Fleiri fréttir

Skírði barnið ekki í höfuðið á Messi og Ronaldo en fáir trúa því
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eiga sér nýjan nafna en samt ekki ef þú spyrð föðurinn sjálfan sem spilar með þýska liðinu Bayer Leverkusen.

Katrín Tanja leitaði uppi innri frið í gær
Katrín Tanja Davíðsdóttir er að hlaða batteríin heima á Íslandi og hún leitaði uppi innri frið með góðum árangri í gær.

Ber sig vel eftir hálfa mínútu í skíðlogandi bíl
Romain Grosjean sat í hálfa mínútu í brennandi Formúlu 1 bíl sínum en ber sig vel eftir slysið ógvænlega í Barein um helgina.

Cavani gæti farið í bann vegna skrifa á Instagram
Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að taka til skoðunar skrif Edinson Cavani, hetju Mancheser United í sigrinum á Southampton í gær, á Instagram.

Hversu langt hefði Hafþór Júlíus getað náð í körfubolta?
Í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartanssonar síðastliðið föstudagskvöld var farið yfir ýmis málefni tengd körfubolta þó ekkert sé leikið hér á landi um þessar mundir.

Dagskráin í dag - Tvíhöfði á Ítalíu
Notalegt mánudagskvöld framundan á sportstöðvum Stöðvar 2.

Segja Real ætla að næla í bæði Håland og Mbappé
Spænska stórveldið Real Madrid vill festa kaup á bæði Erling Braut Håland og Kylian Mbappé á komandi misserum.

Jafnt í toppslagnum á Spáni
Real Sociedad og Villarreal eru á meðal toppliða spænsku úrvalsdeildarinnar þar sem stórveldin tvö, Real Madrid og Barcelona, hafa hikstað í upphafi móts.´

Napoli valtaði yfir Rómverja
Minning Diego Maradona var heiðruð á San Paolo leikvangnum í kvöld og liðsmenn Napoli tóku sig til og völtuðu yfir AS Roma í ítölsku úrvalsdeildinni.

Úlfarnir sóttu þrjú stig til Lundúna
Arsenal tapaði á heimavelli fyrir Wolverhampton Wanderers í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Viðar Örn og Matthías spiluðu í jafntefli
Viðar Örn Kjartansson, Matthías Vilhjálsson og félagar í Valerenga voru í eldlínunni á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Ein af hetjum Senegal á HM 2002 fallin frá
Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Papa Bouba Diop lést í dag, 42 ára að aldri, eftir langvarandi baráttu við veikindi en hann glímdi við taugasjúkdóm sem dró hann að lokum til dauða.

Óðinn atkvæðamikill í sigri á toppliðinu
Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í Holstebro gerðu sér lítið fyrir og skelltu toppliði Álaborgar í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Hefur aðeins misst af þremur leikjum í barneignarleyfinu
Íslenskt handknattleiksfólk hefur ekki spilað mikinn handbolta á árinu sem senn er að líða og ein færasta handboltakona landsins missti ekki mikið úr þrátt fyrir að ganga með og fæða barn.

Fögnuðu Noregsmeistaratitli með því að bursta Rosenborg og niðurlægja þá á Twitter
Nýkrýndir Noregsmeistarar Bodo/Glimt fóru illa með stórveldið Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni í kvöld og fóru stuðningsmenn meistaranna mikið á Twitter reikningi félagsins á meðan.

„Margar ákvarðanir þríeykisins sem maður skilur ekki“
Arnar Daði Arnarsson er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í efstu deild en hann þjálfar handboltalið Gróttu sem hefur lítið fengið að spreyta sig á leiktíðinni vegna kórónuveirufaraldursins.

Markalaust í leiðinlegum Lundúnarslag
Lærisveinar Jose Mourinho í Tottenham lyftu sér í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með því að gera jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge leikvangnum í Lundúnum í dag.

Sverrir Ingi lék allan leikinn í sigri
Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason og félagar hans í PAOK eru að berjast í toppbaráttunni í Grikklandi.

Stórleikur Ómars Inga dugði ekki til sigurs
Ómar Ingi Magnússon var hreint magnaður í liði Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Því miður dugði það ekki til sigurs. Þá lék Oddur Gretarsson með Balingen-Weilstetten sem tapaði á heimavelli.

Milan ekki í vandræðum án Zlatan | Með fimm stiga forystu á toppnum
AC Milan vann þægilegan 2-0 sigur á Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Varamaðurinn Cavani lykillinn að endurkomu United
Manchester United virðist hafa fundið upp tímavél en liðið kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 3-2 þökk sé ótrúlegri innkomu Edinson Cavani.

Slapp ómeiddur úr rosalegum árekstri í Formúlu 1
Formúlu 1 kappaksturinn í Bahrain fór ekki beint vel af stað en kviknaði í bíl Romain Grosjean strax á fyrsta hring er hann reyndi að koma sér í ákjósanlega stöðu.

Kjartan Henry skoraði í fyrsta sigri Horsens
Kjartan Henry Finnbogason skoraði eitt marka AC Horsens er liðið vann Vejle 3-1 í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Var þetta fyrsti sigur Horsens í deildinni.

Barcelona með stórsigur gegn Osasuna
Barcelona vann þægilegan 4-0 sigur á Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í dag.

Segja að einkalæknir Maradona gæti verið sekur um manndráp af gáleysi
Argentíski fjölmiðillinn Clarín heldur því fram að læknir Diego Armando Maradona hafi stuðlað að láti Maradona á miðvikudaginn var. Segja þeir að læknirinn sé grunaður um manndráp af gáleysi.

Fyrst kvenna til að taka þátt í háskólaboltanum í amerískum fótbolta | Viðtal
Sarah Fuller skráði sig á spjöld sögunnar í gær er hún rölti inn á völlinn í leik Vanderbilt og Missouri Tigers í háskólaboltanum í amerískum fótbolta.

Chelsea mætir lærisveinum José er Roman nær þúsund leikjum sem eigandi
Leikur Chelsea og Tottenham Hotspur klukkan 16.30 í ensku úrvalsdeildinni í dag verður 1000. leikur Chelsea í eigu auðkýfingsins Roman Abramovich.

Neymar fljótastur í sögu PSG til að ná 50 mörkum
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar skoraði í gær sitt 50. deildarmark í búning franska stórliðsins Paris Saint-Germain. Enginn leikmaður í sögu félagsins hefur verið jafn fljótur að skora 50 mörk í frönsku úrvalsdeildinni.

Ræddu muninn á gengi Valencia heima fyrir og svo í EuroLeague
Farið var yfir gengi Martin Hermannssonar og félaga í Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í síðasta þætti Dominos Körfuboltakvölds. Liðið er sem stendur í 13. sæti með aðeins fjóra sigra eftir tíu leiki.

Einvígi gamla og nýja tímans þegar Brady og Mahomes mætast í dag
Það eru margir spenntir fyrir einvígi Tom Brady og Patrick Mahomes í NFL-deildinni í dag en gengi liða þeirra hefur engu að síður verið ólíkt undanfarnar vikur.

Baskarnir, Januzaj og Silva í draumaheimi
Byrjun Real Sociedad á leiktíðinni í spænska boltanum hefur verið draumi líkust og enn betri en þegar Xabi Alonso fór með liðinu í titilbaráttu fyrir 17 árum.

Segir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar einfaldlega ekki tilbúna í átök vetrarins
Samkvæmt íslenskum sérfræðingi sem starfar í Katar fengu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar ekki nægilegan tíma til að undirbúa sig fyrir átök tímabilsins.

Leik Ravens og Steelers frestað
Stórleik Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers, sem eru enn ósigraðir í NFL-deildinni, hefur nú verið frestað. Átti leikurinn að vera á dagskrá Stöð 2 Sport í dag.

Dagskráin í dag: Fjöldinn allur af fótboltaleikjum, NFL-deildin og golf
Nóg um að verja að venju á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Við sýnum einn leik úr ensku B-deildinni, þrjá úr spænsku úrvalsdeildinni, einn úr ítölsku úrvalsdeildinni og að lokum þrjá úr NFL-deildinni.

„Ég vil bara fá svör og skýringar varðandi af hverju við megum ekki æfa“
Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, vill fá skýrari svör varðandi af hverju íslenskt íþróttafólk má ekki æfa. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, segir ekki hægt að þjálfa lið á tímum sem þessum.

West Brom skildi Sheffield United eftir á botninum
Einu tvö liðin sem höfðu ekki enn unnið leik í ensku úrvalsdeildinni mættust í kvöld. Fór það svo að West Bromwich Albion nældi í sinn fyrsta sigur og skyldi Sheffield United eftir án sigurs á botni deildarinnar.

Þriðji leikurinn í röð án sigurs hjá Real | Atletico jafnt Sociedad á toppnum
Real Madrid tapaði í kvöld 1-2 fyrir Deportivo Alaves á heimavelli sínum í spænsku úrvalsdeildinni. Var þetta þriðji leikur Real án sigurs í spænsku deildinni.

Bjarki Már öflugur í naumum sigri Lemgo
Lemgo vann góðan sigur á Erlingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, lokatölur 24-23. Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson fór mikinn að venju í liði Lemgo.

Hörður Axel: Búið að taka rosalega mikið af okkur ef við fáum ekki einu sinni að snerta boltann
Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson var til tals eftir frábæran sigur Íslands á Kósóvó í undankeppni HM 2023 í körfubolta í dag. Hörður Axel, fyrirliði íslenska liðsins, var mjög stoltur af liði sínu í dag.

Raphinha sá til þess að Everton hefur nú tapað fjórum af síðustu fimm
Everton tapaði 0-1 á heimavelli sínum gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Var þetta fjórða tap lærisveina Carlo Ancelotti í síðustu fimm leikjum.

Slakt gengi Juventus heldur áfram
Ítalíumeistarar Juventus eru langt frá því sannfærandi þessa dagana. Meistararnir gerðu 1-1 jafntefli við nýliða Benevento á útivelli í dag.

Þórólfur segir koma til greina að leyfa íþróttir á nýjan leik
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, hefur gefið til kynna að möguleiki sé á því að hægt verði að hefja æfingar að nýju hér á landi.

Sjáðu pirraðan Klopp óska íþróttafréttamanni til hamingju eftir leik
Jürgen Klopp, þjálfari Englandsmeistara Liverpool, var vægast sagt pirraður í viðtali að loknu 1-1 jafntefli Liverpool gegn Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag. Óskaði hann Des Kelly, íþróttafréttamanni BT Sport, til hamingju með meiðsli James Milner.

Lærisveinum Rooney tókst ekki að spyrna sér frá botninum
Tíu leikir fóru fram í ensku B-deildinni í fótbolta í dag og þar var einn íslenskur landsliðsmaður í eldlínunni.

Samúel Kári á skotskónum í stórsigri
Samúel Kári Friðjónsson var á skotskónum í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.