Golf

Valdís Þóra endaði í 21. sæti í Ástralíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valdís lauk leik í 21. sæti.
Valdís lauk leik í 21. sæti. GETTY/MARK RUNNACLES

Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir endaði í 21. sæti á NSW mótinu sem fram fór í Ástralíu en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Lék hún lokahring mótsins á pari vallarins.

Valdís Þóra lék alls þrjá af fjórum hringjum sínum á mótinu á pari vallarins en á öðrum degi fór hún hringinn á tveimur höggum yfir pari. Fyrir vikið fékk hún 2800 evrur í sinn vasa sem og mikilvæg stig á stigalista Evrópumótaraðarinnar.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir var einnig á mótinu en hún náði sér aldrei strik. Þó hún hafi komist í gegnum niðurskurð mótsins þá dugði það skammt en hún lék sína fjóra hringi á alls 22 höggum yfir pari.


Tengdar fréttir

Valdís Þóra á pari í nótt

Valdís Þóra lék á pari á þriðja hring NSW Open golfmótsins í nótt. Guðrún Brá lék á 9 höggum yfir pari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.