Fleiri fréttir

Bosníumenn án síns besta manns í Höllinni

NBA-leikmaðurinn Mirza Teletovic, stigahæsti leikmaður undankeppni EM, verður ekki með bosníska landsliðinu í leiknum á móti Íslandi í Laugardalshöllinni á miðvikudag. Karfan.is hefur það eftir vefsíðunni Sportsport.ba að Mirza Teletovic komi ekki með til Íslands af persónulegum ástæðum en Bosníumenn hafa þegar tryggt sér sæti á EM.

City-menn sýndu styrk sinn gegn Liverpool

Englandsmeistarar Manchester City sýndu styrk sinn í kvöld með því að vinna 3-1 sigur á Liverpool þegar tvö efstu lið síðasta tímabils mættust á á Ethidad-leikvanginum í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Simeone dæmdur í átta leikja bann

Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, var í dag dæmdur í átta leikja bann fyrir brottvísunina í leiknum gegn Real Madrid í Ofurbikarnum um helgina.

Tiger búinn að reka þjálfara sinn

Atvinnukylfingurinn Tiger Woods hefur ákveðið að skipta um þjálfara en hann tilkynnti það á heimasíðu sinni í dag að samstarfi hans og Sean Foley væri á enda.

Torres fer ekki ódýrt frá Chelsea

Fernando Torres krefst þess að Chelsea greiði upp samning hans ætli þeir að selja hann en hann á tvö ár eftir af samningi sínum. Torres hefur verið orðaður við Roma undanfarnar vikur.

Tottenham samþykkir tilboð í Dawson

Steve Bruce staðfesti í gær að félagið hefði komist að samkomulagi við Tottenham um kaupverðið á Michael Dawson. Auk þess er Hull í viðræðum við Blackburn um enska framherjann Jordan Rhodes.

Fallslagur í Grafarvogi

Fjölnir og Keflavík mætast á Fjölnisvelli í kvöld, en báðum liðum hefur gengið illa að sækja stig að undanförnu.

Bosnískur sigur á Bretum

Bosnía vann sex stiga sigur, 74-68, á Bretlandi í næstsíðasta leik A-riðils í undankeppni EM 2015 í körfubolta.

Kobe sendi LeBron áhugaverð smáskilaboð sumarið 2010

Íþróttafréttaritarinn Kevin Ding hjá Bleacher Report sem sérhæfir sig í Los Angeles Lakers í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum greindi frá áhugaverðum smáskilaboðum sem Kobe Bryant sendi kollega sínum LeBron James sumarið 2010.

Líbía hættir við að halda Afríkukeppnina

Afríkukeppnin landsliða í fótbolta 2017 verður ekki haldin í Líbíu eins og til stóð. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem Líbía hættir við að halda keppnina vegna ástandsins í landinu.

Jón Arnór: Kominn tími til að fólk mæti

"Ef það verður ekki full Laugardalshöll á miðvikudaginn, þá eigum við aldrei eftir að fylla hana. Það er kominn tími til að fólk mæti og sýni okkur þann stuðning sem við eigum skilið,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í viðtali við Valtý Björn Valtýsson, íþróttafréttamann Stöðvar 2.

Ancelotti: Di Maria fer en ekki Khedira

Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri spænska stórliðsins Real Madrid staðfesti við fjölmiðla að Angel di Maria sé á leið frá félaginu en hann sagði jafnframt að Þjóðverjinn Sami Khedira fari hvergi.

Van Gaal: Samvinna miðju og sóknar ekki nógu góð

Louis van Gaal knattspyrnustjóri Manchester United sagði að lið sitt hefði átt að fá vítaspyrnu í 1-1 jafnteflinu gegn Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þó leikur liðsins hafi ekki verið nógu góður.

Poyet: Margt jákvætt

Gus Poyet knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Sunderland var ánægður með frammistöðu síns liðs í 1-1 jafnteflinu gegn Manchester United í dag.

Ekkert íslenskt mark í naumum sigri Löwen

Rhein-Neckar Löwen vann tæpan 24-23 sigur á lærisveinum Geirs Sveinssonar í Magdeburg í dag á heimavelli sínum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Íslendingarnir í liði Ljónanna komust ekki á blað.

Sextán íslensk mörk í sigri Eisenach

Hannes Jón Jónsson og Bjarki Már Elísson léku vel þegar Eisenach lagði Empor Rostock 36-25 í þýsku fyrstu deildinni í handbolta í dag. Á sama tíma gerði Gummersbach jafntefli við Hamburg í úrvalsdeildinni.

Ragnar og félagar enn ósigraðir

Krasnodar skellti Torpedo Moskva 3-0 i rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Ragnar Sigurðsson lék að vanda allan leikinn fyrir Krasnodar.

Hrafnhildur hafnaði í 8. sæti

Hrafnhildur Lúthersdóttir synti nú rétt í þessu í úrslitum í 50 metra bringusundi á Evrópumótinu í 50 metra laug í Berlín.

Gott skrið á Kristianstad

Íslendingaliðið Kristianstad lyfti sér upp í fimmta sæti úrvalsdeildar kvenna í Svíþjóð í fótbolta með 3-2 sigri á Piteå í dag. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar lið Kristianstad.

Ricciardo vann í Belgíu

Daniel Ricciardo á Red Bull kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum rétt í þessu. Annar var Nico Rosberg á Mercedes og þriðji Valtteri Bottas á Williams.

Furyk og Day efstir á The Barclays

Jason Day og Jim Furyk eru efstir fyrir lokadag The Barclays golfmótsins á Ridgewood vellinum í New Jersey í Bandaríkjunum. Þetta er fyrsta af fjórum mótum FedEX bikarsins.

Giroud tæpur fyrir leikinn gegn Besiktas

Svo gæti farið að franski framherjinn Oliver Giroud missi af seinni leik enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal og tyrkneska liðsins Besiktas í forkeppni Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn vegna meiðsla.

Skipti Kevin Love til Cleveland frágengin

Eftir 30 daga bið var loks í gær hægt að staðfesta skiptin á kraftframherjanum Kevin Love frá Minnesota Timberwolves til Cleveland Cavaliers í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum.

Sjá næstu 50 fréttir