Fótbolti

Lið Guðlaugs Victors áfram í bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson. Mynd/NordicPhotos/Getty
Liðsfélagar Guðlaugs Victors Pálssonar í NEC komu liðinu í kvöld áfram í hollenska bikarnum þegar liðið vann 1-0 útisigur á FC Groningen í sextán liða úrslitum keppninnar.

Guðlaugur Victor Pálsson er meiddur á hné og missti af þessum leik sem og af næstu leikjum liðsins en hann hefur verið fastamaður hjá NEC á þessu tímabili.

Það var Daninn Sören Rieks sem skoraði eina mark leiksins á lokamínútu fyrri hálfleiks. Rieks var enn heitur frá því um síðustu helgi þegar hann skoraði tvö mörk í 4-3 sigri á Roda JC.

NEC er þegar búið að gera mun betur í bikarnum en á síðustu leiktíð þegar liðið datt út í 64 liða úrslitunum. NEC komst í átta liða úrslitin fyrir tveimur árum þegar liðið datt síðan út fyrir verðandi bikarmeisturum PSV Eindhoven.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×