Næ vonandi að setja niður tvo þrista á næstu fimm árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2014 08:00 Páll Axel Vilbergsson hefur spilað fyrir tvö félög í úrvalsdeildinni og skorað með þeim 964 þrista. Fréttablaðið/Vilhelm Páll Axel Vilbergsson getur í kvöld orðið sá leikmaður sem hefur skorað flestar þriggja stiga körfur í sögu úrvalsdeildar karla. Hann vantar einn þrist til að jafna met Guðjóns Skúlasonar sem er búinn að vera í efsta sæti listans í marga áratugi. Guðjón skoraði 965 þrista í 409 leikjum en Páll Axel er kominn með 964 þrista í 378 leikjum. „Ég er kominn í aðeins nýtt hlutverk þarna í Borgarnesi og fyrir okkur snýst þetta bara um að bæta leik liðsins og safna stigum. Ég má ekkert vera að því að velta þessu eitthvað fyrir mér,“ segir Páll Axel um metið en hann er nú orðinn spilandi aðstoðarþjálfari liðsins. Páll Axel er samt líklegur til að bæta metið strax í kvöld, því hann skoraði sjö þrista í síðasta leik, er með 3,2 þrista að meðaltali í leik á tímabilinu og hefur skorað tvær eða fleiri þriggja stiga körfur í níu af tíu deildarleikjum sínum í vetur. „Ég er búinn að segja það við einhverja að ef heilsan leyfir þá ætla ég mér spila í fimm ár í viðbót. Ef ég næ ekki að skora tvær þriggja stiga körfur á næstu fimm árum þá er ég bara lélegur og ætti bara að hætta þessu,“ segir Páll Axel í léttum tón. Hann er nýorðinn 36 ára. „Ef þetta kemur ekki á morgun (í kvöld) þá kemur þetta bara seinna. Ég get ekki látið eltingaleik við eitthvert met þvælast fyrir því að Skallagrímur nái góðum úrslitum,“ segir Páll Axel. Skallagrímur vann góðan sigur í Stykkishólmi í síðustu umferð en liðið tekur á móti Stjörnunni í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld. „Það var góður liðsbragur á þessu hjá okkur í Hólminum og við erum loksins komnir með amerískan leikmann sem er mjög góður,“ segir Páll Axel en hann og Benjamin Smith skoruðu saman 79 stig og 14 þrista í leiknum. „Við byrjuðum tímabilið illa og það er búið að ganga illa. Núna þurfum við bara að safna stigum,“ sagði Páll Axel um framhaldið. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Páll Axel Vilbergsson getur í kvöld orðið sá leikmaður sem hefur skorað flestar þriggja stiga körfur í sögu úrvalsdeildar karla. Hann vantar einn þrist til að jafna met Guðjóns Skúlasonar sem er búinn að vera í efsta sæti listans í marga áratugi. Guðjón skoraði 965 þrista í 409 leikjum en Páll Axel er kominn með 964 þrista í 378 leikjum. „Ég er kominn í aðeins nýtt hlutverk þarna í Borgarnesi og fyrir okkur snýst þetta bara um að bæta leik liðsins og safna stigum. Ég má ekkert vera að því að velta þessu eitthvað fyrir mér,“ segir Páll Axel um metið en hann er nú orðinn spilandi aðstoðarþjálfari liðsins. Páll Axel er samt líklegur til að bæta metið strax í kvöld, því hann skoraði sjö þrista í síðasta leik, er með 3,2 þrista að meðaltali í leik á tímabilinu og hefur skorað tvær eða fleiri þriggja stiga körfur í níu af tíu deildarleikjum sínum í vetur. „Ég er búinn að segja það við einhverja að ef heilsan leyfir þá ætla ég mér spila í fimm ár í viðbót. Ef ég næ ekki að skora tvær þriggja stiga körfur á næstu fimm árum þá er ég bara lélegur og ætti bara að hætta þessu,“ segir Páll Axel í léttum tón. Hann er nýorðinn 36 ára. „Ef þetta kemur ekki á morgun (í kvöld) þá kemur þetta bara seinna. Ég get ekki látið eltingaleik við eitthvert met þvælast fyrir því að Skallagrímur nái góðum úrslitum,“ segir Páll Axel. Skallagrímur vann góðan sigur í Stykkishólmi í síðustu umferð en liðið tekur á móti Stjörnunni í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld. „Það var góður liðsbragur á þessu hjá okkur í Hólminum og við erum loksins komnir með amerískan leikmann sem er mjög góður,“ segir Páll Axel en hann og Benjamin Smith skoruðu saman 79 stig og 14 þrista í leiknum. „Við byrjuðum tímabilið illa og það er búið að ganga illa. Núna þurfum við bara að safna stigum,“ sagði Páll Axel um framhaldið.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum