Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Selfoss 3-1 Kristján Óli Sigurðsson á KR-velli skrifar 15. júní 2012 10:29 Íslandsmeistarar KR þurftu að hafa mikið fyrir að leggja nýliða Selfoss í fjörugum leik á KR-vellinum í dag. 3 -1 sigur þeirra var ansi torstóttur en Selfyssingar klúðruðu vítaspyrnu þegar rúmlega 10 mínútur voru eftir af leiknum í stöðunni 2-1. Í staðinn gengu KR-ingar á lagið og gerðu útum leikinn með skallamarki Mývetningsins Baldurs Sigurðssonar. KR tók forustuna eftir tæplega hálftíma leik er Kjartan Henry Finnbogason skoraði úr vítaspyrnu eftir að Þorsteinn Már Ragnarsson var felldur í teignum. Gestirnir gáfust ekki upp og jöfnuðu leikinn fyrir hlé með mögnuðu marki Viðars Arnar Kjartanssonar þegar hann smurði boltann með vinstri fæti út við stöng óverjandi fyrir Hannes Þór Halldórsson. KR náði að komast aftur yfir eftir klukkutíma leik þegar bakvörðurinn Haukur Heiðar Hauksson stangaði hornspyrnu Atla Sigurjónssonar í netið. Eftir þetta sóttu gestirnir án afláts og eitthvað varð undan að láta. Þeir fengu vítasyrnu þegar 12 mínútur lifðu af leiknum. Viðar Örn fór á punktinn en skaut í stöng og Ólafur Karl Finsen sem var nýkominn inná sem varamaður fékk frákastið en á einhvern óskiljanlegan hátt skaut yfir markið. Þarna vöknuðu heimamenn af værum blundi og náðu að bæta við 3ja markinu sem var eftir sömu uppskrift og annað markið. Hornspyrna Óskars Arnar rataði beint á kollinn á Baldri Sigurðssyni sem skallaði knöttinn í netið og tryggði Íslandsmeisturnum 3 stig og skaut þeim uppí 2. sæti deildarinnar við hlið FH-inga á toppnum. Selfyssingar sitja eftir með sárt ennið og hefðu átt stig skilið í dag miðað við frammistöðuna úti á vellinum. En í fótbolta eru það víst mörkin sem telja og sitja þeir nú í 10. sæti rétt fyrir ofan fallsætin tvö. Logi Ólafs: Menn verða að dekka í föstum leikatriðum„Við spiluðum vel úti á vellinum eins og við höfum gert í öllum leiknum til þessa fyrir utan fyrri hálfleikinn á móti Breiðablik. Mér fannst vítið sem við klúðrum kristalla svolítið óheppni okkar í sumar." Logi var ekki sáttur við dekkningu sinna manna í föstum leikatriðum. „Menn verða að gjöra svo vel og finna mann og dekka hann alla leið annars fáum við á okkur svona mörk áfram," sagði Logi óhress með hvernig sínir menn dekkuðu í föstum leikatriðum en öll mörk KR komu eftir horn. Atli Sigurjónss: Ætla að halda sæti mínu. Atli Sigurjónsson var nokkuð sáttur eftir leikinn á móti Selfoss í dag þrátt fyrir að finnast spilamennskan ekki vera sú besta. „Við vissum að þeir kæmu dýrvitlaustir til leiks og við náðum ekki upp okkar besta spili. Sem betur fer náðum við að vinna leikinn." Aðspurður hvernig honum líki samkeppnin hjá KR sagði Atli. „Við erum með lang breiðasta hópinn í deildinni og menn þurfa að hafa mikið fyrir því að komast í liðið. Ég ætla að gera mitt besta til að reyna að halda sæti mínu því það er miklu skemmtilegra að spila en að sitja á bekknum." Rúnar Kristins: Verðum að nýta hópinn vel. Þjálfari KR-inga Rúnar Kristinsson var nokkuð sáttur við sigur sinna manna í dag þó þeir hafi oft spilað betri leik. „Þetta var bara eins og við bjuggumst við, ég breyti liðinu mikið á milli leikja án þess þó að breyta bara til að breyta. Við skoðum andstæðingana og ég met það með mínum aðstoðarmönnum hvernig sé best að stilla upp á mót þeim. Samkeppnin er mikil og menn verða að geta tekið því að spila ekki alla leiki." KR-ingar eru komnir að hlið FH-inga á toppnum og þar ætla þeir að halda sig. „Við erum í þessu til að vinna og ætlum að vera á toppnum þegar mótið klárast í haust," sagði sigurreifur Rúnar