Enski boltinn

Fleiri en Mata að fara frá Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Josh McEachran er enskur unglingalandsliðsmaður.
Josh McEachran er enskur unglingalandsliðsmaður. Vísir/NordicPhotos/Getty
Josh McEachran, miðjumaður Chelsea, mun klára tímabilið með Wigan Athletic í ensku b-deildinni en Chelsea hefur samþykkt að lána leikmanninn til ensku bikarmeistaranna.  

McEachran er 20 árs gamall og meðlimur í 21 árs landsliði Englands. Hann er orðinn löglegur og getur spilað með Wigan á móti Crystal Palace í ensku bikarkeppninni á laugardaginn.

„Þetta er mikill styrkur fyrir okkur. Það efast enginn um að Josh er mjög efnilegur leikmaður og við höfum unnið vel fyrir því að sannfæra hann og Chelsea um að þetta sé rétti staðurinn fyrir hann út þessa leiktíð," sagði Uwe Rosler, knattspyrnustjóri Wigan Athletic.

Josh McEachran var lánaður til Watford fyrir áramót og var í láni hjá Middlesbrough á síðustu leiktíð. Hann hefur ekki spilað leik með Chelsea síðan 2011-12 tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×