„Ég vil bara fá svör og skýringar varðandi af hverju við megum ekki æfa“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. nóvember 2020 23:00 Benedikt og Finnur Freyr vilja fá leyfi til að hefja æfingar að nýju. Sérstaklega í ljósi þess hvað annað er leyfilegt í samfélaginu. Dominos Körfuboltakvöld Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, vill fá skýrari svör varðandi af hverju íslenskt íþróttafólk má ekki æfa. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, segir ekki hægt að þjálfa lið á tímum sem þessum. Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, vill fá skýrari svör varðandi af hverju íslenskt íþróttafólk má ekki æfa. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, segir ekki hægt að þjálfa lið á tímum sem þessum. Þetta kom fram í síðasta þætti af Dominos Körfuboltakvöld þar sem þeir félagar voru ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda. Sjá má innslag úr þættinum í spilaranum neðst í fréttinni. „Maður er ekkert að deyja úr bjartsýni en maður er að vona. Íþróttahreyfingin – eins og hún leggur sig - spyr bara; Af hverju megum við ekki æfa. Ég er öll kvöld að horfa á Stöð 2 Sport, horfa á þessa og hina deildina þar sem allir eru að spila. Við búum ekki í Norður-Kóreu, við vitum alveg hvað er að gerast í kringum okkur. Ef allar aðrar þjóðir fá að æfa og spila, af hverju megum við það ekki,“ spurði Benedikt hvumsa. „Við skyldum það í vor. Þá var líka stopp allstaðar en ég bara skil þetta ekki í dag,“ bætti hann svo við. Kjartan Atli tók í kjölfarið orðið og sagði að hann vildi sjá íþróttafólk Íslands geta æft. Hann sagðist hafa rætt við leikmann í Dominos deild karla sem talaði um að leikmenn væru komnir með kvíða fyrir því þegar loks má mæta aftur til æfinga. Þá nefndi hann könnun þar sem tölurnar sýna að æfingabannið er farið að hafa áhrif á andlega heilsu íþróttafólks. „Við erum með sóttvarnarlækni sem hefur það verkefni að ná þessum faraldri niður en hann má ekki búa til fullt af öðrum vandamálum í staðinn. Ég vona að hann sé að gera rétt. Maður vill heldur ekki vera með frekju og heimta eitthvað. Ég vil bara fá svör og skýringar varðandi af hverju við megum ekki æfa,“ sagði Benedikt einnig. Af hverju má starfsmaður afgreiða 100+ einstaklinga a einum degi í fataverslun en íþróttamaður ekki mæta einn a æfingu? https://t.co/eyTMgPvbkH— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) November 27, 2020 „Þú bara þjálfar það ekki, það er bara þannig. Okkar starf er að þjálfa fólkið og við höfum ekki tækifæri til þess,“ var svar Finns er Kjartan spurði hann hvernig væri að þjálfa lið í þessum aðstæðum. Spjall þeirra félaga má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Benni Gumm vill fá skýrari svör varðandi æfingabann Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, vill fá skýrari svör varðandi af hverju íslenskt íþróttafólk má ekki æfa. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, segir ekki hægt að þjálfa lið á tímum sem þessum. Þetta kom fram í síðasta þætti af Dominos Körfuboltakvöld þar sem þeir félagar voru ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda. Sjá má innslag úr þættinum í spilaranum neðst í fréttinni. „Maður er ekkert að deyja úr bjartsýni en maður er að vona. Íþróttahreyfingin – eins og hún leggur sig - spyr bara; Af hverju megum við ekki æfa. Ég er öll kvöld að horfa á Stöð 2 Sport, horfa á þessa og hina deildina þar sem allir eru að spila. Við búum ekki í Norður-Kóreu, við vitum alveg hvað er að gerast í kringum okkur. Ef allar aðrar þjóðir fá að æfa og spila, af hverju megum við það ekki,“ spurði Benedikt hvumsa. „Við skyldum það í vor. Þá var líka stopp allstaðar en ég bara skil þetta ekki í dag,“ bætti hann svo við. Kjartan Atli tók í kjölfarið orðið og sagði að hann vildi sjá íþróttafólk Íslands geta æft. Hann sagðist hafa rætt við leikmann í Dominos deild karla sem talaði um að leikmenn væru komnir með kvíða fyrir því þegar loks má mæta aftur til æfinga. Þá nefndi hann könnun þar sem tölurnar sýna að æfingabannið er farið að hafa áhrif á andlega heilsu íþróttafólks. „Við erum með sóttvarnarlækni sem hefur það verkefni að ná þessum faraldri niður en hann má ekki búa til fullt af öðrum vandamálum í staðinn. Ég vona að hann sé að gera rétt. Maður vill heldur ekki vera með frekju og heimta eitthvað. Ég vil bara fá svör og skýringar varðandi af hverju við megum ekki æfa,“ sagði Benedikt einnig. Af hverju má starfsmaður afgreiða 100+ einstaklinga a einum degi í fataverslun en íþróttamaður ekki mæta einn a æfingu? https://t.co/eyTMgPvbkH— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) November 27, 2020 „Þú bara þjálfar það ekki, það er bara þannig. Okkar starf er að þjálfa fólkið og við höfum ekki tækifæri til þess,“ var svar Finns er Kjartan spurði hann hvernig væri að þjálfa lið í þessum aðstæðum. Spjall þeirra félaga má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Benni Gumm vill fá skýrari svör varðandi æfingabann Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti