Enski boltinn

Dempsey líklega á leið til Fulham

Dempsey eftir leik með Sounders.
Dempsey eftir leik með Sounders.
Fulham á von á góðum liðsstyrk eftir áramót sem mun hjálpa þeim mikið í fallbaráttunni. Bandaríski landsliðsmaðurinn Clint Dempsey verður væntanlega lánaður til félagsins.

Dempsey er ekki ókunnugur í herbúðum Fulham en hann gekk í raðir félagsins árið 2007 og lék með því í fimm og hálft ár. Þá fór hann til Tottenham og var þar í eitt ár þar til hann snéri heim og samdi við Seattle Sounders.

Hann setti klausu í samning sinn við Sounders sem leyfir honum að fara að láni frá 1. janúar út febrúar. Hann kýs frekar að spila þann tíma en að æfa með félögum sínum.

Dempsey var mættur til London í gær til þess að ganga frá sínum málum en West Ham er einnig sagt hafa sýnt honum áhuga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×