Fleiri fréttir Góð þátttaka í fyrsta Mikka maraþoninu Tæplega 1000 hlauparar tóku þátt í Mikka maraþoninu sem fram fór í fyrsta skipti í Laugardal í morgun. Hlaupnir voru 4,2 kílómetrar eða um einn tíundi af vegalengd hefðbundins maraþonhlaups. 17.6.2012 21:45 Miami Heat og Oklahoma mætast í þriðja sinn í kvöld Miami Heat og Oklahoma City Thunder mætast í þriðja sinn í kvöld í úrslitum NBA deildarinnar í körfubolta. Tveir fyrstu leikirnir fóru fram í Oklahoma þar sem að liðið var með betra vinningshlutfall í vetur en Miami. Þrír næstu leikir fara fram í Miami og nái heimaliðið að vinna þá alla standa þeir uppi sem NBA meistari í annað sinn í sögu félagsins. 17.6.2012 17:00 Laxveiðileyfi undir 20 þúsund krónum Laxinn togar í marga en það er ekkert leyndarmál að verð á laxveiðileyfum er hátt. Veiðivísir hefur tekið saman nokkur laxveiðisvæði þar sem hægt er fá leyfi undir 20 þúsund krónum og töluvert góð von er á að krækja í lax. Hafa ber í huga að þessi listi er engan veginn tæmandi. 17.6.2012 08:00 Fluga dagsins: Góð í urriðann 17.6.2012 21:43 Norðurálsmót ÍA | myndasyrpa Norðurálsmóti ÍA fyrir keppendur í 7. flokki í knattspyrnu lauk í dag á Akranesi. Rétt um 1200 keppendur sýndu fín tilþrif alla þrjá keppnisdagana og má gera ráð fyrir að á bilinu 5-7 þúsund manns hafi komið á Akranes um helgina vegna mótsins. Guðmundur Bjarki Halldórsson, áhugaljósmyndari á Akranesi tók þessar myndir um helgina og lýsa þær stemningunni betur en mörg orð. 17.6.2012 17:21 Sænskur blaðamaður njósnaði um liðsuppstillingu Englands Leikur Englendinga og Svía á EM s.l. föstudag var stórkostleg skemmtun þar sem að Englendingar fóru með sigur af hólmi 3-2. Það dugði ekki fyrir Svía að þeir fengu nánast allar upplýsingar um liðsval og leikaðferð Roy Hodgson þjálfara enska landsliðsins löngu áður en leikurinn hófst. Sænskur blaðamaður Ola Billger náði að horfa á "töflufund“ enska landsliðsins í gegnum hótelglugga í Kænugarði og sendi hann allar upplýsingarnar á forráðamenn sænska landsliðsins – sem voru afar þakklátir fyrir. 17.6.2012 16:00 Morten Olsen hefur aldrei tapað gegn Þjóðverjum Danir og Þjóðverjar eigast við í lokaumferð B-riðilsins á Evrópumeistaramótinu í fótbolta karla í kvöld og Danir þurfa að fá í það minnsta eitt stig úr þessum leik til þess að komast áfram. Joachim Löw þjálfari þýska liðsins hrósaði því danska á fundi með fréttamönnum í gær en þar fékk hann að vita af því að Morten Olsen þjálfari danska liðsins hefur aldrei tapað gegn Þjóðverjum sem þjálfari. 17.6.2012 15:30 Helga Margrét náði ekki ÓL lágmarkinu í Noregi Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttakona úr Ármanni, var töluvert frá sínum besta árangri á Norðurlandamóti unglinga í sjöþraut sem fram fór um helgina í Sandnes í Noregi. Helga Margrét er í kapphlaupi við tímann að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í London en hún á enn langt í land miðað við árangur hennar um helgina. 17.6.2012 14:50 Vicente del Bosque verður með Spán á HM 2014 Vicente del Bosque hefur framlengt samningi sínum við spænska knattspyrnusambandið um tvö ár. Þar með mun hinn sigursæli landsliðsþjálfari heims – og Evrópumeistaraliðs Spánar þjálfa liðið fram yfir heimsmeistarakeppnina sem fram fer í Brasilíu árið 2014. 17.6.2012 14:45 Hollendingar í vondum málum fyrir lokaumferðina í "dauðariðlinum" Það er mikil spenna fyrir lokaumferðina í B-riðli Evrópumóts karlalandsliða í fótbolta sem fram fer í kvöld. Danir og Þjóðverjar mætast, og á sama tíma og leikur Hollands og Portúgals. Staðan í riðlinum er þannig að Þýskaland er efst með 6 stig, Portúgal og Danmörk eru með 3 stig og Holland er án stiga eftir tvo tapleiki. Leikirnir hefjast báðir samtímis kl. 19.45 og er þeim lýst í textalýsingu á Vísi. 17.6.2012 13:30 BBC segir Liverpool og Hoffenheim vera í viðræðum um Gylfa Þór Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool og Hoffenheim í Þýskalandi eru samkvæmt BBC í viðræðum þess efnis að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fari til Liverpool. Samkvæmt frétt BBC gætu liðin komist að samkomulagi í byrjun næstu viku. Swansea og Hoffneheim höfðu áður komist að samkomulagi um kaupverð á leikmanninum en staðan breyttist töluvert þegar Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Swansea var ráðinn sem knattspyrnustjóri hjá Liverpool. 17.6.2012 12:45 Stefnir allt í úrslitaleik Íslands og Noregs um efsta sætið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er í efsta sæti 3. riðils í undankeppni Evrópumótsins eftir 3-0 sigur gegn Ungverjum í gær. Ísland er með 16 stig að loknum 7 leikjum en Norðmenn eru með 15 stig eftir 11-0 stórsigur í gær gegn liði Búlgaríu sem er í neðsta sæti án stiga eftir 8 leiki. Efsta liðið kemst beint í úrslitakeppnina sem fram fer í Svíþjóð sumarið 2013. 17.6.2012 12:00 Þjálfari Pólverja sagði upp í beinni eftir tapið gegn Tékkum Franciszek Smuda þjálfari pólska landsliðsins í knattspyrnu sagði upp störfum strax eftir 1-0 tap liðsins í gær gegn Tékkum á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Póllandi og Úkraínu. Pólland er úr leik og endaði liðið í neðsta sæti A-riðils með aðeins 2 stig. Tékkar og Grikkir komust áfram úr þessum riðli í 8-liða úrslit en Rússar og Pólverjar sátu eftir. 17.6.2012 11:00 Pepsi-mörkin: Markaregnið úr sjöundu umferð Öll mörkin úr sjöundu umferð Pepsi-deildar karla voru sýnd í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport í gærkvöld. Bandaríska hljómsveitin The Black Keys skreytir markaregnið með laginu Dead and gone. Umfjöllun um alla leiki umferðarinnar er að finna á Vísi ásamt ítarlegri tölfræði sem birt er í rauntíma frá leikjum. 17.6.2012 10:00 McDowell og Furyk efstir | Woods lék af sér á þriðja hringnum Graeme McDowell frá Norður-Írlandi og Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk, sem báðir hafa sigrað á opna bandaríska meistaramótinu, eru einu kylfingarnir sem eru undir pari fyrir lokahringinn á opna bandaríska meistaramótinu sem fram fer í dag. Þeir eru báðir á einu höggi undir pari samtals. Tiger Woods náði sér alls ekki á strik á þriðja hringnum og lék hann á 75 höggum eða 5 höggum yfir pari á hinum gríðarlega erfiða Olympic Club golfvelli. 17.6.2012 09:45 HM 2013: Svíar og Norðmenn sátu eftir með sárt ennið Ísland tryggði sér í gær sæti á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer á Spáni í janúar á næsta ári með tveimur öruggum sigrum gegn Hollendingum. Samanlagður sigur Íslands var 73-50. Það er ljóst hvaða þjóðir leika á HM á næsta ári og eru Norðmenn og Svíar á meðal þeirra þjóða sem sátu eftir með sárt ennið. 17.6.2012 09:15 Miðstöð Boltavaktarinnar | Báðir leikirnir á EM á sama stað Lokaumferð B-riðils á EM fer fram í kvöld og er hægt að fylgjast beint með báðum leikjunum á sama stað í Miðstöð Boltavaktarinnar. 17.6.2012 18:30 Pepsi-mörkin: Er Gummi Torfa hinn eini sanni Michael Bolton? Guðmundur Torfason fyrrum landsliðsmaður í fótbolta átti sviðið í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport í gær. Þar var sýnt gamalt myndband með upptökum frá árinu 1988 þar sem að markakóngurinn fyrrverandi sýndi tónlistarhæfileika sína með gítarspili og söng. Friðrik Karlsson, sem oftast er kenndur við stórhljómsveitina Mezzoforte, sagði í viðtali á þessum tíma að söngur Guðmundar minnti töluvert á hetjusöngvara á borð við Michael Bolton. 16.6.2012 23:00 Fyrsti leikur, fyrsta snerting, fyrsta markið | myndasyrpa Ísland sigraði Ungverjaland 3-0 í undankeppni Evrópumeistaramótsins 2013. Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir skoruðu í fyrri hálfleik og nýliðinn Sandra María Jessen skoraði með sinni fyrstu snertingu þriðja mark Íslands skömmu fyrir leikslok. Hér má sjá myndasyrpu frá leiknum og þar á meðal er mynd frá því augnabliki þegar Sandra María skoraði sitt fyrsta landsliðsmark með sinni fyrstu snertingu í sínum fyrsta landsleik. 16.6.2012 22:30 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Ísland - Ungverjaland 3-0 Ísland sigraði Ungverjaland 3-0 í undankeppni Evrópumeistaramótsins 2013. Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir skoruðu í fyrri hálfleik og nýliðinn Sandra María Jessen skoraði með sinni fyrstu snertingu þriðja mark Íslands skömmu fyrir leikslok. 16.6.2012 00:01 Góður árangur hjá yngstu afrekskylfingum landsins Í dag lauk mótum á Arion-banka unglingamótaröðinni og Áskorendamótaröðinni. Um 250 unglingar tóku þátt í mótum helgarinnar sem er frábær þátttaka og ljóst að það er mikil gróska í unglingagolfinu hér á landi. Leikið var á Korpúlfsstaðavelli á Arion-banka unglingamótaröðinni en á Áskorendamótaröðinni var leikið á Húsatóftavelli í Grindavík. 16.6.2012 22:00 Karagounis hetja Grikkja | Rússar sátu eftir með sárt ennið Grikkir tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu karla í kvöld með 1-0 sigri gegn Rússum í lokaumferð A-riðils. Giorgios Karagounis skoraði eina mark leiksins þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Þessi úrslit gerðu það að verkum að Rússar sitja eftir með sárt ennið í þessum riðli ásamt gestgjöfum Póllands. Grikkir og Tékkar komust áfram úr þessum riðli en Tékkar lögðu Pólverja 1-0. 16.6.2012 18:00 Tékkar efstir í A-riðli | Grikkir einnig í 8-liða úrslit Petr Jirácek tryggði Tékkum 1-0 sigur gegn Pólverjum í lokaumferð A-riðils Evrópumóts karlalandsliða í fótbolta í kvöl. Með sigrinum tryggðu Tékkar sér efsta sætið í riðlinum með 6 stig, Grikkir fóru áfram úr þessum riðli með 4 stig. Rússar fengu einnig 4 stig en það dugði ekki til og gestgjafar Póllands enduðu í neðsta sæti riðilsins með 2 stig. 16.6.2012 18:00 HM 2013: Strákarnir okkar verða enn og aftur með á stórmóti Íslenska karlalandsliðið í hanndknattleik átti ekki í vandræðum með að leggja lið Hollendinga á útivelli í umspili um laust sæti á HM á Spáni sem fram fer í janúar á næsta ári. Ísland landði öruggum 32-24 sigri í dag en fyrri leikurinn sem fram fór í Laugardalshöll endaði 41-27. Ísland sigraði því samtals 73-50. Fylgst var með gangi mála í leiknum í Hollandi á Vísi í textalýsingu. 16.6.2012 17:45 Þóra Björg: Erum topplið í Evrópu Þóra Björg Helgadóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er klár í slaginn fyrir viðureign Íslands og Ungverjalands í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer á Laugardalsvelli í dag. 16.6.2012 12:00 Menn taka vel í rassskellingar og hafa gaman af Leikmenn íslenska U20 ára landsliðs karla í handknattleik eru rassskelltir þrátt fyrir að ekki sé um hefð að ræða. Þetta staðfesti Árni Benedikt Árnason, leikmaður U20 ára liðsins í samtali við Vísi í gærkvöldi. 16.6.2012 09:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - FH 2-4 FH skaust á topp Pepsideildar karla með góðum sigri á Keflavík í dag. Leikurinn endaði 2-4 fyrir gestina úr Hafnarfirðinum og var sanngjarn í meira lagi. Fyrri hálfleikur var frekar daufur og fátt um færi. FH-ingar voru þó hættulegri og skoruðu eina mark hálfleiksins. Þar var að verki Atli Viðar Björnsson. 16.6.2012 00:01 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - Grindavík 2-0 Það þarf svo sem ekki að eyða of miklum orðum í þennan leik. Hann var alls ekki góður, sendingar lélegar, tæklingar fáar og lítið um baráttu. Þó voru Blikar alltaf aðeins á undan. 16.6.2012 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Selfoss 3-1 Íslandsmeistarar KR þurftu að hafa mikið fyrir að leggja nýliða Selfoss í fjörugum leik á KR-vellinum í dag. 3 -1 sigur þeirra var ansi torstóttur en Selfyssingar klúðruðu vítaspyrnu þegar rúmlega 10 mínútur voru eftir af leiknum í stöðunni 2-1. Í staðinn gengu KR-ingar á lagið og gerðu útum leikinn með skallamarki Mývetningsins Baldurs Sigurðssonar. 16.6.2012 00:01 Harður árekstur í sólarhringsakstrinum í Le Mans Anthony Davidson var í þriðja sæti þegar hann reyndi að hringa hægari bíl í sólarhringskappakstrinum í Le Mans sem stendur nú yfir. Áreksturinn var gríðarlega harður en ökuþórarnir virðast ómeiddir en Davidson verður sendur á sjúkrahús til frekari skoðunnar. 16.6.2012 18:53 1. deild karla: Víkingar úr Ólafsvík tylltu sér á toppinn Alls fara fjórir leikir fram í 1. deild karla í fótbolta í dag og er þremur þeirra lokið. Nýliðar Tindastóls lögðu Víkinga frá Reykjavík á heimavelli, 2-1. Haukar töpuðu á heimavelli 2-0 gegn Víkingum úr Ólafsvík. Þróttur og BÍ/Bolungarvík gerðu 1-1 jafntefli í Laugardalnum. 16.6.2012 16:12 UEFA kærir Króatíu vegna rasisma Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) hefur kært knattspyrnusamband Króatíu vegna framkomu stuðningsmanna króatíska landsliðsins í fótbolta í garð Mario Balotelli í leiknum gegn Ítalíu á Evrópumeistaramótinu í fótbolta sem fram fer í Úkraínu og Póllandi. 16.6.2012 13:45 Hamren stoltur af leikmönnum sínum Erik Hamren þjálfari Svíþjóðar gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir 3-2 tapið gegn Englandi á Evrópumeistaramótinu í gær. Um miðbik seinni hálfleiks var Svíþjóð með pálmann í höndunum. Olof Mellberg kom Svíþjóð yfir með tveimur mörkum í seinni hálfleik en England tryggði sér sigur með tveimur mörkum á lokakafla leiksins. 16.6.2012 12:45 Öll liðin geta komist áfram Síðustu leikir A-riðil á Evrópumeistaramótinu í fótbolta hefjast í kvöld klukkan 18:45 en öll fjögur liðin geta komist áfram í átta liða úrslit fyrir kvöldið. Rússland stendur þó óneitanlega best að vígi í efsta sæti riðilsins en Rússar mæta Grikkjum á sama tíma og Pólland og Tékkland eigast við. 16.6.2012 11:00 Tiger efstur eftir annan dag Tiger Woods deilir efsta sætinu á US Open eftir tvo keppnisdaga með David Toms og Jim Furyk á einu höggi undir pari. Woods og Toms léku á pari á öðrum keppnisdegi en Furyk var einn aðeins sjö kylfinga sem léku undir pari vallarins í gær. 16.6.2012 10:00 Helgarviðtal: Skógarbjörninn stærstu verðlaunin 16.6.2012 10:00 Skagamenn steinlágu gegn Eyjamönnum - Myndir Skagamenn töpuðu sínum fyrsta leik í Pepsi-deild karla í sumar þegar Eyjamenn unnu 4-0 sigur á Skipaskaga í gærkvöldi. 16.6.2012 08:38 Kristinn Reyr lék best á fyrri hring í Korpunni Fyrri hringurinn af tveimur var leikinn í gær á Korpúlfsstaðavelli í þriðja stigamóti sumarsins á Arion-banka unglingamótaröðinni. Frábær þátttaka er í mótinu en alls eru 135 kylfingar sem taka þátt í mótinu í þremur aldurflokkum hjá báðum kynjum. 16.6.2012 08:36 Ytri-Rangá: Tólf stórlaxar upp fyrir Ægissíðufoss! Það voru komnir tólf stórlaxar upp í gegnum teljarann í stiganum við Ægissíðufoss í Ytri-Rangá í gær. Þeir eru allir yfir 75 sentimetrar að lengd, sá stærsti rétt við 100 sentimetrana... 16.6.2012 01:09 Pepsimörkin í beinni á Vísi Sjöundu umferð í Pepsi-deild karla verður gerð skil í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport og verður hægt að sjá þáttinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Úrslit leikjanna má sjá hér fyrir neðan en útsendingn hefst um klukkan 20. Smelltu á hlekkinn hér fyrir ofan til að sjá þáttinn í beinni útsendingu. Þátturinn er einnig sýndur í ólæstri dagskrá. 16.6.2012 19:30 Miðstöð Boltavaktarinnar | Báðir leikirnir á EM á sama stað Lokaumferð A-riðils á EM fer fram í kvöld og er hægt að fylgjast beint með báðum leikjunum á sama stað í Miðstöð Boltavaktarinnar. 16.6.2012 18:30 Miðstöð Boltavaktarinnar | Allir leikirnir á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum dagsins í Pepsi-deild karla samtímis. 16.6.2012 13:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - ÍBV 0-4 | Olsen sá um Skagamenn ÍBV lyfti sér upp í sjöunda sæti Pepsí deildar karla með 4-0 sigri á toppliði ÍA á Skipaskaga í kvöld. Eins og tölurnar gefa til kynna var sigurinn fyllilega verðskuldaður en Christian Steen Olsen fór mikinn og skoraði þrennu í leiknum. 15.6.2012 10:25 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan 3-2 Valur Stjarnan vann fínan sigur á Val í 7. umferð Pepsí-deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti heimsigur Stjörnunnar á tímabilinu en öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. 15.6.2012 10:22 Hodgson: Það verður allt vitlaust í klefanum byrji Rooney ekki Roy Hodgson, þjálfari Englendinga, var hæstánægður með sigurinn á Svíum sem var um leið fyrsti sigur Englands á Svíum í keppnisleik. 15.6.2012 23:05 Sjá næstu 50 fréttir
Góð þátttaka í fyrsta Mikka maraþoninu Tæplega 1000 hlauparar tóku þátt í Mikka maraþoninu sem fram fór í fyrsta skipti í Laugardal í morgun. Hlaupnir voru 4,2 kílómetrar eða um einn tíundi af vegalengd hefðbundins maraþonhlaups. 17.6.2012 21:45
Miami Heat og Oklahoma mætast í þriðja sinn í kvöld Miami Heat og Oklahoma City Thunder mætast í þriðja sinn í kvöld í úrslitum NBA deildarinnar í körfubolta. Tveir fyrstu leikirnir fóru fram í Oklahoma þar sem að liðið var með betra vinningshlutfall í vetur en Miami. Þrír næstu leikir fara fram í Miami og nái heimaliðið að vinna þá alla standa þeir uppi sem NBA meistari í annað sinn í sögu félagsins. 17.6.2012 17:00
Laxveiðileyfi undir 20 þúsund krónum Laxinn togar í marga en það er ekkert leyndarmál að verð á laxveiðileyfum er hátt. Veiðivísir hefur tekið saman nokkur laxveiðisvæði þar sem hægt er fá leyfi undir 20 þúsund krónum og töluvert góð von er á að krækja í lax. Hafa ber í huga að þessi listi er engan veginn tæmandi. 17.6.2012 08:00
Norðurálsmót ÍA | myndasyrpa Norðurálsmóti ÍA fyrir keppendur í 7. flokki í knattspyrnu lauk í dag á Akranesi. Rétt um 1200 keppendur sýndu fín tilþrif alla þrjá keppnisdagana og má gera ráð fyrir að á bilinu 5-7 þúsund manns hafi komið á Akranes um helgina vegna mótsins. Guðmundur Bjarki Halldórsson, áhugaljósmyndari á Akranesi tók þessar myndir um helgina og lýsa þær stemningunni betur en mörg orð. 17.6.2012 17:21
Sænskur blaðamaður njósnaði um liðsuppstillingu Englands Leikur Englendinga og Svía á EM s.l. föstudag var stórkostleg skemmtun þar sem að Englendingar fóru með sigur af hólmi 3-2. Það dugði ekki fyrir Svía að þeir fengu nánast allar upplýsingar um liðsval og leikaðferð Roy Hodgson þjálfara enska landsliðsins löngu áður en leikurinn hófst. Sænskur blaðamaður Ola Billger náði að horfa á "töflufund“ enska landsliðsins í gegnum hótelglugga í Kænugarði og sendi hann allar upplýsingarnar á forráðamenn sænska landsliðsins – sem voru afar þakklátir fyrir. 17.6.2012 16:00
Morten Olsen hefur aldrei tapað gegn Þjóðverjum Danir og Þjóðverjar eigast við í lokaumferð B-riðilsins á Evrópumeistaramótinu í fótbolta karla í kvöld og Danir þurfa að fá í það minnsta eitt stig úr þessum leik til þess að komast áfram. Joachim Löw þjálfari þýska liðsins hrósaði því danska á fundi með fréttamönnum í gær en þar fékk hann að vita af því að Morten Olsen þjálfari danska liðsins hefur aldrei tapað gegn Þjóðverjum sem þjálfari. 17.6.2012 15:30
Helga Margrét náði ekki ÓL lágmarkinu í Noregi Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttakona úr Ármanni, var töluvert frá sínum besta árangri á Norðurlandamóti unglinga í sjöþraut sem fram fór um helgina í Sandnes í Noregi. Helga Margrét er í kapphlaupi við tímann að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í London en hún á enn langt í land miðað við árangur hennar um helgina. 17.6.2012 14:50
Vicente del Bosque verður með Spán á HM 2014 Vicente del Bosque hefur framlengt samningi sínum við spænska knattspyrnusambandið um tvö ár. Þar með mun hinn sigursæli landsliðsþjálfari heims – og Evrópumeistaraliðs Spánar þjálfa liðið fram yfir heimsmeistarakeppnina sem fram fer í Brasilíu árið 2014. 17.6.2012 14:45
Hollendingar í vondum málum fyrir lokaumferðina í "dauðariðlinum" Það er mikil spenna fyrir lokaumferðina í B-riðli Evrópumóts karlalandsliða í fótbolta sem fram fer í kvöld. Danir og Þjóðverjar mætast, og á sama tíma og leikur Hollands og Portúgals. Staðan í riðlinum er þannig að Þýskaland er efst með 6 stig, Portúgal og Danmörk eru með 3 stig og Holland er án stiga eftir tvo tapleiki. Leikirnir hefjast báðir samtímis kl. 19.45 og er þeim lýst í textalýsingu á Vísi. 17.6.2012 13:30
