Lenda íslensku strákarnir í reiðum Spánverjum í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2015 12:45 Jón Arnór í leiknum gegn Serbíu í gær. Vísir/Valli Íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fjórða leik á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar liðið mætir tvöföldum Evrópumeisturum Spánverja. Íslenska landsliðið hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum en það sem hefur komið nokkuð á óvart er það að spænska liðið hefur tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum. Spánn tapaði síðast 105-98 á móti Ítalíu í gær þar sem Ítalirnir hreinlega skutu Spánverjana í kaf í þriðja leikhlutanum sem Ítalir unnu 31-18. Spánn var 47-42 yfir í upphafi þriðja leikhlutans en þá kom 15-0 sprettur hjá ítalska liðinu þar sem hinn magnaði skotmaður Marco Belinelli skoraði ellefu af stigunum fimmtán. Ítalir voru þá komnir 57-47 yfir og héldu forystunni út leikinn. Áhyggjuefnið fyrir íslenska liðið er hvað gerðist eftir síðasta tapleik spænska liðsins. Spánn tapaði 80-70 á móti Serbíu í fyrsta leik sínum á mótinu og Spánverjarnir mættu einbeittir og reiðir á móti Tyrkjum daginn eftir og unnu þá sannfærandi 27 stiga sigur. Tyrkneska liðið, sem hefur unnið hina tvo leiki sína á mótinu, vissi varla hvað á sig stóð veðrið. Spánn vann fyrsta leikhlutann 24-18 og Spánverjarnir voru síðan komnir með sextán stiga forskot í hálfleik, 54-38, og 25 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann, 81-56. Spánn vann leikinn á endanum 104-77 þar sem enginn leikmaður liðsins spilaði í meira en 25 mínútur. Pau Gasol var sem dæmi með 21 stig á aðeins 24 mínútum og allt spænska liðið hitti úr 63,5 prósent skota sinna. Það hefur verið hægt að greina smá einbeitingarleysi í leik Spánverjanna á þessu Evrópumóti en þegar þeir mæta grimmir og einbeittir til leiks eins og móti Tyrkjum þá standast fá landslið þeim snúninginn. Það mun því reyna á íslensku strákana að mæta reiðum Spánverjum í Berlín í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.00 að íslenskum tíma. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Við erum ekkert saddir Hvíldardagurinn fór illa með hnéð á Jóni Arnóri Stefánssyni. 9. september 2015 06:00 Eyðimerkurgangan á enda | Fyrstu körfurnar hjá Pavel Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu. 9. september 2015 11:45 Hef ennþá hraðann, sem betur fer Logi Gunnarsson bætti í gær met Herberts Arnarsonar yfir flesta leiki fyrir íslenska karlalandsliðið í Evrópukeppni. Logi var langstigahæstur í stóru tapi á móti sterku liði Serba í gær og var stoltur af liðinu þrátt fyrir skellinn. 9. september 2015 07:00 Belinelli fór hamförum í seinni hálfleik | Tyrkir unnu Þjóðverja Fjórða keppnisdegi á EM í körfubolta er lokið. 8. september 2015 22:57 Tveir stigahæstu menn mótsins spila í riðli Íslands Spánn og Ítalía á tvo stigahæstu mennina í fyrstu þremur umferðum Evrópumótsins í körfubolta en öll liðin á Eurobasket 2015 hafa nú lokið þremur leikjum. 9. september 2015 10:45 Helgi Már verður ekki með í kvöld vegna meiðsla Helgi Már Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins í körfuknattleik, verður ekki með í leiknum gegn Spánverjum í kvöld vegna meiðsla en þetta staðfesti aðstoðarþjálfari landsliðsins í samtali við Vísi. 9. september 2015 10:30 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fjórða leik á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar liðið mætir tvöföldum Evrópumeisturum Spánverja. Íslenska landsliðið hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum en það sem hefur komið nokkuð á óvart er það að spænska liðið hefur tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum. Spánn tapaði síðast 105-98 á móti Ítalíu í gær þar sem Ítalirnir hreinlega skutu Spánverjana í kaf í þriðja leikhlutanum sem Ítalir unnu 31-18. Spánn var 47-42 yfir í upphafi þriðja leikhlutans en