Fótbolti

Útilokar að Gerrard fari aftur til Liverpool á láni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Gerrard í leik með LA Galaxy.
Gerrard í leik með LA Galaxy. Vísir/Getty
Forseti MLS-deildarinnar, Don Garber, segir ekkert til í þeim sögusögnum að enski miðjumaðurinn Steven Gerrard muni snúa aftur til Liverpool á láni frá LA Galaxy á meðan MLS-deildin er í fríi.

Gerrard sem gekk til liðs við LA Galaxy í sumar er goðsögn í Liverpool-borg en hann lék í sautján ár í ensku úrvalsdeildinni í treyju Liverpool. Voru stuðningsmenn liðsins sumir vongóðir um að hann myndi snúa aftur til félagsins á láni þegar MLS-deildin væri í fríi líkt og David Beckham gerði á sínum tíma.

Garber hefur hinsvegar sagt að það geti skaðað orðspor deildarinnar að slíkt mál komi upp á ný en stuðningsmenn Galaxy voru ósáttir þegar Beckham vildi ljúka tímabilinu með AC Milan í stað þess að leika upphafsleikina með Galaxy.

„Ég hef ekkert heyrt af því að Gerrard muni snúa aftur til Liverpool. Það var nógu erfitt þegar David fór að spila fyrir AC Milan, fólk í Bandaríkjunum skyldi ekki að hann léki fyrir tvö lið. Ég man ekki hvenær svona samningur var gerður síðast og ég efast um að slíkur samningur verði gerður á ný.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×