Pavel: Veit ekki hvort ég mátti gefa treyjuna? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. september 2015 22:44 Pavel var léttklæddur í viðtali eftir leik. vísir/kolbeinn tumi Pavel Ermolinskij kveikti í íslenska liðinu gegn því spænska á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleik. Íslendingar spiluðu virkilega vel í fyrri hálfleik og náðu m.a. 11-0 spretti sem skilaði fjögurra stiga forystu þegar tæpar fjórar mínútur voru til hálfleiks. Spánverjarnir áttu góðan endasprett í fyrri hálfleik og tóku svo leikinn algjörlega í sínar hendur í seinni hálfleiknum og unnu að lokum 26 stiga sigur, 73-99. „Þeir eru kannski einu númeri of stórir fyrir okkur,“ sagði Pavel í samtali við blaðamann Vísis eftir leikinn í kvöld. „Þeir eru stórir og sterkir og það útheimtir mikla orku að berjast við þá. En bæði í dag, og í leiknum í gær (gegn Serbíu), þá erum við með þeim fyrstu 20 mínúturnar en svo dettum við niður í seinni hálfleik. Við gerum mistök og þeir fá auðveldar körfur. „Það er margt jákvætt í þessu en við sjáum jafnframt að við þurfum eitthvað aðeins meira til að geta keppt við þessi lið í 40 mínútur.“ Pavel var sem áður sagði heitur fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld og setti niður fjórar þriggja stiga körfur í sex tilraunum. „Já, það var bara komið mér,“ sagði leikstjórnandinn. „Strákarnir hafa haldið þessu gangandi fyrir mig en ég kom inn í þetta í dag og vonandi heldur það áfram á morgun og við hittum á leik þar sem allir eru heitir og allt gengur upp,“ bætti Pavel við en Ísland mætir Tyrklandi á morgun í lokaleik sínum í B-riðli. Pavel var ber að ofan þegar viðtalið var tekið en hann hafði gefið áhorfendum treyjuna sína. „Hún er hjá einhverjum áhorfendum,“ sagði Pavel aðspurður hvar treyjan væri. „Ég veit ekki hvort ég mátti gefa þessa treyju? Við erum að spila á morgun,“ bætti Pavel léttur við. „Ég var bara að þakka áhorfendum fyrir stuðninginn sem þeir hafa gefið okkur.“ EM 2015 í Berlín Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Pavel Ermolinskij kveikti í íslenska liðinu gegn því spænska á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleik. Íslendingar spiluðu virkilega vel í fyrri hálfleik og náðu m.a. 11-0 spretti sem skilaði fjögurra stiga forystu þegar tæpar fjórar mínútur voru til hálfleiks. Spánverjarnir áttu góðan endasprett í fyrri hálfleik og tóku svo leikinn algjörlega í sínar hendur í seinni hálfleiknum og unnu að lokum 26 stiga sigur, 73-99. „Þeir eru kannski einu númeri of stórir fyrir okkur,“ sagði Pavel í samtali við blaðamann Vísis eftir leikinn í kvöld. „Þeir eru stórir og sterkir og það útheimtir mikla orku að berjast við þá. En bæði í dag, og í leiknum í gær (gegn Serbíu), þá erum við með þeim fyrstu 20 mínúturnar en svo dettum við niður í seinni hálfleik. Við gerum mistök og þeir fá auðveldar körfur. „Það er margt jákvætt í þessu en við sjáum jafnframt að við þurfum eitthvað aðeins meira til að geta keppt við þessi lið í 40 mínútur.“ Pavel var sem áður sagði heitur fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld og setti niður fjórar þriggja stiga körfur í sex tilraunum. „Já, það var bara komið mér,“ sagði leikstjórnandinn. „Strákarnir hafa haldið þessu gangandi fyrir mig en ég kom inn í þetta í dag og vonandi heldur það áfram á morgun og við hittum á leik þar sem allir eru heitir og allt gengur upp,“ bætti Pavel við en Ísland mætir Tyrklandi á morgun í lokaleik sínum í B-riðli. Pavel var ber að ofan þegar viðtalið var tekið en hann hafði gefið áhorfendum treyjuna sína. „Hún er hjá einhverjum áhorfendum,“ sagði Pavel aðspurður hvar treyjan væri. „Ég veit ekki hvort ég mátti gefa þessa treyju? Við erum að spila á morgun,“ bætti Pavel léttur við. „Ég var bara að þakka áhorfendum fyrir stuðninginn sem þeir hafa gefið okkur.“
EM 2015 í Berlín Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins