Enski boltinn

Schmeichel að skilja eftir 31 árs hjónaband

Peter Schmeichel fagnar einu sinni sem oftar með Man. Utd.
Peter Schmeichel fagnar einu sinni sem oftar með Man. Utd.
Einn besti markvörður allra tíma, Daninn Peter Schmeichel, er kominn aftur á markaðinn en hjónabandi hans til 31 árs er lokið.

Peter var aðeins 19 ára gamall er hann giftist æskuástinni, Bente.

"Eftir 31 ár saman þá er sárt að greina frá því að við erum að skilja. Ákvörðunin er okkar og tekin í sátt þó erfið sé," sagði hinn fimmtugi Schmeichel.

"Við vonum að fjölmiðlar muni virða okkar einkalíf. Við munum ekki tjá okkur meira um málið."

Schmeichel vinnur í dag sem sjónvarpsmaður á TV2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×