Handbolti

Bjarki Már öflugur í naumum sigri Lemgo

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bjarki Már skoraði fjögur í naumum sigri Lemgo.
Bjarki Már skoraði fjögur í naumum sigri Lemgo. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN

Lemgo vann góðan sigur á Erlingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, lokatölur 24-23. Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson fór mikinn að venju í liði Lemgo.

Fyrri hálfleikur var einkar rólegur en sóknarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska. Staðan jöfn 9-9 er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik.

Sá síðari var aðeins líflegri og markaskorun beggja liða töluvert betri Síðari hálfleikur var einnig hnífjafn og munurinn lítill sem enginn. Fór það svo að Lemgo landaði á endanum eins marks sigri, lokatölur 24-23.

Bjarki Már skoraði alls fjögur mörk í leiknum.

Lemgo er komið upp í 6. sæti deildarinnar eftir sigur kvöldsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.