BBC segir Liverpool og Hoffenheim vera í viðræðum um Gylfa Þór Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool og Hoffenheim í Þýskalandi eru samkvæmt BBC í viðræðum þess efnis að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fari til Liverpool. Samkvæmt frétt BBC gætu liðin komist að samkomulagi í byrjun næstu viku. Swansea og Hoffneheim höfðu áður komist að samkomulagi um kaupverð á leikmanninum en staðan breyttist töluvert þegar Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Swansea var ráðinn sem knattspyrnustjóri hjá Liverpool. 17.6.2012 12:45
Stefnir allt í úrslitaleik Íslands og Noregs um efsta sætið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er í efsta sæti 3. riðils í undankeppni Evrópumótsins eftir 3-0 sigur gegn Ungverjum í gær. Ísland er með 16 stig að loknum 7 leikjum en Norðmenn eru með 15 stig eftir 11-0 stórsigur í gær gegn liði Búlgaríu sem er í neðsta sæti án stiga eftir 8 leiki. Efsta liðið kemst beint í úrslitakeppnina sem fram fer í Svíþjóð sumarið 2013. 17.6.2012 12:00
Þjálfari Pólverja sagði upp í beinni eftir tapið gegn Tékkum Franciszek Smuda þjálfari pólska landsliðsins í knattspyrnu sagði upp störfum strax eftir 1-0 tap liðsins í gær gegn Tékkum á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Póllandi og Úkraínu. Pólland er úr leik og endaði liðið í neðsta sæti A-riðils með aðeins 2 stig. Tékkar og Grikkir komust áfram úr þessum riðli í 8-liða úrslit en Rússar og Pólverjar sátu eftir. 17.6.2012 11:00
Pepsi-mörkin: Markaregnið úr sjöundu umferð Öll mörkin úr sjöundu umferð Pepsi-deildar karla voru sýnd í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport í gærkvöld. Bandaríska hljómsveitin The Black Keys skreytir markaregnið með laginu Dead and gone. Umfjöllun um alla leiki umferðarinnar er að finna á Vísi ásamt ítarlegri tölfræði sem birt er í rauntíma frá leikjum. 17.6.2012 10:00
McDowell og Furyk efstir | Woods lék af sér á þriðja hringnum Graeme McDowell frá Norður-Írlandi og Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk, sem báðir hafa sigrað á opna bandaríska meistaramótinu, eru einu kylfingarnir sem eru undir pari fyrir lokahringinn á opna bandaríska meistaramótinu sem fram fer í dag. Þeir eru báðir á einu höggi undir pari samtals. Tiger Woods náði sér alls ekki á strik á þriðja hringnum og lék hann á 75 höggum eða 5 höggum yfir pari á hinum gríðarlega erfiða Olympic Club golfvelli. 17.6.2012 09:45
HM 2013: Svíar og Norðmenn sátu eftir með sárt ennið Ísland tryggði sér í gær sæti á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer á Spáni í janúar á næsta ári með tveimur öruggum sigrum gegn Hollendingum. Samanlagður sigur Íslands var 73-50. Það er ljóst hvaða þjóðir leika á HM á næsta ári og eru Norðmenn og Svíar á meðal þeirra þjóða sem sátu eftir með sárt ennið. 17.6.2012 09:15
Miðstöð Boltavaktarinnar | Báðir leikirnir á EM á sama stað Lokaumferð B-riðils á EM fer fram í kvöld og er hægt að fylgjast beint með báðum leikjunum á sama stað í Miðstöð Boltavaktarinnar. 17.6.2012 18:30
Pepsi-mörkin: Er Gummi Torfa hinn eini sanni Michael Bolton? Guðmundur Torfason fyrrum landsliðsmaður í fótbolta átti sviðið í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport í gær. Þar var sýnt gamalt myndband með upptökum frá árinu 1988 þar sem að markakóngurinn fyrrverandi sýndi tónlistarhæfileika sína með gítarspili og söng. Friðrik Karlsson, sem oftast er kenndur við stórhljómsveitina Mezzoforte, sagði í viðtali á þessum tíma að söngur Guðmundar minnti töluvert á hetjusöngvara á borð við Michael Bolton. 16.6.2012 23:00
Fyrsti leikur, fyrsta snerting, fyrsta markið | myndasyrpa Ísland sigraði Ungverjaland 3-0 í undankeppni Evrópumeistaramótsins 2013. Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir skoruðu í fyrri hálfleik og nýliðinn Sandra María Jessen skoraði með sinni fyrstu snertingu þriðja mark Íslands skömmu fyrir leikslok. Hér má sjá myndasyrpu frá leiknum og þar á meðal er mynd frá því augnabliki þegar Sandra María skoraði sitt fyrsta landsliðsmark með sinni fyrstu snertingu í sínum fyrsta landsleik. 16.6.2012 22:30
