Enski boltinn

Rooney spilar líklega um helgina

vísir/getty
Það vakti athygli að Wayne Rooney skildi ekki spila með Man. Utd í deildabikarnum í gær. Hann var sagður vera meiddur.

Að sögn David Moyes, stjóra Man. Utd, eru meiðsli Rooney ekki alvarleg. Hann ætti að geta spilað gegn West Ham um helgina.

Það er nógu slæmt fyrir Man. Utd að Robin van Persie verður frá næstu fjórar vikurnar.

Rooney er að glíma við meiðsli í nára.

Það er góður möguleika á því að hann verði með okkur um helgina," sagði Moyes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×