Fleiri fréttir

Redknapp horfði á Kolbein spila í bikarnum

Hollenskir fjölmiðlar greina frá því að Harry Redknapp, stjóri enska B-deildarliðsins QPR, hafi verið á Amsterdam Arena í gær til að fylgjast með Kolbeini Sigþórssyni spila.

Þau fara til Sotsjí

Íþrótta- og Ólympíusamband tilkynnti í sendiráði Rússlands í dag hvaða fimm keppendur fara á Vetrarólympíuleikana í Sotsjí í næsta mánuði.

Tvöföld stig fyrir síðasta mótið í formúlunni

Forráðamenn formúlu eitt hafa ákveðið að láta verða að hugmynd Bernie Ecclestone um að gefa tvöföld stig fyrir lokamótið á komandi keppnistímabili. Það var enginn sem mótmælti þessari nýjung á yfirmannafundi innan formúlu eitt og nýjan stigareglan verður því í gildi á árinu 2014.

Chelsea keypti egypskan miðjumann

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea festi í dag kaup á egypska miðjumanninum Mohamed Salah frá svissneska félaginu Basel.

Falcao þarf í aðgerð og missir líklega af HM

Franska félagið AS Monaco staðfesti í dag að sóknarmaðurinn Radamel Falcao, leikmaður kólumbíska landsliðsins, þurfi að fara í aðgerð vegna krossbandsmeiðsla í hné.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Snæfell 99-93 | Pavel með risaleik

Pavel Ermolinskij og Martin Hermannsson fóru á kostum þegar KR vann góðan sigur á baráttuglöðu liði Snæfells 99-93 í Dominos'deild karla í körfuknattleik í kvöld. Þótt sex sæti skilji liðin að í deildinni var leikurinn spennandi lengst af.

Lærisveinar Patta ekki meðal tíu efstu á EM

Austurríska landsliðið endaði í 11. sæti á Evrópumótinu í handbolta en tíu af sextán þjóðum hafa nú lokið keppni á EM í Danmörku og aðeins á eftir að spila um sex efstu sætin.

Guðjón Valur með sex marka forskot á markalistanum

Guðjón Valur Sigurðsson er markahæsti leikmaður Evrópumótsins í Danmörku nú þegar keppni í milliriðlum er lokið og aðeins á eftir að keppa um sæti. Guðjón Valur á góða möguleika á því að verða markahæsti leikmaður keppninnar.

Höddi Magg missti sig í útsendingu

Íþróttafréttamaðurinn fór hamförum í lýsingu á leik Manchester United og Sunderland í undanúrslitum enska deildarbikarsins.

Osvaldo blóðgaði liðsfélaga sinn á æfingu

Ítalinn Pablo Osvaldo var í dag settur í tveggja vikna agabann hjá félagi sínu Southampton í ensku úrvalsdeildinni en BBC hefur nú heimildir fyrir því að Osvaldo hafi slegist við liðsfélaga sinn á æfingu liðsins.

Massa biður fyrir Schumacher á hverjum degi

Brasilíumaðurinn Felipe Massa segist biðja fyrir Michael Schumacher á hverjum degi en hinn 45 ára gamli Schumacher liggur enn í dái eftir að hafa dottið illa á skíðum 29. desember síðastliðinn.

Vilhjálmur Darri: Dauðskammast mín

Vilhjálmur Darri Einarsson, leikmaður KV, fór mjög niðrandi orðum um þjálfarann sinn eftir að hafa verið skipt af velli í leik í Reykjavíkurmóti karla í gær en fótbolti.net birti frétt og myndband af því þegar leikmaðurinn hraunaði yfir þjálfara sinn Pál Kristjánsson.

Fleiri en Mata að fara frá Chelsea

Josh McEachran, miðjumaður Chelsea, mun klára tímabilið með Wigan Athletic í ensku b-deildinni en Chelsea hefur samþykkt að lána leikmanninn til ensku bikarmeistaranna.

Fjögurra ára gömul grein Moyes lítur kostulega út í dag

David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, upplifði enn ein vonbrigðin sem stjóri United í gær þegar Manchester United féll út úr enska deildabikarnum eftir tap á móti Sunderland eftir vítakeppni. Leikurinn fór fram á Old Trafford og var seinni leikur liðanna í undanúrslitum keppninnar.

Embla komin aftur í KR eftir sex ára fjarveru

KR-ingar hafa verið að endurheimta gamla leikmenn í kvennafótboltanum og Embla Sigríður Grétarsdóttir hefur ákveðið að spila með KR í B-deildinni í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu KR.

HM í hættu hjá Radamel Falcao

Kólumbíski landsliðsframherjinn Radamel Falcao meiddist í gær á hné í bikarsigri Mónakó á neðri deildarliðinu Monts d'Or Azergues. Það er ekki ljóst hversu alvarleg meiðslin eru en HM í Brasilíu gæti verið í hættu hjá þessum frábæra leikmanni.

