Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 06:00 Logi er elsti leikmaður íslenska liðsins, fæddur árið 1981. vísir/valli Íslenska körfuboltalandsliðið er búið að spila 160 mínútur á síðustu fimm dögum og í kvöld er komið að sjötta leik liðsins á sjö dögum. Lokaleikur B-riðilsins í Berlín verður á milli yngsta og elsta liðsins, eða Íslands og Tyrklands. Ísland spilar því fyrsta og síðasta leikinn í riðlakeppninni á sínu fyrsta stórmóti. Það er kannski erfitt að skilgreina hvenær leikmenn teljast orðið til gömlu karlanna en ein leiðin er að miða við 32 ára aldurinn. Aðeins tíu leikmenn eru 32 ára og eldri hjá liðunum sex sem spila í Berlín og svo vill til að Ísland á sex þeirra, eða sextíu prósent af gömlu körlunum. Þeir eru allir svo ungir í anda að þetta skiptir engu máli, sagði Arnar Guðjónsson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Íslands, léttur og kátur við Fréttablaðið. Ég hef engar áhyggjur af aldrinum. Menn gefa allt sem þeir eiga í þetta. Fjórir af þeim gömlu í íslenska liðinu eru kjölfestuleikmenn liðsins sem þurfa að skila sínu ætli liðið sér eitthvað í leikjunum. Fyrirliðinn Hlynur Bæringsson, stigahæsti leikmaðurinn Jón Arnór Stefánsson og bakverðirnir öflugu Logi Gunnarsson og Jakob Örn Sigurðarson eru allir í hópi elstu leikmanna riðilsins. Í raun eru það aðeins NBA-stjörnurnar Dirk Nowitzki í Þýskalandi og Pau Gasol hjá Spáni sem eru eldri, auk Spánverjans Felipe Reyes. Einn annar leikmaður á mótinu kemst í öldungahópinn en það er tyrkneski Bandaríkjamaðurinn Ali Muhammed. Ali Muhammed hét áður Bobby Dixon en hann breytti um nafn þegar hann fékk tyrkneskt ríkisfang í sumar. Það er því ekki óeðlilegt að menn hafi áhyggjur af þreyttum íslenskum fótum þegar kemur að leiknum á móti Tyrkjum í kvöld.Dirk Nowitzki er elstur allra leikmanna í B-riðli.vísir/getty EM 2015 í Berlín Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið er búið að spila 160 mínútur á síðustu fimm dögum og í kvöld er komið að sjötta leik liðsins á sjö dögum. Lokaleikur B-riðilsins í Berlín verður á milli yngsta og elsta liðsins, eða Íslands og Tyrklands. Ísland spilar því fyrsta og síðasta leikinn í riðlakeppninni á sínu fyrsta stórmóti. Það er kannski erfitt að skilgreina hvenær leikmenn teljast orðið til gömlu karlanna en ein leiðin er að miða við 32 ára aldurinn. Aðeins tíu leikmenn eru 32 ára og eldri hjá liðunum sex sem spila í Berlín og svo vill til að Ísland á sex þeirra, eða sextíu prósent af gömlu körlunum. Þeir eru allir svo ungir í anda að þetta skiptir engu máli, sagði Arnar Guðjónsson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Íslands, léttur og kátur við Fréttablaðið. Ég hef engar áhyggjur af aldrinum. Menn gefa allt sem þeir eiga í þetta. Fjórir af þeim gömlu í íslenska liðinu eru kjölfestuleikmenn liðsins sem þurfa að skila sínu ætli liðið sér eitthvað í leikjunum. Fyrirliðinn Hlynur Bæringsson, stigahæsti leikmaðurinn Jón Arnór Stefánsson og bakverðirnir öflugu Logi Gunnarsson og Jakob Örn Sigurðarson eru allir í hópi elstu leikmanna riðilsins. Í raun eru það aðeins NBA-stjörnurnar Dirk Nowitzki í Þýskalandi og Pau Gasol hjá Spáni sem eru eldri, auk Spánverjans Felipe Reyes. Einn annar leikmaður á mótinu kemst í öldungahópinn en það er tyrkneski Bandaríkjamaðurinn Ali Muhammed. Ali Muhammed hét áður Bobby Dixon en hann breytti um nafn þegar hann fékk tyrkneskt ríkisfang í sumar. Það er því ekki óeðlilegt að menn hafi áhyggjur af þreyttum íslenskum fótum þegar kemur að leiknum á móti Tyrkjum í kvöld.Dirk Nowitzki er elstur allra leikmanna í B-riðli.vísir/getty
EM 2015 í Berlín Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira