Fótbolti

Er hægt að taka verri vítaspyrnu en Harry Kewell?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Kewell gat ekki leynt svekkelsi sínu.
Harry Kewell gat ekki leynt svekkelsi sínu. Mynd/NordicPhotos/Getty
Harry Kewell, fyrrum leikmaður Leeds og Liverpool, er enn að spila fótbolta en hann leikur nú með liðinu Melbourne Heart FC í áströlsku úrvalsdeildinni.

Kewell er hinsvegar ekki að komast í fréttirnar fyrir flott tilþrif þessa dagana því skelfileg vítaspyrna hans um síðustu helgi hefur vakið mikla athygli.

Kewell kom inn á sem varamaður á 57. mínútu þegar Melbourne Heart heimsótti lið Sydney í tíundu umferð deildarinnar en hann er að koma til baka eftir meiðsli.

Melbourne Heart var þarna 2-0 undir í leiknum en liðið fékk vítaspyrnu tíu mínútum eftir að Kewell kom inná. Harry Kewell steig fram en hefði betur sleppt því eins og sést best á myndbandinu hér fyrir neðan.

Það er síðan hægt að rökræða það hvað Harry Kewell ætlaði að gera þegar hann kiksaði svona illilega á vítapunktinum.

Ítalinn Alessandro Del Piero skoraði fyrra mark Sydney í leiknum en hann hefur skorað 4 mörk og gefið 2 stoðsendingar í 8 leikjum sínum á leiktíðinni. Del Piero hefur skorað í báðum sigrunum á Kewell og félögum.



Mynd/NordicPhotos/Getty


Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×