Handbolti

Stjarnan og Fram með sigra

Ísak Hallmundarson skrifar
Fram vann stórsigur á FH.
Fram vann stórsigur á FH. vísir/vilhelm

Tveimur leikjum er lokið í Olís-deild kvenna í dag.

Stjarnan vann góðan útisigur á ÍBV, 30-29, í spennandi leik. Eva Björk Davíðsdóttir skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna og var markahæst í leiknum. Elísabet Gunnarsdóttir skoraði sex mörk fyrir Stjörnuna og Sunna Jónsdóttir og Birna Berg Haraldsdóttir skoruðu sitthvor sex mörkin fyrir ÍBV.

Stjarnan er nú með sex stig í fjórða sæti en ÍBV með fimm stig í fimmta sæti.

Fram valtaði yfir FH. Lokatölur 41-20 í Safamýri. Lena Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir var marka­hæst Fram­ara með 12 mörk úr 12 skot­um, næstmarkahæst var Karólína Bæhrenz með ellefu mörk og Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði níu mörk. Emilía Ósk Steinarsdóttir skoraði níu mörk fyrir FH og Britney Cots átta mörk. 

Fram er í öðru sæti með átta stig en FH á botninum með núll stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.