Körfubolti

Hörður Axel: Ég lenti á vegg í byrjun leiks

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hörður Axel Vilhjálmsson lét Pau Gasol ekki vaða yfir sig í kvöld.
Hörður Axel Vilhjálmsson lét Pau Gasol ekki vaða yfir sig í kvöld. Vísir/Valli
Hörður Axel Vilhjálmsson hitti ekki vel á móti Spánverjum í kvöld og viðkenndi það eftir leikinn að hann hafi lent á vegg í leiknum sem Spánverjar unnu með 26 stigum.

„Þó að pústið sé rosalega mikið hjá okkur þá er það ekki endalaust. Ég persónulega lenti á vegg í byrjun leiks og verð að reyna að finna mér einhverja aukaorku fyrir morgundaginn," sagði Hörður Axel.

Hörður Axel var með 2 stig og 3 stoðsendingar á tæpum 20 mínútum í leiknum en hann hitti bara úr 1 af 8 skotum sínum utan af velli í leiknum.

„Þetta er svakalega törn en við verðum bara að halda áfram," sagði Hörður Axel sem hefur spilað af ótrúlegum krafti í fyrstu þremur leikjunum en nú kom kannski að skuldadögum hjá stráknum.

„Þetta er eitt besta lið í heimi og að við skulum halda í við þá og gera leik úr þessu, sérstaklega í fyrri hálfleik, er gott og eitthvað sem við getum byggt á," sagði Hörður Axel.

„Þeir komu ansi sterki inn í þriðja leikhlutann og kláruðu eiginlega leikinn á fyrstu fimm mínútunum. Það sýnir kannski þeirra gæði og þeir voru bara ofjarlar okkar í seinni hálfleiknum," sagði Hörður Axel en þá breyttist staðan úr 41-36 í 53-38 á augabragði.

Eftir þriðja leikhlutann voru úrslitin nánast ráðin og bæði lið hvíldu lykilmenn sína í fjórða og síðasta leikhlutanum. Hörður Axel spilaði því í minna en 20 mínútur sem kemur sér vonandi vel í lokaleiknum á móti Tyrkjum á morgun.

Hér fyrir neðan má sjá myndir Valgarðs Gíslasonar af því þegar Herði Axel lenti aðeins saman við NBA-stjörnuna Pau Gasol í leiknum í kvöld.

Vísir/Valli
Vísir/Valli
Vísir/Valli

Tengdar fréttir

Haukur: Vorum hrikalega flottir í 20 til 30 mínútur

Haukur Helgi Pálsson var næststigahæstur hjá íslenska körfuboltalandsliðinu í kvöld þegar liðið tapaði með 26 stigum á móti stjörnuprýddu spænsku landsliðinu í fjórða leik sínum í úrslitakeppni Evrópumótsins í Berlín.

Pavel: Veit ekki hvort ég mátti gefa treyjuna?

Pavel Ermolinskij kveikti í íslenska liðinu gegn því spænska á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×