Fótbolti

Lennon njósnaði um Alfreð og Aron

Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason.
Neil Lennon, stjóri skoska liðsins Celtic, virðist vera hrifinn af íslenskum leikmönnum en hann var mættur á völlinn í Hollandi í gær til þess að fylgjast með þeim Alfreð Finnbogasyni og Aroni Jóhannssyni.

Lennon sá Aron skora tvívegis í sigri AZ Alkmaar á Heerenveen. Alfreð hefur áður verið orðaður við Celtic en Aron er víst einnig kominn á lista hjá félaginu.

Lennon er að reyna að byggja upp nýtt lið hjá Celtic eftir vonbrigði ársins í Meistaradeildinni. Eitthvað af framherjum liðsins er á förum.

Celtic hefur þegar samið við Hólmbert Aron Friðjónsson og spurning hvort hann fái fleiri Íslendinga með sér á æfingar fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×