Fótbolti

Strákarnir upp um eitt sæti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron Einar Gunnarsson og félagar áttu frábært ár.
Aron Einar Gunnarsson og félagar áttu frábært ár. Mynd/Vilhelm
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 49. sæti á nýuppfærðum styrkleikalista FIFA.

Strákarnir okkar fara upp um eitt sæti á listanum. Litlar hreyfingar eru á honum enda fáir leikir farið fram síðan hann var uppfærður fyrir mánuði.

Engin breyting var á átján efstu sætunum. Spánverjar eru enn efstir, þá Þjóðverjar og loks Argentínumenn. Kólumbíumenn eru fjórðu og Portúgalar fimmtu.

Hér má sjá listann í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×