Körfubolti

Bosnískur sigur á Bretum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mirza Teletovic hefur farið mikinn í undankeppninni.
Mirza Teletovic hefur farið mikinn í undankeppninni. Vísir/Getty
Bosnía vann sex stiga sigur, 74-68, á Bretlandi í næstsíðasta leik A-riðils í undankeppni EM 2015 í körfubolta. Liðin eru með Íslandi í riðli, en með sigrinum gulltryggði Bosnía sér sæti á EM.

Mirza Teletovic, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni, var stigahæstur í liði Bosníu með 25 stig, en hann hefur skorað flest stig allra að meðaltali í leik (26,3) í undankeppninni. Benjamin Mockford skoraði mest fyrir Breta, eða 19 stig.

Annars voru úrslit kvöldsins í undankeppninni Íslandi ekki hagstæð. Rússar unnu sterkan útisigur á Ítalíu, 72-68, í G-riðli, en ítalskur sigur hefði allt að því tryggt Íslandi sæti á EM.

Enn getur brugðið til beggja vona með þátttöku Íslands á EM 2015, en íslenska liðið er enn með örlögin í sínum höndum. Vinni það Bosníu í Laugardalshöll á miðvikudagskvöldið er farseðilinn á EM tryggður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×