Enski boltinn

Hringdi í neyðarlínuna og heimtaði að fá að tala við Sir Alex

Arnar Björnsson skrifar
Vísir/NordicPhotos/Getty
Skömmu eftir að Sunderland hafði slegið Manchester United út úr enska deildabikarnum í gærkvöldi hringdi sauðdrukkinn stuðningsmaður United í neyðarlínuna í Manchesterborg. Manchester Evening News segir frá þessu á heimasíðu sinni.

Erindið var að hans mati mjög alvarlegt, hann vildi ræða við gamla knattspyrnustjóra félagsins, Sir Alex Ferguson, um leikinn.

Talsmenn neyðarlínunnar sáu ástæðu til að minna menn á að betra væri að hringja í fótboltafélagið því meiri líkur væru á því að menn gætu náð sambandi við Sir Alex með því að hringja þangað heldur en að hringja í neyðarlínuna.

Manchester United tapaði fyrir Sunderland í vítakeppni og fyrr í mánuðinum datt liðið einnig út úr enska bikarnum á heimavelli. Liðið hefur auk þess tapað fjórum heimaleikjum í ensku úrvalsdeildinni og er nú fjórtán stigum á eftir toppliði Arsenal.

Sir Alex FergusonVísir/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×