Sport

Netverjar komu bobsleðaliði Jamaíku á Ólympíuleikana

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Bobsleðalið Jamaíku fer til Rússlands.
Bobsleðalið Jamaíku fer til Rússlands.
„Ég er ekki manneskja sem gefst upp, ég veit það í hjarta mínu að fólk mun hjálpa liðinu,“ sagði Winston Watts, annar liðsmanna bobsleðaliðs Jamaíku við fjölmiðla fyrir fjórum dögum. Þá átti liðið ekki fyrir fari til Rússlands, þrátt fyrir að hafa tryggt sér keppnisrétt á vetrarólympíuleikunum.

Liðið ákvað að biðla til netverja, settu sér markmið að ná 80 þúsund Bandaríkjadölum, sem eru um 9,3 milljónir króna. Watts og félagi hans í liðinu, Marvin Dixon, fengu gott betur en það, eru komnir með þokkalegan gjaldeyri ofan á upphæðina, því alls söfnuðust um 130 þúsund Bandaríkjadalir eða um 15 milljónir króna.

Bobsleðalið Jamaíku nýtur mikilla vinsælda sem eru gjarnan tengd við gamanmyndina Cool Runnings, sem kom út árið 1993. Hér að neðan má sjá atriði úr myndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×