Fótbolti

Vicente del Bosque verður með Spán á HM 2014

Vicente del Bosque hefur framlengt samningi sínum við spænska knattspyrnusambandið um tvö ár.
Vicente del Bosque hefur framlengt samningi sínum við spænska knattspyrnusambandið um tvö ár. AFP
Vicente del Bosque hefur framlengt samningi sínum við spænska knattspyrnusambandið um tvö ár. Þar með mun hinn sigursæli landsliðsþjálfari heims – og Evrópumeistaraliðs Spánar þjálfa liðið fram yfir heimsmeistarakeppnina sem fram fer í Brasilíu árið 2014.

Samkvæmt frétt spænska íþróttadagblaðsins Marca, skrifaði Vicente del Bosque undir samninginn eftir 1-1 jafnteflisleik Spánverja gegn Ítalíu í fyrstu umferð Evrópumótsins í Gdansk í Póllandi.

Vicente del Bosque lék á sínum tíma með Real Madrid og hann var einnig þjálfari stórliðsins um tíma.

Hann tók við spænska liðinu árið 2008 eftir að Spánverjar höfðu fagnað sigri á EM undir stjórn Luis Aragones. Spánverjar sigruðu á HM 2010 í Suður-Afríku undir stjórn Vicente del Bosque og ef liðinu tekst að vinna EM í ár er það í fyrsta sinn sem sama þjóð sigrar á þremur stórmótum í röð.

Spánverjar mæta Króatíu í lokaumferð C-riðilsins á morgun, mánudag en liðið vann Írland 4-0 í 2. umferð en gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í fyrstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×