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Ísland - Ungverjaland 3-0 Ísland sigraði Ungverjaland 3-0 í undankeppni Evrópumeistaramótsins 2013. Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir skoruðu í fyrri hálfleik og nýliðinn Sandra María Jessen skoraði með sinni fyrstu snertingu þriðja mark Íslands skömmu fyrir leikslok. 16.6.2012 00:01
Góður árangur hjá yngstu afrekskylfingum landsins Í dag lauk mótum á Arion-banka unglingamótaröðinni og Áskorendamótaröðinni. Um 250 unglingar tóku þátt í mótum helgarinnar sem er frábær þátttaka og ljóst að það er mikil gróska í unglingagolfinu hér á landi. Leikið var á Korpúlfsstaðavelli á Arion-banka unglingamótaröðinni en á Áskorendamótaröðinni var leikið á Húsatóftavelli í Grindavík. 16.6.2012 22:00
Karagounis hetja Grikkja | Rússar sátu eftir með sárt ennið Grikkir tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu karla í kvöld með 1-0 sigri gegn Rússum í lokaumferð A-riðils. Giorgios Karagounis skoraði eina mark leiksins þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Þessi úrslit gerðu það að verkum að Rússar sitja eftir með sárt ennið í þessum riðli ásamt gestgjöfum Póllands. Grikkir og Tékkar komust áfram úr þessum riðli en Tékkar lögðu Pólverja 1-0. 16.6.2012 18:00
Tékkar efstir í A-riðli | Grikkir einnig í 8-liða úrslit Petr Jirácek tryggði Tékkum 1-0 sigur gegn Pólverjum í lokaumferð A-riðils Evrópumóts karlalandsliða í fótbolta í kvöl. Með sigrinum tryggðu Tékkar sér efsta sætið í riðlinum með 6 stig, Grikkir fóru áfram úr þessum riðli með 4 stig. Rússar fengu einnig 4 stig en það dugði ekki til og gestgjafar Póllands enduðu í neðsta sæti riðilsins með 2 stig. 16.6.2012 18:00
HM 2013: Strákarnir okkar verða enn og aftur með á stórmóti Íslenska karlalandsliðið í hanndknattleik átti ekki í vandræðum með að leggja lið Hollendinga á útivelli í umspili um laust sæti á HM á Spáni sem fram fer í janúar á næsta ári. Ísland landði öruggum 32-24 sigri í dag en fyrri leikurinn sem fram fór í Laugardalshöll endaði 41-27. Ísland sigraði því samtals 73-50. Fylgst var með gangi mála í leiknum í Hollandi á Vísi í textalýsingu. 16.6.2012 17:45
Þóra Björg: Erum topplið í Evrópu Þóra Björg Helgadóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er klár í slaginn fyrir viðureign Íslands og Ungverjalands í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer á Laugardalsvelli í dag. 16.6.2012 12:00
Menn taka vel í rassskellingar og hafa gaman af Leikmenn íslenska U20 ára landsliðs karla í handknattleik eru rassskelltir þrátt fyrir að ekki sé um hefð að ræða. Þetta staðfesti Árni Benedikt Árnason, leikmaður U20 ára liðsins í samtali við Vísi í gærkvöldi. 16.6.2012 09:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - FH 2-4 FH skaust á topp Pepsideildar karla með góðum sigri á Keflavík í dag. Leikurinn endaði 2-4 fyrir gestina úr Hafnarfirðinum og var sanngjarn í meira lagi. Fyrri hálfleikur var frekar daufur og fátt um færi. FH-ingar voru þó hættulegri og skoruðu eina mark hálfleiksins. Þar var að verki Atli Viðar Björnsson. 16.6.2012 00:01
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - Grindavík 2-0 Það þarf svo sem ekki að eyða of miklum orðum í þennan leik. Hann var alls ekki góður, sendingar lélegar, tæklingar fáar og lítið um baráttu. Þó voru Blikar alltaf aðeins á undan. 16.6.2012 00:01
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Selfoss 3-1 Íslandsmeistarar KR þurftu að hafa mikið fyrir að leggja nýliða Selfoss í fjörugum leik á KR-vellinum í dag. 3 -1 sigur þeirra var ansi torstóttur en Selfyssingar klúðruðu vítaspyrnu þegar rúmlega 10 mínútur voru eftir af leiknum í stöðunni 2-1. Í staðinn gengu KR-ingar á lagið og gerðu útum leikinn með skallamarki Mývetningsins Baldurs Sigurðssonar. 16.6.2012 00:01
Harður árekstur í sólarhringsakstrinum í Le Mans Anthony Davidson var í þriðja sæti þegar hann reyndi að hringa hægari bíl í sólarhringskappakstrinum í Le Mans sem stendur nú yfir. Áreksturinn var gríðarlega harður en ökuþórarnir virðast ómeiddir en Davidson verður sendur á sjúkrahús til frekari skoðunnar. 16.6.2012 18:53
