Handbolti

Loks sigur hjá Haukum | HK styrkti stöðu sína í 4. sæti

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
HK styrkti stöðu sína í 4. sæti Olís deildar kvenna með góðum sigri í dag.
HK styrkti stöðu sína í 4. sæti Olís deildar kvenna með góðum sigri í dag. Vísir/Bára

Þremur leikjum í Olís deild kvenna í dag er nú lokið. Haukar unnu sinn fyrsta sigur síðan 23. janúar er liðið lagði vann 27-22 sigur á KA/Þór að Ásvöllum í Hafnafirði. Þá vann HK góðan tveggja marka sigur, 27-25, á ÍBV. Þá náði Afturelding í sitt fyrsta stig á leiktíðinni þegar liðið náði 25-25 jafntefli gegn Stjörnunni.

Haukar voru alltaf skrefi á undan gestum sínum frá Akureyri í dag og unnu á endanum fimm marka sigur, 27-22. Eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik, 14-13, þá stigu þeir á bensíngjöfina í síðari hálfleik og lönduðu stigunum tveimur. Berta Rut Harðardóttir var frábær í liði Hauka en hún gerði 10 mörk, þá skoraði Ragnheiður Ragnarsdóttir sex mörk. Í liði KA/Þór var Ásdís Guðmundsdóttir einnig með tíu mörk á  meðan Martha Hermannsdóttir skoraði fimm. 

Bæði lið eru með 14 stig, líkt og ÍBV, í 5. til 7. sæti Olís deildar kvenna.

ÍBV hefði getað lyft sér upp fyrir Hauka og KA/Þór en liðið tapaði gegn HK í Kópavoginum í dag. Eftir einkar jafnan leik lönduðu HK stúlkur tveggja marka sigri 27-25 og styrktu þar með stöðu sína í 4. sæti deildarinnar þar sem þær eru með 18 stig. Díana Kristín Sigmarsdóttir var markahæst í liði HK með sjö mörk og Sigríður Hauksdóttir kom þar á eftir með sex. 

Hjá ÍBV var Sunna Jónsdóttir markahæst með sjö mörk.

Að lokum náði Afturelding í sitt fyrsta stig með jafntefli í Garðabænum. Afturelding var reyndar þremur mörkum yfir þegar lítið var eftir af leiknum en þeim tókst ekki að sigla fyrsta sigrinum í hús. Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með sjö mörk en Ana­m­aria Gugic og Roberta Ivanauskaite skoruðu einnig sjö mörk hvor hjá Aft­ur­eld­ingu.

Stjarnan er í 3. sæti með 20 stig, tveimur meira en HK. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×