Enski boltinn

Townsend farinn í jólafrí

Townsend haltrar af velli í gær.
Townsend haltrar af velli í gær.
Tottenham verður væntanlega án vængmannsins Andros Townsend yfir jólahátíðina en hann tognaði aftan í læri í leiknum gegn West Ham í deildabikarnum í gær.

Townsend haltraði af velli í síðari hálfleik en Spurs tapaði leiknum, 2-1.

"Það er ólíklegt að hann verði með okkur á næstunni þar sem þetta er væntanlega tognun," sagði Tim Sherwood, bráðabirgðastjóri Spurs.

Sherwood hefur lýst yfir áhuga á því að taka að sér starfið til frambúðar en þetta tap í fyrsta leik mun líklega ekki hjálpa mikið til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×