Fleiri fréttir

Kobe meiddur á ný | Frá í sex vikur

Það eru ekki nema þrjár vikur síðan LA Lakers eyrnamerkti Kobe Bryant 48,5 milljónir dollara sem hann á að fá í laun. Hann á að vera áfram framtíð liðsins þó svo hann sé nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum og sé orðinn 35 ára gamall.

Ýmist Raggi Nat eða Raggi Frat

Ragnar Nathanaelsson fór hamförum með Þór Þorlákshöfn í Domino's-deild karla í körfubolta í jólamánuðinum. Sá hávaxni er þegar farinn að fá fyrirspurnir frá erlendum félögum en lætur það ekki trufla einbeitinguna.

Viðar: Menn hafa mikla trú á mér hérna

Framherjinn Viðar Örn Kjartansson mun í dag skrifa undir þriggja ára samning við norska úrvalsdeildarfélagið Vålerenga. Hann kemur til félagsins frá Fylki.

Goðsögnin hefur engu gleymt

"Ég hef ekki tekið skot í nokkur ár. En þegar þú lærir að skjóta þá gleymir þú því aldrei,“ sagði Jerry West við hóp barna sem nutu leiðsagnar goðsagnarinnar á dögunum.

Özil er ekki í heimsklassa

Michael Owen lagði skóna á hilluna síðasta sumar og vinnur nú fyrir sér sem knattspyrnusérfræðingur í sjónvarpi.

Kolbeinn allan tímann á bekknum í bikarsigri Ajax

Kolbeinn Sigþórsson kom ekkert við sögu þegar Ajax sló C-deildarlið IJsselmeervogels út úr hollensku bikarkeppninni í kvöld en Ajax er eitt af þremur Íslendingaliðum sem komust í átta liða úrslitin. Ajax vann leikinn 3-0.

Lið Guðlaugs Victors áfram í bikarnum

Liðsfélagar Guðlaugs Victors Pálssonar í NEC komu liðinu í kvöld áfram í hollenska bikarnum þegar liðið vann 1-0 útisigur á FC Groningen í sextán liða úrslitum keppninnar.

Helena skoraði 31 stig fyrir Miskolc í kvöld

Helena Sverrisdóttir átti frábæran leik með ungverska liðinu Aluinvent DVTK Miskolc þegar liðið tapaði með þremur stigum á heimavelli á móti ungverska liðinu PINKK Pecsi 424, 63-66, í Mið-Evrópu deildinni í körfubolta í kvöld.

Ribery bestur í Þýskalandi

Frakkinn Franck Ribery átti frábært ár með Bayern München og það kom því engum á óvart að hann skildi hafa verið valinn besti leikmaður þýsku Bundesligunnar.

Townsend farinn í jólafrí

Tottenham verður væntanlega án vængmannsins Andros Townsend yfir jólahátíðina en hann tognaði aftan í læri í leiknum gegn West Ham í deildabikarnum í gær.

Ronaldo hrósar Zidane

Portúgalanum Cristiano Ronaldo líður afar vel í herbúðum Real Madrid þessa dagana. Hann er ánægður með þjálfarann, Carlo Ancelotti, og ekki síður með aðstoðarþjálfarann, Zinedine Zidane.

Dempsey líklega á leið til Fulham

Fulham á von á góðum liðsstyrk eftir áramót sem mun hjálpa þeim mikið í fallbaráttunni. Bandaríski landsliðsmaðurinn Clint Dempsey verður væntanlega lánaður til félagsins.

Iniesta framlengir við Barcelona

Stuðningsmenn Barcelona fengu góða jólagjöf í dag þegar staðfest var að miðjumaðurinn Andres Iniesta hefði skrifað undir nýjan samning við félagið.

Rooney spilar líklega um helgina

Það vakti athygli að Wayne Rooney skildi ekki spila með Man. Utd í deildabikarnum í gær. Hann var sagður vera meiddur.

Jóhann Rúnar er knapi ársins

Töltmeistarinn Jóhann Rúnar Skúlason hefur verið útnefndir knapi ársins hjá Landssambandi hestamannafélaga.

Eyjamenn án Drífu út leiktíðina

„Drífa var að tilkynna okkur það, að hún ætlar að taka níu mánaða pásu,“ segir Svavar Vignisson, þjálfari kvennaliðs ÍBV í handbolta.

Lennon njósnaði um Alfreð og Aron

Neil Lennon, stjóri skoska liðsins Celtic, virðist vera hrifinn af íslenskum leikmönnum en hann var mættur á völlinn í Hollandi í gær til þess að fylgjast með þeim Alfreð Finnbogasyni og Aroni Jóhannssyni.

Margrét Lára: Ég þurfti að breyta um lífsstíl

Margrét Lára Viðarsdóttir hefur ekki ákveðið hvar hún spilar fótbolta á næstu leiktíð. Eyjamærin 27 ára segist vera að fá sitt annað tækifæri á ferlinum í íþróttinni eftir langvarandi meiðsli. Systurnar Elísa og Margrét stefna á ákvörðunartöku fyrir áramót.

Garðar Örn safnar lögum í sólóplötu

"Ég er alltaf að semja eitthvað. Ég er búinn að vera lengur í tónlist en dómgæslu,“ segir einn besti knattspyrnudómari landsins, Garðar Örn Hinriksson.

Enn heldur Rodman til Norður-Kóreu

"Ég ætla bara að taka þátt í körfuboltaleik og skemmta mér,“ segir körfuboltakappinn Dennis Rodman. Sá bandaríski ætlar að endurnýja kynni sín við Norður-Kóreu.

Þristar Bosh og Allen tryggðu sigurinn

LeBron James hrissti af sér ökklameiðsli og setti 24 stig, níu fráköst og átti sjö stoðsendingar í 97-94 sigri Miami Heat á Indiana Pacers í NBA-körfuboltanum í nótt.

Arnór: Ég verð bara að drekka grænan safa á aðfangadag

Óvissa er með þátttöku skyttunnar Arnórs Atlasonar á EM í Danmörku sem hefst í næsta mánuði. Arnór meiddist á kálfa á æfingu á mánudag. Hann er hugsanlega með rifinn vöðva í kálfanum en vonast eftir því að vera aðeins tognaður.

Sjá næstu 50 fréttir