Fleiri fréttir

Útilokar að Gerrard fari aftur til Liverpool á láni

Forseti MLS-deildarinnar, Don Garber, segir ekkert til í þeim sögusögnum að enski miðjumaðurinn Steven Gerrard muni snúa aftur til Liverpool á láni frá LA Galaxy á meðan MLS-deildin er í fríi.

Heimsfriðurinn æfir með Lakers

Metta World Peace æfir þessa dagana með Los Angeles Lakers en hann er í viðræðum við félagið um eins árs samning þar sem honum er ætlað að miðla af reynslu sinni til ungra leikmanna liðsins.

Messi: Rooney er einstakur leikmaður

Einn besti knattspyrnumaður heims telur að Rooney sé leikmaður sem komi aðeins einusinni fram í hverri kynslóð og að hann sé sérstakur leikmaður sem setji liðið í fyrsta sæti.

NBA-veisla í íslenska teignum

Ísland tapaði með 26 stiga mun á móti tvöföldum Evrópumeisturum Spánar á Evrópumótinu í körfubolta í gær en spænska uppskrifin í gær var að fara stanslaust inn á NBA-stjörnur sínar. "Það var eins og hann vissi ekki af mér,“ sagði Pavel Ermolinskij um reynsluna af því að dekka Pau Gasol.

Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum

Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum

Ísland tapaði fyrir Spáni | Myndaveisla

Ísland tapaði sínum fjórða leik í röð á Evrópumótinu í körfubolta þegar íslensku strákarnir biðu lægri hlut fyrir gríðarlega sterku liði Spánverja, 73-99.

Hörður Axel: Ég lenti á vegg í byrjun leiks

Hörður Axel Vilhjálmsson hitti ekki vel á móti Spánverjum í kvöld og viðkenndi það eftir leikinn að hann hafi lent á vegg í leiknum sem Spánverjar unnu með 26 stigum.

Pavel: Veit ekki hvort ég mátti gefa treyjuna?

Pavel Ermolinskij kveikti í íslenska liðinu gegn því spænska á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleik.

Haukur: Vorum hrikalega flottir í 20 til 30 mínútur

Haukur Helgi Pálsson var næststigahæstur hjá íslenska körfuboltalandsliðinu í kvöld þegar liðið tapaði með 26 stigum á móti stjörnuprýddu spænsku landsliðinu í fjórða leik sínum í úrslitakeppni Evrópumótsins í Berlín.

Bílskúrinn: Það helsta frá Monza

Lewis Hamilton kom fyrstur í mark og svo stóð hugsanlega til að dæma hann úr leik. Kimi Raikkonen átti frábæra tímatöku en hvað svo?

Hazard: Erfiðara að vera ríkjandi meistarar

Eden Hazard, belgíski kantmaður Chelsea, segir að það sé töluvert erfiðara að vera ríkjandi meistarar í ensku úrvalsdeildinni en hann segir að það gefi öðrum liðum aukin kraft að geta sigrað meistaranna.

Prins Ali býður sig fram til forseta FIFA

Ali bin Al Hussein, Jórdaníuprins, hefur tilkynnt um framboð sitt til forseta FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins. Hann greindi frá þessu í Amman, höfuðborg Jórdaníu, í dag.

Finnur: Eigum enn inni þennan draumaskotleik

Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í körfuknattleik sá jákvæða punkta í 29 stiga tapi gegn Serbíu í gær en íslenska liðinu gekk illa að hitta úr skotunum sínum í leiknum.

Freyr: Markmiðið er að vinna riðilinn

Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var brattur fyrir fyrsta leik í undankeppni EM 2017 er hann tilkynnti leikmannahópinn í dag. Sagðist hann vera glaður að sjá Margréti Láru vera komna af stað á fullu á ný.

Pavel: Ég er jóker hérna

Pavel Ermolinskij spilar margar stöður fyrir íslenska körfuboltalandsliðið á Evrópumótinu í Berlín en þjálfarateymið reynir oft að stilla honum upp á óvenjulegum stöðum til að reyna nýta sér hæð og fjölhæfni hans betur.

Niko Kovac látinn taka poka sinn

Niko Kovac var í dag rekinn úr starfi sínu sem þjálfari króatíska landsliðsins eftir að hafa aðeins nælt í eitt stig gegn Noregi og Aserbaidjan. Eftir leikina er króatíska landsliðið í 3. sæti H-riðilsins þegar tvær umferðir eru eftir.

Lenda íslensku strákarnir í reiðum Spánverjum í kvöld?

Íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fjórða leik á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar liðið mætir tvöföldum Evrópumeisturum Spánverja en þeir fylgdu eftir tapi í fyrsta leik með 27 stiga sigri á Tyrkjum.

Eyðimerkurgangan á enda | Fyrstu körfurnar hjá Pavel

Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu.

Sjá næstu 50 fréttir