Enski boltinn

Özil er ekki í heimsklassa

Mesut Özil.
Mesut Özil.
Michael Owen lagði skóna á hilluna síðasta sumar og vinnur nú fyrir sér sem knattspyrnusérfræðingur í sjónvarpi.

Owen vex ásmegin eftir því sem líður á veturinn og er nú farinn að kasta sprengjum. Hann segir til að mynda að Arsenal sé ekki með neina heimsklassaleikmenn, ekki einu sinni Özil sé í heimsklassa.

"Það efast enginn um að lið Wenger er eins og vel smurð vél. Það þekkja allir sitt hlutverk. Liðið skorar alltaf gegn minni liðunum en ég hef áhyggjur af þeim gegn stærri liðunum," sagði Owen.

"Að mínu mati vantar gæðin hjá þeim til þess að mæta bestu liðinum. Fólk er alltaf að segja mér að Mesut Özil sé í heimsklassa en óstöðugleiki hans þýðir að við fáum of sjaldan að njóta snilldarinnar."

Owen hefur líka gagnrýnt David Moyes, stjóra Man. Utd, fyrir að kaupa Marouane Fellaini. Hann segir að stjórinn hefði frekar átt að kaupa ungstirnið Ross Barkley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×