1. deild karla: Víkingar úr Ólafsvík tylltu sér á toppinn Alls fara fjórir leikir fram í 1. deild karla í fótbolta í dag og er þremur þeirra lokið. Nýliðar Tindastóls lögðu Víkinga frá Reykjavík á heimavelli, 2-1. Haukar töpuðu á heimavelli 2-0 gegn Víkingum úr Ólafsvík. Þróttur og BÍ/Bolungarvík gerðu 1-1 jafntefli í Laugardalnum. 16.6.2012 16:12
UEFA kærir Króatíu vegna rasisma Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) hefur kært knattspyrnusamband Króatíu vegna framkomu stuðningsmanna króatíska landsliðsins í fótbolta í garð Mario Balotelli í leiknum gegn Ítalíu á Evrópumeistaramótinu í fótbolta sem fram fer í Úkraínu og Póllandi. 16.6.2012 13:45
Hamren stoltur af leikmönnum sínum Erik Hamren þjálfari Svíþjóðar gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir 3-2 tapið gegn Englandi á Evrópumeistaramótinu í gær. Um miðbik seinni hálfleiks var Svíþjóð með pálmann í höndunum. Olof Mellberg kom Svíþjóð yfir með tveimur mörkum í seinni hálfleik en England tryggði sér sigur með tveimur mörkum á lokakafla leiksins. 16.6.2012 12:45
Öll liðin geta komist áfram Síðustu leikir A-riðil á Evrópumeistaramótinu í fótbolta hefjast í kvöld klukkan 18:45 en öll fjögur liðin geta komist áfram í átta liða úrslit fyrir kvöldið. Rússland stendur þó óneitanlega best að vígi í efsta sæti riðilsins en Rússar mæta Grikkjum á sama tíma og Pólland og Tékkland eigast við. 16.6.2012 11:00
Tiger efstur eftir annan dag Tiger Woods deilir efsta sætinu á US Open eftir tvo keppnisdaga með David Toms og Jim Furyk á einu höggi undir pari. Woods og Toms léku á pari á öðrum keppnisdegi en Furyk var einn aðeins sjö kylfinga sem léku undir pari vallarins í gær. 16.6.2012 10:00
Skagamenn steinlágu gegn Eyjamönnum - Myndir Skagamenn töpuðu sínum fyrsta leik í Pepsi-deild karla í sumar þegar Eyjamenn unnu 4-0 sigur á Skipaskaga í gærkvöldi. 16.6.2012 08:38
Kristinn Reyr lék best á fyrri hring í Korpunni Fyrri hringurinn af tveimur var leikinn í gær á Korpúlfsstaðavelli í þriðja stigamóti sumarsins á Arion-banka unglingamótaröðinni. Frábær þátttaka er í mótinu en alls eru 135 kylfingar sem taka þátt í mótinu í þremur aldurflokkum hjá báðum kynjum. 16.6.2012 08:36
Ytri-Rangá: Tólf stórlaxar upp fyrir Ægissíðufoss! Það voru komnir tólf stórlaxar upp í gegnum teljarann í stiganum við Ægissíðufoss í Ytri-Rangá í gær. Þeir eru allir yfir 75 sentimetrar að lengd, sá stærsti rétt við 100 sentimetrana... 16.6.2012 01:09
Pepsimörkin í beinni á Vísi Sjöundu umferð í Pepsi-deild karla verður gerð skil í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport og verður hægt að sjá þáttinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Úrslit leikjanna má sjá hér fyrir neðan en útsendingn hefst um klukkan 20. Smelltu á hlekkinn hér fyrir ofan til að sjá þáttinn í beinni útsendingu. Þátturinn er einnig sýndur í ólæstri dagskrá. 16.6.2012 19:30
Miðstöð Boltavaktarinnar | Báðir leikirnir á EM á sama stað Lokaumferð A-riðils á EM fer fram í kvöld og er hægt að fylgjast beint með báðum leikjunum á sama stað í Miðstöð Boltavaktarinnar. 16.6.2012 18:30
Miðstöð Boltavaktarinnar | Allir leikirnir á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum dagsins í Pepsi-deild karla samtímis. 16.6.2012 13:45
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - ÍBV 0-4 | Olsen sá um Skagamenn ÍBV lyfti sér upp í sjöunda sæti Pepsí deildar karla með 4-0 sigri á toppliði ÍA á Skipaskaga í kvöld. Eins og tölurnar gefa til kynna var sigurinn fyllilega verðskuldaður en Christian Steen Olsen fór mikinn og skoraði þrennu í leiknum. 15.6.2012 10:25
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan 3-2 Valur Stjarnan vann fínan sigur á Val í 7. umferð Pepsí-deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti heimsigur Stjörnunnar á tímabilinu en öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. 15.6.2012 10:22
Hodgson: Það verður allt vitlaust í klefanum byrji Rooney ekki Roy Hodgson, þjálfari Englendinga, var hæstánægður með sigurinn á Svíum sem var um leið fyrsti sigur Englands á Svíum í keppnisleik. 15.6.2012 23:05