Körfubolti

Ragnar Örn: Vinnur engan leik á hálfum hraða

Benedikt Grétarsson skrifar
Ragnar Örn Bragason var frábær í liði Þórs Þorlákshafnar í kvöld.
Ragnar Örn Bragason var frábær í liði Þórs Þorlákshafnar í kvöld. Vísir/eyþór

Ragnar Örn Bragason var frábær í óvæntum 11 stiga sigri Þórs Þorlákshafnar á Stjörnunni er liðin mættust í Dominos-deild karla í kvöld að Ásgarði í Garðabæ, lokatölur 111-100.

Ragnar Örn skoraði 20 stig í leiknum og var sérstaklega góður í síðari hálfleik.

„Við erum alltaf ánægðir með sigur, alveg sama á móti hverjum við spilum en það er sérstaklega gaman að ná úrslitum gegn svona sterku liði eins og Stjarnan er. Það er frábært að sækja tvö stig hingað eftir tvo frekar dapra leiki gegn Keflavík og Grindavík.“

Ragnar var sammála að 111 stig gegn góðu varnarliði eins og Stjörnunni væri virkilega jákvætt.

„Þeir eru með mjög góða varnarmenn í liðinu sínu en við náðum bara að keyra á þá. Við erum með nokkra góða „transition“-menn í liðinu eins og t.d. Styrmi sem bara óð yfir þá á kafla í seinni hálfleik.“

Ragnar segir það lykilatriði að halda uppi góðu tempói allan leikinn.

„Við vorum bara á bensíngjöfinni allan tímann í kvöld. Í hinum leikjunum vorum við á fullum krafti kannski helminginn af leikjunum og það er bara þannig í þessari deild að þú vinnur engan leik nema þú spilir vel allan leikinn. Það er bara stuð að mega spila körfubolta,“ sagði Ragnar brosandi að lokum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.