Enski boltinn

Ótrúlegar lokamínútur og vítaspyrnukeppnin á Old Trafford | Myndband

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lokamínútur viðureignar Manchester United og Sunderland í enska deildabikarnum í knattspyrnu í kvöld var ekki fyrir hjartveika.

Manchester United leiddi 1-0 að lokum venjulegum leiktíma og var staðan því 2-2 samanlagt í leikjunum tveimur. United hefði farið áfram hefði sú staða haldist út framlenginguna og allt benti til þess.

Phil Bardlsey, fyrrum leikmaður United, skoraði hins vegar fáránlegt mark þökk sé klaufagangi David De Gea í marki United á lokamínútu framlengingarinnar. Gestirnir fögnuðu eðlilega sem óðir væru enda töldu þeir sig á leiðinni í úrslitaleikinn á Wembley.

Heimamenn brunuðu í sókn og Javier Hernandez jafnaði metin með skoti af stuttu færi. Úrslitin urðu því 3-3 samanlagt og grípa þurfti til vítaspyrnukeppni. Þar skoraði United aðeins úr einni af fimm spyrnum sínum og þurfti að sætta sig við tap.

Mörkin í framlengingunni og vítaspyrnukeppnina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×