Vefsalan hjá Lax-Á að fara í gang

Það styttist í að vefsala Lax-Á fari af stað á vefnum www.agn.is en salan á veiðileyfum þar á bæ er búin að vera mjög góð síðustu daga.

Li Na og Cibulkova mætast í úrslitum á opna ástralska

Li Na frá Kína og Dominika Cibulkova frá Slóvakíu tryggðu sér í nótt sæti í úrslitaleiknum í einliðaleik kvenna á opna ástralska meistaramótinu í tennis þegar þær unnu báðar undanúrslitaleiki sína í Melbourne.

NBA: San Antonio náði ekki að stoppa hinn sjóðheita Durant

Kevin Durant braut 30 stiga múrinn í níunda leiknum í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar Oklahoma City Thunder vann sex stiga útisigur á San Antonio Spurs. Phoenix Suns vann topplið Indiana Pacers, Boston Celtics vann dramatískan sigur og New York Knicks liðið tapar og tapar.

Enn langt í land í allra bestu liðin

Danir völtuðu yfir Ísland í leik sem skipti engu máli. Strákarnir okkar voru sjálfum sér verstir í leiknum. Klúðruðu aragrúa frábærra færa og leyfðu frábæru liði Dana síðan að keyra yfir þá.

Næ vonandi að setja niður tvo þrista á næstu fimm árum

Páll Axel Vilbergsson getur í kvöld orðið sá leikmaður sem hefur skorað flestar þriggja stiga körfur í sögu úrvalsdeildar karla. Hann vantar einn þrist til að jafna met Guðjóns Skúlasonar sem er búinn að vera í efsta sæti listans í marga áratugi.

Þetta var hundleiðinlegur leikur

"Það var við ofurefli að etja í dag,“ sagði Aron Pálmarsson eftir að Ísland tapaði fyrir Danmörku í gær, 32-23, í lokaleik milliriðlakeppninnar í Herning. Eftir ágæta byrjun stungu Danir af í síðari hálfleik og sáu til þess að okkar menn ættu ekki afturkvæmt.

Rex Ryan ráðleggur bróður sínum að fara í klippingu

Rob Ryan er einn af þekktari andlitunum í ameríska fótboltanum þrátt fyrir að hann sé ekki aðalþjálfari síns liðs. Þessi litríki og hármikli maður er eftirsóttur sem varnarþjálfari en enginn virðist vilja fá hann til að stýra liði í NFL-deildinni.

Vilhjálmur Darri úthúðaði þjálfaranum sínum

Ótrúleg uppákoma átti sér stað í leik KV og Fylkis í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í kvöld. Einn leikmanna KV fór mjög niðrandi orðum um þjálfarann sinn eftir að hafa verið skipt af velli.

Ronaldo: Messi gerir mig að betri leikmanni

Cristiano Ronaldo, framherji Real Madrid og besti leikmaður í heimi á síðasta ári, viðurkennir að samanburðurinn við Lionel Messi og keppnin um hver sé besti fótboltamaður heims hjálpi honum sjálfum að verða betri leikmaður.

Aron: Þeir refsuðu okkur

"Ég myndi ekki segja að þetta væri munurinn á liðunum en í dag lendum við í því að gera okkur seka um að klúðra mörgum færum í fyrri hálfleik," sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari svekktur eftir tapið gegn Dönum.

Allt var Dönum í hag | Myndir

Ísland tapaði fyrir Danmörku í lokaleik milliriðlakeppninnar á EM í handbolta, 32-23, þar sem heimamenn í Herning fóru á kostum fyrir troðfullri höll.

Sverre: Það þarf enginn að skammast sín

"Þeir spiluðu mjög vel og það kom engum á óvart. Við vissum vel við hvaða lið við vorum að fara að spila. Það var því leiðinlegt að ná ekki að stöðva þá betur," sagði varnartröllið Sverre Andreas Jakobsson eftir tapið gegn Danmörku í kvöld.

Guðjón Valur: Getum verið stoltir af þessum árangri

"Þeir voru að hvíla lykilmenn hjá sér og við vorum líka að rúlla mikið. Við lentum bara í vandræðum og á vegg í síðari hálfleik," sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson eftir tapið gegn Dönum í Boxen í kvöld.

Rúnar: Leiðinlegt að geta ekki sýnt betri leik

Leikurinn í kvöld reyndist hinum ungu og öflugu leikmönnum Íslands erfiður. Rúnar Kárason var einn þeirra sem náði sér ekki á strik í kvöld en það á reyndar við um flesta leikmenn liðsins.

Sjá næstu 50 fréttir