þá kom 15-0 sprettur hjá ítalska liðinu þar sem hinn magnaði skotmaður Marco Belinelli skoraði ellefu af stigunum fimmtán. Ítalir voru þá komnir 57-47 yfir og héldu forystunni út leikinn. Áhyggjuefnið fyrir íslenska liðið er hvað gerðist eftir síðasta tapleik spænska liðsins. Spánn tapaði 80-70 á móti Serbíu í fyrsta leik sínum á mótinu og Spánverjarnir mættu einbeittir og reiðir á móti Tyrkjum daginn eftir og unnu þá sannfærandi 27 stiga sigur. Tyrkneska liðið, sem hefur unnið hina tvo leiki sína á mótinu, vissi varla hvað á sig stóð veðrið. Spánn vann fyrsta leikhlutann 24-18 og Spánverjarnir voru síðan komnir með sextán stiga forskot í hálfleik, 54-38, og 25 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann, 81-56. Spánn vann leikinn á endanum 104-77 þar sem enginn leikmaður liðsins spilaði í meira en 25 mínútur. Pau Gasol var sem dæmi með 21 stig á aðeins 24 mínútum og allt spænska liðið hitti úr 63,5 prósent skota sinna. Það hefur verið hægt að greina smá einbeitingarleysi í leik Spánverjanna á þessu Evrópumóti en þegar þeir mæta grimmir og einbeittir til leiks eins og móti Tyrkjum þá standast fá landslið þeim snúninginn. Það mun því reyna á íslensku strákana að mæta reiðum Spánverjum í Berlín í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.00 að íslenskum tíma.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Við erum ekkert saddir Hvíldardagurinn fór illa með hnéð á Jóni Arnóri Stefánssyni. 9. september 2015 06:00 Eyðimerkurgangan á enda | Fyrstu körfurnar hjá Pavel Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu. 9. september 2015 11:45 Hef ennþá hraðann, sem betur fer Logi Gunnarsson bætti í gær met Herberts Arnarsonar yfir flesta leiki fyrir íslenska karlalandsliðið í Evrópukeppni. Logi var langstigahæstur í stóru tapi á móti sterku liði Serba í gær og var stoltur af liðinu þrátt fyrir skellinn. 9. september 2015 07:00 Belinelli fór hamförum í seinni hálfleik | Tyrkir unnu Þjóðverja Fjórða keppnisdegi á EM í körfubolta er lokið. 8. september 2015 22:57 Tveir stigahæstu menn mótsins spila í riðli Íslands Spánn og Ítalía á tvo stigahæstu mennina í fyrstu þremur umferðum Evrópumótsins í körfubolta en öll liðin á Eurobasket 2015 hafa nú lokið þremur leikjum. 9. september 2015 10:45 Helgi Már verður ekki með í kvöld vegna meiðsla Helgi Már Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins í körfuknattleik, verður ekki með í leiknum gegn Spánverjum í kvöld vegna meiðsla en þetta staðfesti aðstoðarþjálfari landsliðsins í samtali við Vísi. 9. september 2015 10:30 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sjá meira
Við erum ekkert saddir Hvíldardagurinn fór illa með hnéð á Jóni Arnóri Stefánssyni. 9. september 2015 06:00
Eyðimerkurgangan á enda | Fyrstu körfurnar hjá Pavel Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu. 9. september 2015 11:45
Hef ennþá hraðann, sem betur fer Logi Gunnarsson bætti í gær met Herberts Arnarsonar yfir flesta leiki fyrir íslenska karlalandsliðið í Evrópukeppni. Logi var langstigahæstur í stóru tapi á móti sterku liði Serba í gær og var stoltur af liðinu þrátt fyrir skellinn. 9. september 2015 07:00
Belinelli fór hamförum í seinni hálfleik | Tyrkir unnu Þjóðverja Fjórða keppnisdegi á EM í körfubolta er lokið. 8. september 2015 22:57
Tveir stigahæstu menn mótsins spila í riðli Íslands Spánn og Ítalía á tvo stigahæstu mennina í fyrstu þremur umferðum Evrópumótsins í körfubolta en öll liðin á Eurobasket 2015 hafa nú lokið þremur leikjum. 9. september 2015 10:45
Helgi Már verður ekki með í kvöld vegna meiðsla Helgi Már Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins í körfuknattleik, verður ekki með í leiknum gegn Spánverjum í kvöld vegna meiðsla en þetta staðfesti aðstoðarþjálfari landsliðsins í samtali við Vísi. 9. september 2015 10:30
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins