Hörður Axel: Búið að taka rosalega mikið af okkur ef við fáum ekki einu sinni að snerta boltann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. nóvember 2020 20:16 Hörður Axel var ánægður með leik íslenska liðsins í dag en vill þó fara komast á æfingar Vísir/Bára Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson var til tals eftir frábæran sigur Íslands á Kósóvó í undankeppni HM 2023 í körfubolta í dag. Hörður Axel, fyrirliði íslenska liðsins, var mjög stoltur af liði sínu í dag. Íþróttavefur RÚV birti viðtal við Hörð Axel eftir 24 stiga sigur Íslands á Kósovó fyrr í dag, lokatölur 86-62 Íslandi í vil. „Við sem erum að spila heima ekki búnir að spila körfubolta í tvo mánuði þannig við vorum aðeins ryðgaðir í fyrri hálfleik á móti Lúxemborg, eftir það erum við búnir að vera þrusuflottir finnst mér,” sagði fyrirliðinn eftir leik. „Ég er fullur tilhlökkunar að fá að spila körfu. Þetta er það sem margir af okkur hafa lifað fyrir síðan við vorum litlir guttar. Nú er búið að taka það svolítið af okkur. Við erum bara ánægðir að fara á völlinn og spila og vonandi fáum við að gera það sem fyrst,” segir Hörður Axel einnig. Íslensk félög hafa hvorki fengið að æfa né spila síðan í byrjun októbermánaðar. Hörður Axel vonast til að liðin fái leyfi til að hefja æfingar að nýju sem fyrst. „Viljum auðvitað fá að spila, ef það er ekki hægt viljum við að minnsta kosti fá að æfa. Það er hægt að æfa körfubolta á svo marga vegu án þess að brjóta sóttvarnarlög. Við getum hugsað um okkur sjálfir, af því við viljum svo mikið æfa, við þurfum að æfa. Þetta er svo stór hluti af okkar lífi. Það er búið að taka rosalega mikið af okkur ef við fáum ekki einu sinni að snerta boltann,” segir Hörðu Axel að endingu í viðtalinu eftir stórsigur Íslands. Sjá má viðtalið við Hörð Axel í heild sinni inn á íþróttavef RÚV. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjá meira
Íþróttavefur RÚV birti viðtal við Hörð Axel eftir 24 stiga sigur Íslands á Kósovó fyrr í dag, lokatölur 86-62 Íslandi í vil. „Við sem erum að spila heima ekki búnir að spila körfubolta í tvo mánuði þannig við vorum aðeins ryðgaðir í fyrri hálfleik á móti Lúxemborg, eftir það erum við búnir að vera þrusuflottir finnst mér,” sagði fyrirliðinn eftir leik. „Ég er fullur tilhlökkunar að fá að spila körfu. Þetta er það sem margir af okkur hafa lifað fyrir síðan við vorum litlir guttar. Nú er búið að taka það svolítið af okkur. Við erum bara ánægðir að fara á völlinn og spila og vonandi fáum við að gera það sem fyrst,” segir Hörður Axel einnig. Íslensk félög hafa hvorki fengið að æfa né spila síðan í byrjun októbermánaðar. Hörður Axel vonast til að liðin fái leyfi til að hefja æfingar að nýju sem fyrst. „Viljum auðvitað fá að spila, ef það er ekki hægt viljum við að minnsta kosti fá að æfa. Það er hægt að æfa körfubolta á svo marga vegu án þess að brjóta sóttvarnarlög. Við getum hugsað um okkur sjálfir, af því við viljum svo mikið æfa, við þurfum að æfa. Þetta er svo stór hluti af okkar lífi. Það er búið að taka rosalega mikið af okkur ef við fáum ekki einu sinni að snerta boltann,” segir Hörðu Axel að endingu í viðtalinu eftir stórsigur Íslands. Sjá má viðtalið við Hörð Axel í heild sinni inn á íþróttavef RÚV.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjá meira