn Bragason var frábær í óvæntum 11 stiga sigri Þórs Þorlákshafnar á Stjörnunni er liðin mættust í Dominos-deild karla í kvöld að Ásgarði í Garðabæ, lokatölur 111-100.

Sara Björk lagði upp er Lyon fór tímabundið á toppinn
Sara Björk Gunnarsdóttir lagði upp eitt marka Lyon í 5-0 útisigri á Paris FC í dag. Sigurinn lyftir Lyon aftur upp í toppsæti frönsku úrvalsdeildarinnar en Paris Saint-Germain á leik til góða og getur því náð toppsætinu á nýjan leik.

„Mjög stoltur að KSÍ hafi leitað til mín“
Davíð Snorri Jónasson er nýr þjálfari U21 landslið Íslands í knattspyrnu. Hann er mjög spenntur fyrir komandi verkefni og stoltur af því að KSÍ hafi leitað til hans.

Guðmundur öskuillur í leikslok: „Niðrandi ummæli sem hafa farið illa í hópinn og mig“
Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari vandaði spekingum RÚV ekki kveðjurnar í viðtali eftir tapið nauma gegn Frökkum í milliriðli á HM í handbolta í dag. Guðmundur sagði gagnrýnina ekki faglega.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 100-111 | Þórsarar með óvæntan sigur í Garðabæ
Þór Þorlákshöfn vann óvæntan 11 stiga sigur á Stjörnunni í Garðabænum í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 100-111 í mögnuðum leik. Var þetta fyrsta tap Stjörnunnar á tímabilinu.

Umfjöllun: Ísland - Frakkland 26-28 | Naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum
Ísland varð að lokum að sætta sig við naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Frakka, 28-26. Þar með er vonin úti um að Ísland fari í 8-liða úrslit HM í handbolta í Egyptalandi.

Einkunnir á móti Frakklandi: Viggó bestur eftir stórbrotinn seinni hálfleik
Íslensku strákarnir voru klárir í slaginn á móti sterku liði Frakka sem hefur enn ekki tapað á heimsmeistaramótinu til þessa. Endaspretturinn var ekki alveg nógu góður en margir í íslenska liðinu voru að spila vel í kvöld.

„Þetta er grátlegt“
Ýmir Örn Gíslason og félagar í íslensku vörninni stóðu sig vel gegn Frökkum í kvöld og Ýmir segir einfaldlega grátlegt að frammistaða íslenska liðsins hafi ekki skilað sigri.