Handbolti

Magdeburg vill fá nýjan Alfreð | Patrekur orðaður við starfið

Þýska úrvalsdeildarfélagið Magdeburg leitar nú að nýjum þjálfara. Félagið vill fá þjálfara sem svipar til Alfreðs Gíslasonar en hann gerði liðið að Evrópumeisturum á sínum tíma.

Eftir því sem fram kemur í Volkstimme þá er Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka og austurríska landsliðsins, einn af þeim sem koma til greina í starfið.

Miðillinn segir að Patrekur, Oleg Kuleschow og Christian Gaudin séu líklegir arftakar Frank Carstens sem var rekinn úr starfi. Allir hafa þeir spilað undir stjórn Alfreðs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×