Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 06:00 Logi er elsti leikmaður íslenska liðsins, fæddur árið 1981. vísir/valli Íslenska körfuboltalandsliðið er búið að spila 160 mínútur á síðustu fimm dögum og í kvöld er komið að sjötta leik liðsins á sjö dögum. Lokaleikur B-riðilsins í Berlín verður á milli yngsta og elsta liðsins, eða Íslands og Tyrklands. Ísland spilar því fyrsta og síðasta leikinn í riðlakeppninni á sínu fyrsta stórmóti. Það er kannski erfitt að skilgreina hvenær leikmenn teljast orðið til gömlu karlanna en ein leiðin er að miða við 32 ára aldurinn. Aðeins tíu leikmenn eru 32 ára og eldri hjá liðunum sex sem spila í Berlín og svo vill til að Ísland á sex þeirra, eða sextíu prósent af gömlu körlunum. Þeir eru allir svo ungir í anda að þetta skiptir engu máli, sagði Arnar Guðjónsson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Íslands, léttur og kátur við Fréttablaðið. Ég hef engar áhyggjur af aldrinum. Menn gefa allt sem þeir eiga í þetta. Fjórir af þeim gömlu í íslenska liðinu eru kjölfestuleikmenn liðsins sem þurfa að skila sínu ætli liðið sér eitthvað í leikjunum. Fyrirliðinn Hlynur Bæringsson, stigahæsti leikmaðurinn Jón Arnór Stefánsson og bakverðirnir öflugu Logi Gunnarsson og Jakob Örn Sigurðarson eru allir í hópi elstu leikmanna riðilsins. Í raun eru það aðeins NBA-stjörnurnar Dirk Nowitzki í Þýskalandi og Pau Gasol hjá Spáni sem eru eldri, auk Spánverjans Felipe Reyes. Einn annar leikmaður á mótinu kemst í öldungahópinn en það er tyrkneski Bandaríkjamaðurinn Ali Muhammed. Ali Muhammed hét áður Bobby Dixon en hann breytti um nafn þegar hann fékk tyrkneskt ríkisfang í sumar. Það er því ekki óeðlilegt að menn hafi áhyggjur af þreyttum íslenskum fótum þegar kemur að leiknum á móti Tyrkjum í kvöld.Dirk Nowitzki er elstur allra leikmanna í B-riðli.vísir/getty EM 2015 í Berlín Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið er búið að spila 160 mínútur á síðustu fimm dögum og í kvöld er komið að sjötta leik liðsins á sjö dögum. Lokaleikur B-riðilsins í Berlín verður á milli yngsta og elsta liðsins, eða Íslands og Tyrklands. Ísland spilar því fyrsta og síðasta leikinn í riðlakeppninni á sínu fyrsta stórmóti. Það er kannski erfitt að skilgreina hvenær leikmenn teljast orðið til gömlu karlanna en ein leiðin er að miða við 32 ára aldurinn. Aðeins tíu leikmenn eru 32 ára og eldri hjá liðunum sex sem spila í Berlín og svo vill til að Ísland á sex þeirra, eða sextíu prósent af gömlu körlunum. Þeir eru allir svo ungir í anda að þetta skiptir engu máli, sagði Arnar Guðjónsson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Íslands, léttur og kátur við Fréttablaðið. Ég hef engar áhyggjur af aldrinum. Menn gefa allt sem þeir eiga í þetta. Fjórir af þeim gömlu í íslenska liðinu eru kjölfestuleikmenn liðsins sem þurfa að skila sínu ætli liðið sér eitthvað í leikjunum. Fyrirliðinn Hlynur Bæringsson, stigahæsti leikmaðurinn Jón Arnór Stefánsson og bakverðirnir öflugu Logi Gunnarsson og Jakob Örn Sigurðarson eru allir í hópi elstu leikmanna riðilsins. Í raun eru það aðeins NBA-stjörnurnar Dirk Nowitzki í Þýskalandi og Pau Gasol hjá Spáni sem eru eldri, auk Spánverjans Felipe Reyes. Einn annar leikmaður á mótinu kemst í öldungahópinn en það er tyrkneski Bandaríkjamaðurinn Ali Muhammed. Ali Muhammed hét áður Bobby Dixon en hann breytti um nafn þegar hann fékk tyrkneskt ríkisfang í sumar. Það er því ekki óeðlilegt að menn hafi áhyggjur af þreyttum íslenskum fótum þegar kemur að leiknum á móti Tyrkjum í kvöld.Dirk Nowitzki er elstur allra leikmanna í B-riðli.vísir/getty
EM 2015 í Berlín Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum