Sport

Þau fara til Sotsjí

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fjórir af Ólympíuförunnum fimm ásamt Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ. Helga María er stödd erlendis.
Fjórir af Ólympíuförunnum fimm ásamt Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ. Helga María er stödd erlendis. Vísir/KTD
Íþrótta- og Ólympíusamband tilkynnti í sendiráði Rússlands í dag hvaða fimm keppendur fara á Vetrarólympíuleikana í Sotsjí í næsta mánuði.

Þetta eru þau Brynjar Jökull Guðmundsson, Helga María Vilhjálmsdóttir, María Guðmundsdóttir, Einar Kristinn Kristgeirsson og Sævar Birgisson.

Einnig var tilkynnt að mögulega fái Ísland aukaúthlutun fyrir leikana og fái að senda sex keppendur til Rússlands. Tilkynnt verður um það á morgun.

Erna Friðriksdóttir og Jóhann Hólmgrímsson munu keppa á Vetrarólympíumóti fatlaðra í mars en þau eru nú við æfingar í Colorado í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×