Enski boltinn

Dzeko ætlar að fylla skarðið sem Aguero skilur eftir sig

Edin Dzeko.
Edin Dzeko.
Besti leikmaður Man. City í vetur, Sergio Aguero, verður ekki með liðinu næsta mánuðinn og aðrir leikmenn verða því að gjöra svo vel og stíga upp.

Framherjinn Edin Dzeko hefur engar áhyggjur af málinu og segist geta fyllt skarð Aguero næsta mánuðinn.

"Það er vont fyrir liðið að missa Sergio enda hefur hann verið frábær í vetur. Svona er samt lífið. Ég er framherji sem hefur skorað mörk frá því ég fæddist. Ég elska að skora og ætla að fylla þetta skarð," sagði Dzeko.

Aguero er búinn að skora 19 mörk það sem af er vetri og munar um minna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×