Sjö leikir í Lautinni lyftu Fylki úr fallbaráttu í Evrópuslag Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. ágúst 2014 12:45 Fylkismenn unnu fjóra leiki af sjö. vísir/pjetur Annað árið í röð er Fylkir að bjarga andliti í seinni umferðinni í Pepsi-deild karla í knattspyrnu og rúmlega það. Í fyrra var liðið í fallsæti eftir ellefu umferðir, en var svo eitt besta lið deildarinnar í seinni hlutanum. Svipaðir hlutir eru að gerast í Lautinni á þessari leiktíð, en Fylkir hefur verið á miklum skriði í undanförnum leikjum og rakað saman stigum. Það er nú komið langt frá fallsæti og farið að berjast um Evrópusæti. Fylkismenn horfðu hýru auga til sjö leikja í röð á heimavelli, en mótið raðaðist þannig upp fyrir Árbæjarliðið eftir erfiða byrjun þar sem Fylkismenn gátu ekki spilað á heimavelli vegna vallaraðstæðna.Ásmundur Arnarsson er annað árið í röð að gera mun betri hluti með Fylkisliðið í seinni umferðinni.vísir/pjeturHeimaleikjatörnin hófst með sigri á Fram, 2-0, en því fylgdu töp gegn langbestu liðum deildarinnar; Stjörnunni og FH. Síðan þá hefur Fylkir ekki tapað leik. Fylkismenn fengu Albert Brynjar Ingason aftur heim sem spilaði endurkomuleikinn á móti ÍBV og skoraði í 3-1 sigri liðsins. Hann skoraði svo mark Fylkis í 1-1 jafntefli gegn Víkingi í umferðinni á eftir því og tvö í öruggum 4-1 sigri á Þór í síðustu viku. Albert Brynjar var ekki á skotskónum í gær, en mörk frá ÁsgeiriEyþórssyni og Oddi Inga Guðmundssyni tryggðu sigurinn á bitlausu liði Vals, 2-0. Í heildina er Fylkir búið að næla í tíu stig af síðustu tólf mögulegum og þrettán stig af 21 sem í boði voru í þessum sjö heimaleikjum. Liðið er nú með 21 stig, fimm stigum frá Víkingum sem eru í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar, en það mun væntanlega á endanum gefa Evrópusæti.vísir/pjeturÞessi uppsveifla Fylkis er keimlík þeirri í fyrra, en þá var liðið með frábæran framherja í Viðari Erni Kjartanssyni og Andrés Már Jóhannesson komst í gang um mitt mót eftir meiðsli. Andrés hefur verið mjög góður í síðustu leikjum og þá hefur endurkoma FinnsÓlafssonar gert mikið fyrir Fylkismenn. Fylkir kveður nú lautina og spilar aftur útileik í næstu umferð þegar það mætir Breiðablik á útivelli, en liðið mætir einig Keflavík, Fjölni og Fram í síðustu umferðunum auk bikarmeisturum KR. Dauðafæri á enn meiri stigasöfnun og afar óvæntu Evrópusæti. Stig Fylkis fyrir heimaleikjarispuna: 8 (2-2-6) Stig Fylkis í heimaleikjarispunni: 13 (4-1-2) Samtals: 23 (6-3-8) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Valur 2-0 | Heimaleikjahrinunni lokað með besta hætti Fylkir lagði Valsmenn af velli og fjarlægjast fallbaráttuna jafnt og þétt. 24. ágúst 2014 00:01 Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Annað árið í röð er Fylkir að bjarga andliti í seinni umferðinni í Pepsi-deild karla í knattspyrnu og rúmlega það. Í fyrra var liðið í fallsæti eftir ellefu umferðir, en var svo eitt besta lið deildarinnar í seinni hlutanum. Svipaðir hlutir eru að gerast í Lautinni á þessari leiktíð, en Fylkir hefur verið á miklum skriði í undanförnum leikjum og rakað saman stigum. Það er nú komið langt frá fallsæti og farið að berjast um Evrópusæti. Fylkismenn horfðu hýru auga til sjö leikja í röð á heimavelli, en mótið raðaðist þannig upp fyrir Árbæjarliðið eftir erfiða byrjun þar sem Fylkismenn gátu ekki spilað á heimavelli vegna vallaraðstæðna.Ásmundur Arnarsson er annað árið í röð að gera mun betri hluti með Fylkisliðið í seinni umferðinni.vísir/pjeturHeimaleikjatörnin hófst með sigri á Fram, 2-0, en því fylgdu töp gegn langbestu liðum deildarinnar; Stjörnunni og FH. Síðan þá hefur Fylkir ekki tapað leik. Fylkismenn fengu Albert Brynjar Ingason aftur heim sem spilaði endurkomuleikinn á móti ÍBV og skoraði í 3-1 sigri liðsins. Hann skoraði svo mark Fylkis í 1-1 jafntefli gegn Víkingi í umferðinni á eftir því og tvö í öruggum 4-1 sigri á Þór í síðustu viku. Albert Brynjar var ekki á skotskónum í gær, en mörk frá ÁsgeiriEyþórssyni og Oddi Inga Guðmundssyni tryggðu sigurinn á bitlausu liði Vals, 2-0. Í heildina er Fylkir búið að næla í tíu stig af síðustu tólf mögulegum og þrettán stig af 21 sem í boði voru í þessum sjö heimaleikjum. Liðið er nú með 21 stig, fimm stigum frá Víkingum sem eru í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar, en það mun væntanlega á endanum gefa Evrópusæti.vísir/pjeturÞessi uppsveifla Fylkis er keimlík þeirri í fyrra, en þá var liðið með frábæran framherja í Viðari Erni Kjartanssyni og Andrés Már Jóhannesson komst í gang um mitt mót eftir meiðsli. Andrés hefur verið mjög góður í síðustu leikjum og þá hefur endurkoma FinnsÓlafssonar gert mikið fyrir Fylkismenn. Fylkir kveður nú lautina og spilar aftur útileik í næstu umferð þegar það mætir Breiðablik á útivelli, en liðið mætir einig Keflavík, Fjölni og Fram í síðustu umferðunum auk bikarmeisturum KR. Dauðafæri á enn meiri stigasöfnun og afar óvæntu Evrópusæti. Stig Fylkis fyrir heimaleikjarispuna: 8 (2-2-6) Stig Fylkis í heimaleikjarispunni: 13 (4-1-2) Samtals: 23 (6-3-8)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Valur 2-0 | Heimaleikjahrinunni lokað með besta hætti Fylkir lagði Valsmenn af velli og fjarlægjast fallbaráttuna jafnt og þétt. 24. ágúst 2014 00:01 Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Valur 2-0 | Heimaleikjahrinunni lokað með besta hætti Fylkir lagði Valsmenn af velli og fjarlægjast fallbaráttuna jafnt og þétt. 24. ágúst 2014 00:01