Sjö leikir í Lautinni lyftu Fylki úr fallbaráttu í Evrópuslag Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. ágúst 2014 12:45 Fylkismenn unnu fjóra leiki af sjö. vísir/pjetur Annað árið í röð er Fylkir að bjarga andliti í seinni umferðinni í Pepsi-deild karla í knattspyrnu og rúmlega það. Í fyrra var liðið í fallsæti eftir ellefu umferðir, en var svo eitt besta lið deildarinnar í seinni hlutanum. Svipaðir hlutir eru að gerast í Lautinni á þessari leiktíð, en Fylkir hefur verið á miklum skriði í undanförnum leikjum og rakað saman stigum. Það er nú komið langt frá fallsæti og farið að berjast um Evrópusæti. Fylkismenn horfðu hýru auga til sjö leikja í röð á heimavelli, en mótið raðaðist þannig upp fyrir Árbæjarliðið eftir erfiða byrjun þar sem Fylkismenn gátu ekki spilað á heimavelli vegna vallaraðstæðna.Ásmundur Arnarsson er annað árið í röð að gera mun betri hluti með Fylkisliðið í seinni umferðinni.vísir/pjeturHeimaleikjatörnin hófst með sigri á Fram, 2-0, en því fylgdu töp gegn langbestu liðum deildarinnar; Stjörnunni og FH. Síðan þá hefur Fylkir ekki tapað leik. Fylkismenn fengu Albert Brynjar Ingason aftur heim sem spilaði endurkomuleikinn á móti ÍBV og skoraði í 3-1 sigri liðsins. Hann skoraði svo mark Fylkis í 1-1 jafntefli gegn Víkingi í umferðinni á eftir því og tvö í öruggum 4-1 sigri á Þór í síðustu viku. Albert Brynjar var ekki á skotskónum í gær, en mörk frá ÁsgeiriEyþórssyni og Oddi Inga Guðmundssyni tryggðu sigurinn á bitlausu liði Vals, 2-0. Í heildina er Fylkir búið að næla í tíu stig af síðustu tólf mögulegum og þrettán stig af 21 sem í boði voru í þessum sjö heimaleikjum. Liðið er nú með 21 stig, fimm stigum frá Víkingum sem eru í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar, en það mun væntanlega á endanum gefa Evrópusæti.vísir/pjeturÞessi uppsveifla Fylkis er keimlík þeirri í fyrra, en þá var liðið með frábæran framherja í Viðari Erni Kjartanssyni og Andrés Már Jóhannesson komst í gang um mitt mót eftir meiðsli. Andrés hefur verið mjög góður í síðustu leikjum og þá hefur endurkoma FinnsÓlafssonar gert mikið fyrir Fylkismenn. Fylkir kveður nú lautina og spilar aftur útileik í næstu umferð þegar það mætir Breiðablik á útivelli, en liðið mætir einig Keflavík, Fjölni og Fram í síðustu umferðunum auk bikarmeisturum KR. Dauðafæri á enn meiri stigasöfnun og afar óvæntu Evrópusæti. Stig Fylkis fyrir heimaleikjarispuna: 8 (2-2-6) Stig Fylkis í heimaleikjarispunni: 13 (4-1-2) Samtals: 23 (6-3-8) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Valur 2-0 | Heimaleikjahrinunni lokað með besta hætti Fylkir lagði Valsmenn af velli og fjarlægjast fallbaráttuna jafnt og þétt. 24. ágúst 2014 00:01 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Annað árið í röð er Fylkir að bjarga andliti í seinni umferðinni í Pepsi-deild karla í knattspyrnu og rúmlega það. Í fyrra var liðið í fallsæti eftir ellefu umferðir, en var svo eitt besta lið deildarinnar í seinni hlutanum. Svipaðir hlutir eru að gerast í Lautinni á þessari leiktíð, en Fylkir hefur verið á miklum skriði í undanförnum leikjum og rakað saman stigum. Það er nú komið langt frá fallsæti og farið að berjast um Evrópusæti. Fylkismenn horfðu hýru auga til sjö leikja í röð á heimavelli, en mótið raðaðist þannig upp fyrir Árbæjarliðið eftir erfiða byrjun þar sem Fylkismenn gátu ekki spilað á heimavelli vegna vallaraðstæðna.Ásmundur Arnarsson er annað árið í röð að gera mun betri hluti með Fylkisliðið í seinni umferðinni.vísir/pjeturHeimaleikjatörnin hófst með sigri á Fram, 2-0, en því fylgdu töp gegn langbestu liðum deildarinnar; Stjörnunni og FH. Síðan þá hefur Fylkir ekki tapað leik. Fylkismenn fengu Albert Brynjar Ingason aftur heim sem spilaði endurkomuleikinn á móti ÍBV og skoraði í 3-1 sigri liðsins. Hann skoraði svo mark Fylkis í 1-1 jafntefli gegn Víkingi í umferðinni á eftir því og tvö í öruggum 4-1 sigri á Þór í síðustu viku. Albert Brynjar var ekki á skotskónum í gær, en mörk frá ÁsgeiriEyþórssyni og Oddi Inga Guðmundssyni tryggðu sigurinn á bitlausu liði Vals, 2-0. Í heildina er Fylkir búið að næla í tíu stig af síðustu tólf mögulegum og þrettán stig af 21 sem í boði voru í þessum sjö heimaleikjum. Liðið er nú með 21 stig, fimm stigum frá Víkingum sem eru í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar, en það mun væntanlega á endanum gefa Evrópusæti.vísir/pjeturÞessi uppsveifla Fylkis er keimlík þeirri í fyrra, en þá var liðið með frábæran framherja í Viðari Erni Kjartanssyni og Andrés Már Jóhannesson komst í gang um mitt mót eftir meiðsli. Andrés hefur verið mjög góður í síðustu leikjum og þá hefur endurkoma FinnsÓlafssonar gert mikið fyrir Fylkismenn. Fylkir kveður nú lautina og spilar aftur útileik í næstu umferð þegar það mætir Breiðablik á útivelli, en liðið mætir einig Keflavík, Fjölni og Fram í síðustu umferðunum auk bikarmeisturum KR. Dauðafæri á enn meiri stigasöfnun og afar óvæntu Evrópusæti. Stig Fylkis fyrir heimaleikjarispuna: 8 (2-2-6) Stig Fylkis í heimaleikjarispunni: 13 (4-1-2) Samtals: 23 (6-3-8)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Valur 2-0 | Heimaleikjahrinunni lokað með besta hætti Fylkir lagði Valsmenn af velli og fjarlægjast fallbaráttuna jafnt og þétt. 24. ágúst 2014 00:01 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Valur 2-0 | Heimaleikjahrinunni lokað með besta hætti Fylkir lagði Valsmenn af velli og fjarlægjast fallbaráttuna jafnt og þétt. 24. ágúst 2014 00:01