Fleiri fréttir

Courtois að þagga niður gagnrýnisraddir

Thibaut Courtois hefur fengið sinn skerf af gagnrýni síðan hann gekk í raðir Real Madrid. Hann hefur hins vegar þaggað þær niður með frammistöðu sinni á leiktíðinni til þessa en slök frammistaða í El Clásico í kvöld og þær koma allar aftur. Leikur Real og Barcelona er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport klukkan 20:00 í kvöld.

Leikmönnum Juventus skipað að vera heima hjá sér

Ítalska knattspyrnufélagið Juventus hefur frestað æfingum og sent alla leikmenn U23 ára liðs síns í sóttkví eftir að þrír leikmenn C-deildarliðsins Pianese, síðasta lið sem U23 ára lið Juventus mætti, greindust með kórónuveiruna.

Deeney lagði upp með að leggjast á Lovren

Troy Deeney, framherji Watford, skoraði eitt marka liðsins í ótrúlegum 3-0 sigri á verðandi Englandsmeisturum Liverpool í gær. Hann viðurkenndi eftir leik að leikplan hans hafi verið að leggjast á Dejan Lovren frekar en Virgil van Dijk.

Manchester City tekur úrslitaleikinn alvarlega

Kevin De Bruyne, miðvallarleikmaður ríkjandi Englandsmeistara Manchester City, segir að liðið taki úrslitaleik enska deildarbikarsins gegn Aston Villa mjög alvarlega. Pep Guardiola, þjálfari liðsins, tekur í sama streng. Leikurinn fer fram á Wembley og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16:30 í dag.

Wilder og Fury fullkomna þríleikinn

Ljóst er að Deontay Wilder og Tyson Fury munu mætast í þriðja sinn í hringnum eftir að Wilder nýtti sér ákvæði í samningi þeirra frá síðasta bardaga til að skora á Fury.

Ótrúlegt gengi Liverpool á enda

Liverpool tapaði einkar óvænt 3-0 gegn Watford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Var það fyrsta tap liðsins í úrvalsdeildinni á tímabilinu en alls hafði liðið farið 44 leiki án þess að tapa leik. Það er áður en það mætti á Vicarage Road, heimavöll Watford í gærkvöld.

Tryggvi skoraði 9 stig í öruggum sigri | Thelma Dís gerði 13

Tryggvi Snær Hlinason gerði níu stig í góðum 10 stiga sigri Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Þá skoraði Thelma Dís Ágústsdóttir 13 stig í bandaríska háskólakörfuboltanum er skóli hennar, Ball State, vann sinn 20. leik á tímabilinu.

„Þeir gerðu það sem þeir vildu“

Það var ekki bjart yfir Jürgen Norbert Klopp, þjálfara Liverpool, eða Virgil van Dijk, helsta varnarmanni þeirra, eftir 3-0 afhroð liðsins gegn Watford í gærkvöld. Var það fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en hins vegar annað tap þeirra á aðeins 11 dögum.

Í beinni í dag: El Clásico og Aston Villa á Wembley

Það er nóg um að vera á sport rásum Stöðvar 2 í dag þó svo að nokkrum leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni hafi verið frestað en alls sýnum við 12 viðburði í beinni útsendingu. Þar ber helst að nefna El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni sem og úrslitaleik enska Deildarbikarsins þar sem Manchester City og Aston Villa mætast. Þá fer Domino´s deild karla aftur af stað eftir langt hlé.

Steph Curry að snúa aftur

Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, hefur verið frá keppni vegna meiðsla í fjóra mánuði en er nú loksins byrjaður að æfa með liðinu á nýjan leik.

Elvar Örn frábær í liði Skjern | Gamla brýnið lagði sitt af mörkum

Elvar Örn Jónsson gerði fimm mörk í sigri Skjern í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Alexander Petersson stóð fyrir sínu en Þráinn Orri Jónsson gat ekki komið í veg fyrir tap hjá sínum mönnum er þeir öttu kappi við lærisveina Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara Íslands, í Melsungen.

Aron hafði betur í Íslendinga uppgjöri Meistaradeildarinnar

Barcelona vann nauman tveggja marka sigur, 30-28, á Pick-Szeged í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði fjögur mörk í liði Pick-Szeged. Bæði lið eru þó komin áfram í 16-liða úrslit keppninnar.

Pearson: Þetta er bara einn sigurleikur

Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum.

Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu

Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil.

Loks sigur hjá Haukum | HK styrkti stöðu sína í 4. sæti

Þremur leikjum í Olís deild kvenna í dag er nú lokið. Haukar unnu sinn fyrsta sigur síðan 23. janúar er liðið lagði vann 27-22 sigur á KA/Þór að Ásvöllum í Hafnafirði. Þá vann HK góðan tveggja marka sigur, 27-25, á ÍBV. Þá náði Afturelding í sitt fyrsta stig á leiktíðinni þegar liðið náði 25-25 jafntefli gegn Stjörnunni.

Alonso bjargaði stigi fyrir Chelsea | Jóhann Berg frá vegna meiðsla

Marcos Alonso, vinstri bakvörður Chelsea, reyndist hetja liðsins er liðið náði aðeins 2-2 jafntefli gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þá vann West Ham United 3-1 sigur á Southampton á meðan Newcastle United og Burnley gerðu markalaust jafntefli. Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki í dag en hann er frá vegna meiðsla.

Sara Rún með 17 stig í óvæntu tapi

Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 17 stig er lið hennar, Leicester Riders, tapaði óvænt fyrir Durham Palatinates í efstu deild breska körfuboltans í dag. Lokatölur 77-68 Palatinates í vil.

Victor lagði upp í sigri Darmstadt

Guðlaugur Victor Pálsson lagði upp annað mark Darmstadt í 2-0 sigri á Heidenheim í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag. Darmstadt er í 6. sæti deildarinnar.

Rúnar Már landaði Ofurbikarnum með Astana | Dramatík í Rússlandi

Miðjumaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leikinn í liði Astana er liðið vann Ofurbikarinn í Kazakhstan. Þá voru þeir Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson í byrjunarliði CSKA Moskvu sem náði dramatísku jafntefli á heimavelli í rússnesku úrvalsdeildinni.

EM 2020 í hættu

Kórónuveiran heldur áfram að valda usla í íþróttaheiminum. Núna gæti Evrópumótið í fótbolta sem á að fara fram í sumar verið í hættu.

Sjá næstu 50 fréttir