Kristinsson að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Íslandsmeistarar KR þurftu að hafa mikið fyrir að leggja nýliða Selfoss í fjörugum leik á KR-vellinum í dag. 3 -1 sigur þeirra var ansi torstóttur en Selfyssingar klúðruðu vítaspyrnu þegar rúmlega 10 mínútur voru eftir af leiknum í stöðunni 2-1. Í staðinn gengu KR-ingar á lagið og gerðu útum leikinn með skallamarki Mývetningsins Baldurs Sigurðssonar. KR tók forustuna eftir tæplega hálftíma leik er Kjartan Henry Finnbogason skoraði úr vítaspyrnu eftir að Þorsteinn Már Ragnarsson var felldur í teignum. Gestirnir gáfust ekki upp og jöfnuðu leikinn fyrir hlé með mögnuðu marki Viðars Arnar Kjartanssonar þegar hann smurði boltann með vinstri fæti út við stöng óverjandi fyrir Hannes Þór Halldórsson. KR náði að komast aftur yfir eftir klukkutíma leik þegar bakvörðurinn Haukur Heiðar Hauksson stangaði hornspyrnu Atla Sigurjónssonar í netið. Eftir þetta sóttu gestirnir án afláts og eitthvað varð undan að láta. Þeir fengu vítasyrnu þegar 12 mínútur lifðu af leiknum. Viðar Örn fór á punktinn en skaut í stöng og Ólafur Karl Finsen sem var nýkominn inná sem varamaður fékk frákastið en á einhvern óskiljanlegan hátt skaut yfir markið. Þarna vöknuðu heimamenn af værum blundi og náðu að bæta við 3ja markinu sem var eftir sömu uppskrift og annað markið. Hornspyrna Óskars Arnar rataði beint á kollinn á Baldri Sigurðssyni sem skallaði knöttinn í netið og tryggði Íslandsmeisturnum 3 stig og skaut þeim uppí 2. sæti deildarinnar við hlið FH-inga á toppnum. Selfyssingar sitja eftir með sárt ennið og hefðu átt stig skilið í dag miðað við frammistöðuna úti á vellinum. En í fótbolta eru það víst mörkin sem telja og sitja þeir nú í 10. sæti rétt fyrir ofan fallsætin tvö. Logi Ólafs: Menn verða að dekka í föstum leikatriðum„Við spiluðum vel úti á vellinum eins og við höfum gert í öllum leiknum til þessa fyrir utan fyrri hálfleikinn á móti Breiðablik. Mér fannst vítið sem við klúðrum kristalla svolítið óheppni okkar í sumar." Logi var ekki sáttur við dekkningu sinna manna í föstum leikatriðum. „Menn verða að gjöra svo vel og finna mann og dekka hann alla leið annars fáum við á okkur svona mörk áfram," sagði Logi óhress með hvernig sínir menn dekkuðu í föstum leikatriðum en öll mörk KR komu eftir horn. Atli Sigurjónss: Ætla að halda sæti mínu. Atli Sigurjónsson var nokkuð sáttur eftir leikinn á móti Selfoss í dag þrátt fyrir að finnast spilamennskan ekki vera sú besta. „Við vissum að þeir kæmu dýrvitlaustir til leiks og við náðum ekki upp okkar besta spili. Sem betur fer náðum við að vinna leikinn." Aðspurður hvernig honum líki samkeppnin hjá KR sagði Atli. „Við erum með lang breiðasta hópinn í deildinni og menn þurfa að hafa mikið fyrir því að komast í liðið. Ég ætla að gera mitt besta til að reyna að halda sæti mínu því það er miklu skemmtilegra að spila en að sitja á bekknum." Rúnar Kristins: Verðum að nýta hópinn vel. Þjálfari KR-inga Rúnar Kristinsson var nokkuð sáttur við sigur sinna manna í dag þó þeir hafi oft spilað betri leik. „Þetta var bara eins og við bjuggumst við, ég breyti liðinu mikið á milli leikja án þess þó að breyta bara til að breyta. Við skoðum andstæðingana og ég met það með mínum aðstoðarmönnum hvernig sé best að stilla upp á mót þeim. Samkeppnin er mikil og menn verða að geta tekið því að spila ekki alla leiki." KR-ingar eru komnir að hlið FH-inga á toppnum og þar ætla þeir að halda sig. „Við erum í þessu til að vinna og ætlum að vera á toppnum þegar mótið klárast í haust," sagði sigurreifur Rúnar Kristinsson að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira