Fleiri fréttir

Eygló Ósk: Framar mínum væntingum

Fimmtán Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í 50 m laug um helgina og eitt til viðbótar var jafnað. Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi, fór á kostum um helgina. Hún tryggði sig inn á Ólympíuleikana og bætti Íslandsmet í sjö greinum á mótinu.

Tvöföld gleði á sögulegu tímabili | Myndasyrpa

Njarðvík varð um helgina Íslandsmeistari kvenna í körfubolta eftir sigur á Haukum í úrslitarimmunni, 3-1. Sverrir Þór Sverrisson hefur náð frábærum árangri með liðið sem vann sína fyrstu stóru titla á tímabilinu.

Verður á brattann að sækja í upphafi móts

Ásmundur Arnarsson, nýr þjálfari Fylkis, hefur staðið í ströngu á sínu fyrsta undirbúningstímabili með liðið. Meiðsli í leikmannahópnum hafa plagað liðið og hefur Fylkismönnum ekki gengið nógu vel í undirbúningsmótunum nú eftir áramót.

Sextán Íslandsmet á ÍM 50 | Myndasyrpa

Frábær árangur náðist á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 50 m laug um helgina. Alls féllu fimmtán Íslandsmet og eitt var jafnað en það einstakur árangur.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór Þorl. 86-100 | Þór leiðir einvígið 2-1

Þór frá Þorlákshöfn er komið í algjöra lykilstöðu í einvíginu við KR í undanúrslitum Iceland-Express deild karla en liðið bar sigur úr býtum, 100-86, í þriðja leik liðana sem fram fór í DHL-höllinni í kvöld. Staðan er því 2-1 fyrir Þór í einvíginu og þeim vantar aðeins einn sigur til að komast í úrslit. Þórsarar voru einfaldlega miklu sterkari aðilinn allan leikinn og áttu sigurinn fyllilega skilið.

Barton ætlar að blogga á eigin heimasíðu

Þó svo að Joey Barton sé hættur á Twitter ætlar hann að halda áfram að segja skoðanir sínar á sinni eigin heimasíðu sem hann stefnir á að setja í loftið innan tíðar.

Fyrsta tap Íslands á HM í íshokkí

Ísland tapaði fyrir sterku liði Eistlands, 7-2, í Skautahöllinni í Laugardalnum í dag. Var þetta fyrsta tap Íslands á mótinu en keppt er í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins.

Kristín Ýr hetja Avaldsnes

Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði tvö mörk í uppbótartíma og tryggði liði Avaldsnes 3-2 sigur á Altamuren í norsku B-deildinni í dag.

Jafntefli í fjörugum leik

Björn Bergmann Sigurðarson og Pálmi Rafn Pálmason spiluðu báðir allan leikinn fyrir Lilleström sem gerði jafntefli við Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni síðdegis.

Drenthe var í agabanni gegn Liverpool

Royston Drenthe, leikmaður Everton, var ekki í leikmannahópi liðsins í undanúrslitaleiknum gegn Liverpool í enska bikarnum um helgina.

Guðmundur og Matthías skoruðu í sigri Start

Þeir Guðmunur Kristjánsson og Matthías Vilhjálmsson fara vel af stað hjá Start í Noregi en þeir skoruðu báðir í 3-1 sigri liðsins á HamKam í norsku B-deildinni dag.

Tromsø hélt í toppsætið í Noregi | Íslendingar í eldlínunni

Fjórir leikir fóru fram í norsku úrvalsdeildinni í dag og voru menn með markaskóna vel reimaða á. Brann tapaði illa fyrir Stromsgodset 2-0 á þeirra eigin heimavelli en Birkir Már Sævarsson lék allan leikinn í liði Brann. Hannes Þór Halldórsson var á varamannabekknum allan tíman.

Szczesny: Fer ekki frá Arsenal án titils

Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, er ekki á leiðinni frá félaginu á næstunni og ætlar sér að vinna marga titla með liðinu á næstu árum.

Bayern München hefur augastað á Džeko

Þýska knattspyrnuliðið Bayern München hefur sett sig í samband við forráðarmenn Manchester City um hugsanleg kaup á sóknarmanninum Edin Džeko.

Kvennasveit Íslands Norðurlandameistari í kata

Ísland eignaðist um helgina Norðurlandameistara í kata þegar að kvennasveit Íslands vann til gullverðlauna í liðakeppni á Norðurlandameistaramótinu í karate. Mótið fór fram í Svíþjóð í gær.

Þjálfari ÍBV: Dómarinn angaði af áfengisfýlu

"Þetta var mjög svekkjandi tap,“ sagði Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV, í viðtali við vefsíðuna sport.is eftir að lið hans hafði tapað gegn Gróttu í öðrum leik liðanna um laust sæti í undanúrslitum N1-deildar kvenna í gær.

Messi: Spila aldrei í ensku úrvalsdeildinni

Lionel Messi hefur ítrekað að hann geti ekki ímyndað sér annað en að spila með Barcelona allan sinn feril. "Ég efast um að ég muni spila í Englandi einn daginn. Ég á erfitt með að sjá fyrir mér að spila með öðru félagi en Barcelona. Ég hef ekki einu sinni hugleitt það,“ sagði hann.

Bochum tryggði sér jafntefli í uppbótartíma

Hólmar Örn Eyjólfsson spilaði allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar þegar að lið hans, Bochum, gerði 2-2 jafntefli við 1860 München í þýsku B-deildnini í dag.

Lögregla rannsakar kaup United á Bebe

Enska dagblaðið The Guardian greinir frá því að lögregluyfirvöld í Portúgal rannsaki nú kaup Manchester United á knattspyrnumanninum Bebe.

Mikil sorg á Ítalíu eftir fráfall Morosini

Piermario Morosini lést í miðjum knattspyrnuleik á Ítalíu í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall. Mikil sorg ríkir nú á Ítalíu en öllum leikjum helgarinnar í tveimur efstu deildunum var frestað.

Nico Rosberg vann í fyrsta sinn í Kína

Þjóðverjinn Nico Rosberg vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 í kínverska kappakstrinum í Shanghai í morgun. Jenson Button var annar eftir fjöruga lokahringi sem röðuðu mönnum upp á nýtt.

Dalglish: Tók vitlaust á Suarez-málinu

Kenny Dalglish, knattspyrnustjóri Liverpool, segist hafa tekið máli Luis Suarez röngum höndum. Suarez var fyrr á tímabilinu dæmdur í átta leikja keppnisbann fyrir að vera með kynþáttníð í garð Patrice Evra.

Chelsea skoraði fimm gegn Tottenham

Chelsea mætir Liverpool í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar eftir 5-1 stórsigur á Tottenham í undanúrslitum keppninnar í dag.

Gylfi Þór: Ég vil vera áfram hjá Swansea

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Swansea í 3-0 sigri liðsins á Blackburn í dag. Eftir leikinn sagði hann í viðtali við enska fjölmiðla að hann vildi vera áfram í herbúðum velska liðsins.

Kobayashi mun hafa áhrif á toppbaráttuna

Jenson Button, ökuþór McLaren liðsins í Formúlu 1, segir að Kamui Kobayashi á Sauber muni hafa áhrif á framvindu kappakstursins í Kína á morgun. Kobayashi mun ræsa þriðji í kappakstrinum.

Sjá næstu 50 fréttir